Heimir: Hefðum getað verið óheppnari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2015 18:53 Heimir gantast með Marcel Koller, þjálfara austurríska landsliðsins. Vísir/AFP Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segist vera heilt yfir ánægður með niðurstöðuna eftir að dregið var í riðla á EM 2016 í dag.Sjá einnig: Ísland í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi Heimir var viðstaddur dráttinn í París í dag og sagði við Vísi í dag að það sé alveg ljóst að Íslendingar geta vel við unað. „Við vissum alltaf að við myndum aldrei fá auðveldan riðil á EM en ég verð að vera heiðarlegur og segja að við hefðum getað verið óheppnari,“ segir Heimir. Hann segist ekki hafa verið að hugsa um einhverjar sérstakar þjóðir sem hann vildi mæta og ítrekaði það sem hann sagði í viðtölum fyrir dráttinn. „Mér var nokkuð sama á móti hverjum við lentum. Ég vissi að við myndum fá góðar þjóðir,“ sagði hann.Þjálfararnir í riðli Íslands.Vísir/AFPFáum tíma til að anda að okkur mótinu Heimir var ánægður með að fyrsti leikur Íslands verður 14. júní, fjórum dögum eftir að keppnin sjálf byrjar. „Við eigum síðasta keppnisdaginn í fyrstu umferð riðlakeppninnar sem gefur okkur meiri tíma til að undirbúa okkur og tækifæri til að anda að okkur stemningunni sem er gott fyrir okkur sem nýliða á þessu móti.“Sjá einnig: Miðasalan hefst á mánudaginn: 8-16 þúsund miðar í boði Ísland spilar fyrst gegn Portúgal í Saint-Etienne sem er skammt frá Annecy, þar sem Ísland verður með sínar bækistöðvar. „Það er stutt rútuferð fyrir okur og því eins auðvelt og hægt er. Bæði fáum við nægan tíma fyrir leikinn og þurfum ekki að fara í langt ferðalag. Það lítur mjög vel út.“ „Við eigum svo leiki í Marseille og París á stórum leikvöngum. Íslendingar ættu því að geta fengið miða á þá leiki.“Heimir ræðir við Lars Lagerbäck.Vísir/AFPEigum möguleika gegn öllum liðunum Ungverjaland tryggði sér sæti á EM með því að vinna Noreg í umspilinu og Heimir segir að landsliðsþjálfararnir hafi fylgst vel með leikjum þeirra. „Þetta eru áþekk lið og við teljum okkur klárlega eiga möguleika þau bæði. Það er þar að auki stutt síðan við spiluðum við Austurríki sem er gott lið á mikilli siglingu. Það er minna talað um þá en Austurríkismenn eru flottir.“Sjá einnig: Birkir mætir liðsfélaga sínum á EM „Portúgal þekkja svo allir. Cristiano Ronaldo er öflugur leikmaður sem getur klárað leiki fyrir þá. En ég held að við eigum möguleika í alla þessa andstæðinga.“ Hann segir að ekki hafi verið enn rætt sérstaklega um markmið Íslands í keppninni en að liðið hljóti að stefna að því að fara upp úr riðlinum og spila fleiri leiki. „Allir í hópnum eru meðvitaðir um að við getum farið upp úr riðlinum,“ sagði Heimir.Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.Vísir/AFPDraumur okkar allra Heimir neitar því ekki að það sé mikil tilhlökkun fyrir mótið og draumur fyrir hann og alla aðra sem koma að liðinu að taka þátt í þessu ævintýri. „Það skiptir svo sem ekki máli hvort við séum að spila á 20 þúsund manna velli eða 80 þúsund - þetta er mikill heiður fyrir mann.“Sjá einnig: Þjóðin sátt á Twitter: „Draumariðill sem við vinnum“ Það var eðlilega mikið um að vera á drættinum í París í dag og Heimir sló á létta strengi við blaðamann Vísis. „Hér er mikið fjölmiðlafár og blaðamenn að hlaupa út um allt að fá viðtöl við alla þessa heimsþekktu þjálfara sem eru hér. Vicente del Bosque er í viðtali við allar stærstu sjónvarpsstöðvar heims en hér er ég að ræða við Vísi og Fréttablaðið. Það er bara gaman að þessu öllu saman.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segist vera heilt yfir ánægður með niðurstöðuna eftir að dregið var í riðla á EM 2016 í dag.Sjá einnig: Ísland í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi Heimir var viðstaddur dráttinn í París í dag og sagði við Vísi í dag að það sé alveg ljóst að Íslendingar geta vel við unað. „Við vissum alltaf að við myndum aldrei fá auðveldan riðil á EM en ég verð að vera heiðarlegur og segja að við hefðum getað verið óheppnari,“ segir Heimir. Hann segist ekki hafa verið að hugsa um einhverjar sérstakar þjóðir sem hann vildi mæta og ítrekaði það sem hann sagði í viðtölum fyrir dráttinn. „Mér var nokkuð sama á móti hverjum við lentum. Ég vissi að við myndum fá góðar þjóðir,“ sagði hann.Þjálfararnir í riðli Íslands.Vísir/AFPFáum tíma til að anda að okkur mótinu Heimir var ánægður með að fyrsti leikur Íslands verður 14. júní, fjórum dögum eftir að keppnin sjálf byrjar. „Við eigum síðasta keppnisdaginn í fyrstu umferð riðlakeppninnar sem gefur okkur meiri tíma til að undirbúa okkur og tækifæri til að anda að okkur stemningunni sem er gott fyrir okkur sem nýliða á þessu móti.“Sjá einnig: Miðasalan hefst á mánudaginn: 8-16 þúsund miðar í boði Ísland spilar fyrst gegn Portúgal í Saint-Etienne sem er skammt frá Annecy, þar sem Ísland verður með sínar bækistöðvar. „Það er stutt rútuferð fyrir okur og því eins auðvelt og hægt er. Bæði fáum við nægan tíma fyrir leikinn og þurfum ekki að fara í langt ferðalag. Það lítur mjög vel út.“ „Við eigum svo leiki í Marseille og París á stórum leikvöngum. Íslendingar ættu því að geta fengið miða á þá leiki.“Heimir ræðir við Lars Lagerbäck.Vísir/AFPEigum möguleika gegn öllum liðunum Ungverjaland tryggði sér sæti á EM með því að vinna Noreg í umspilinu og Heimir segir að landsliðsþjálfararnir hafi fylgst vel með leikjum þeirra. „Þetta eru áþekk lið og við teljum okkur klárlega eiga möguleika þau bæði. Það er þar að auki stutt síðan við spiluðum við Austurríki sem er gott lið á mikilli siglingu. Það er minna talað um þá en Austurríkismenn eru flottir.“Sjá einnig: Birkir mætir liðsfélaga sínum á EM „Portúgal þekkja svo allir. Cristiano Ronaldo er öflugur leikmaður sem getur klárað leiki fyrir þá. En ég held að við eigum möguleika í alla þessa andstæðinga.“ Hann segir að ekki hafi verið enn rætt sérstaklega um markmið Íslands í keppninni en að liðið hljóti að stefna að því að fara upp úr riðlinum og spila fleiri leiki. „Allir í hópnum eru meðvitaðir um að við getum farið upp úr riðlinum,“ sagði Heimir.Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.Vísir/AFPDraumur okkar allra Heimir neitar því ekki að það sé mikil tilhlökkun fyrir mótið og draumur fyrir hann og alla aðra sem koma að liðinu að taka þátt í þessu ævintýri. „Það skiptir svo sem ekki máli hvort við séum að spila á 20 þúsund manna velli eða 80 þúsund - þetta er mikill heiður fyrir mann.“Sjá einnig: Þjóðin sátt á Twitter: „Draumariðill sem við vinnum“ Það var eðlilega mikið um að vera á drættinum í París í dag og Heimir sló á létta strengi við blaðamann Vísis. „Hér er mikið fjölmiðlafár og blaðamenn að hlaupa út um allt að fá viðtöl við alla þessa heimsþekktu þjálfara sem eru hér. Vicente del Bosque er í viðtali við allar stærstu sjónvarpsstöðvar heims en hér er ég að ræða við Vísi og Fréttablaðið. Það er bara gaman að þessu öllu saman.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti