Fótbolti

Bale: Wales getur unnið England á EM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Gareth Bale, framherji Real Madrid, óttast ekki að mæta Englandi á EM 2016 þar sem hann verður í eldlínunni með velska landsliðinu.

Wales er á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 1958, en Bale tókst að gera það með velska landsliðinu sem Ryan Giggs tókst aldrei.

Drátturinn fyrir riðlakeppnina fer fram á morgun og segist Bale ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að mæta Englandi.

„Ef við lendum í sama riðli og England verð ég glaður. Hvers vegna ekki? Við teljum okkur geta unnið England. Öll pressan væri á þeim,“ segir Bale.

„Það verður engin pressa á okkur. Við förum bara á EM til að hafa gaman og reyna gera velsku þjóðina stolta. Það er það eina sem við getum gert og það eina sem stuðningsmennirnir geta beðið um,“ segir Gareth Bale.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×