Attar: Gunnar stendur frammi fyrir risatækifæri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2015 14:07 Laugardagskvöldið er risastórt fyrir umboðsmanninn Audie Attar enda á hann þrjá bardagamenn á aðalhluta kvöldsins. Tveir þeirra berjast um titil. Attar er umboðsmaður Gunnars Nelson (ásamt Haraldi Nelson), Conor McGregor og Chris Weidman. Svo eru fleiri strákar á hans snærum að keppa þessa vikuna í Las Vegas. „Ég er mjög spenntur fyrir hönd allra strákanna enda sjö að fara að keppa. Þetta er mikil vinna en það er mikill heiður að vera með þessum íþróttamönnum í liði,“ segir Attar en hann er sem fyrr mjög spenntur fyrir því að fylgast með Gunnari.Sjá einnig: Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Gunnar er ótrúlegur íþróttamaður og hann stendur frammi fyrir risatækifæri. Það eru margir að tala um þennan bardaga. Ég ber mikla virðingu fyrir Demian Maia en Gunni er af nýju kynslóðinni í íþróttinni. Ég mæli með því að fólk fái sér popp og bjór og njóti bardagans,“ segir Attar og glottir við. „Ef að Gunnar skilar sínu í þessum bardaga þá verður hann kominn í umræðuna um titilbardaga. Hann er að keppa við það góðan andstæðing.“Sjá einnig: Haraldur: Maia hefur aldrei verið betri en núna Gunnar hefur ekkert farið leynt með metnað sinn til þess að vinna heimsmeistarabeltið á næsta ári. Sér Attar það gerast? „Ef hann sýnir afburðaframmistöðu og vinnur flottan sigur þá er það ekkert vafamál að hann hefur efni á að vera með í umræðunni um beltið. Þetta er raunhæft markmið fyrir hann.“Sjá einnig: Gunnar mætir goðsögn í UFC-heiminum Eins og áður segir þá er Attar einnig umboðsmaður Írans Conor McGregor. Hvernig ætli sé að vera í miðjunni á þeim fellibyl? „Ég lít frekar á það sem fallega snjókomu á Íslandi. Maður verður að njóta þess. Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag með honum en við höfum verið með honum síðan í fyrsta bardaga hans í UFC. Það tala allir um hvað hann er góður að rífa kjaft og hann fær ekki nóg hrós fyrir vinnu sína í búrinu. Hann og Gunnar æfa eins og geðsjúklingar. Conor talar mikið en hann fylgir því líka eftir með góðum frammistöðum. Stendur undir stóru orðunum. Ég held að Conor munu rota Jose Aldo í annarri lotu." Viðtalið við Attar má sjá í heild sinni hér að ofan.Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365. MMA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára gamalt Íslandsmet Arnars Arnarsonar Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira
Laugardagskvöldið er risastórt fyrir umboðsmanninn Audie Attar enda á hann þrjá bardagamenn á aðalhluta kvöldsins. Tveir þeirra berjast um titil. Attar er umboðsmaður Gunnars Nelson (ásamt Haraldi Nelson), Conor McGregor og Chris Weidman. Svo eru fleiri strákar á hans snærum að keppa þessa vikuna í Las Vegas. „Ég er mjög spenntur fyrir hönd allra strákanna enda sjö að fara að keppa. Þetta er mikil vinna en það er mikill heiður að vera með þessum íþróttamönnum í liði,“ segir Attar en hann er sem fyrr mjög spenntur fyrir því að fylgast með Gunnari.Sjá einnig: Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Gunnar er ótrúlegur íþróttamaður og hann stendur frammi fyrir risatækifæri. Það eru margir að tala um þennan bardaga. Ég ber mikla virðingu fyrir Demian Maia en Gunni er af nýju kynslóðinni í íþróttinni. Ég mæli með því að fólk fái sér popp og bjór og njóti bardagans,“ segir Attar og glottir við. „Ef að Gunnar skilar sínu í þessum bardaga þá verður hann kominn í umræðuna um titilbardaga. Hann er að keppa við það góðan andstæðing.“Sjá einnig: Haraldur: Maia hefur aldrei verið betri en núna Gunnar hefur ekkert farið leynt með metnað sinn til þess að vinna heimsmeistarabeltið á næsta ári. Sér Attar það gerast? „Ef hann sýnir afburðaframmistöðu og vinnur flottan sigur þá er það ekkert vafamál að hann hefur efni á að vera með í umræðunni um beltið. Þetta er raunhæft markmið fyrir hann.“Sjá einnig: Gunnar mætir goðsögn í UFC-heiminum Eins og áður segir þá er Attar einnig umboðsmaður Írans Conor McGregor. Hvernig ætli sé að vera í miðjunni á þeim fellibyl? „Ég lít frekar á það sem fallega snjókomu á Íslandi. Maður verður að njóta þess. Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag með honum en við höfum verið með honum síðan í fyrsta bardaga hans í UFC. Það tala allir um hvað hann er góður að rífa kjaft og hann fær ekki nóg hrós fyrir vinnu sína í búrinu. Hann og Gunnar æfa eins og geðsjúklingar. Conor talar mikið en hann fylgir því líka eftir með góðum frammistöðum. Stendur undir stóru orðunum. Ég held að Conor munu rota Jose Aldo í annarri lotu." Viðtalið við Attar má sjá í heild sinni hér að ofan.Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365.
MMA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára gamalt Íslandsmet Arnars Arnarsonar Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira