Erlent

COP21 lýkur á morgun: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiri

Atli Ísleifsson skrifar
Ný samningsdrög voru kynnt síðdegis í gær og unnu fulltrúar ríkja langt fram á nótt við það að ná samkomulagi um fjölda atriða.
Ný samningsdrög voru kynnt síðdegis í gær og unnu fulltrúar ríkja langt fram á nótt við það að ná samkomulagi um fjölda atriða. Vísir/AFP
Bandaríkin hafa fylkt sér í lið með aðildarríkjum ESB og fjölda annarra ríkja í tilraun sinni til að tryggja að metnaðarfullt samkomulag náist um endanlegan samning á loftslagsráðstefnunni í París sem lýkur á morgun.

Fylkingin sem vinnur að því að ná metnaðarfullum samningi samanstendur nú af rúmlega hundrað ríkjum hvaðanæva að úr heiminum. Í frétt BBC kemur fram að auk Bandaríkjanna, hafi ríki á borð við Noreg, Mexíkó og Kólumbía gengið til liðs við fylkinguna.

Ný samningsdrög voru kynnt síðdegis í gær og unnu fulltrúar ríkja langt fram á nótt við það að ná samkomulagi um fjölda atriða.

Líklegt þykir að ný samningsdrög verði kynnt síðar í dag.

Aðildarríki ESB slógust í hóp 79 ríkja frá Afríku, Karíbahafi og Eyjaálfu fyrr í vikunni til að þrýsta á „metnaðarfullan, haldgóðan og lagalega bindandi“ samning, með ákvæði um að öflugt eftirlit á fimm ára fresti um hvort ákvæðum sé framfylgt.

Bandaríkin gengu svo til liðs við ríkin í gær sem hafa nú sett fram sameiginlega afstöðu um hvað Parísarsamningurinn verði að taka til.


Tengdar fréttir

Töluvert hefur áunnist og drög að samningi kynnt

Forseti Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í gær ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja.

Sjá mengunarmökkinn veltast áfram

Stefán Úlfarsson býr í Peking ásamt eiginkonu og dóttur. Þar ríkir ófremdarástand dögum saman vegna loftmengunar. Svo alvarlegt er ástandið að fólk flytur frá borginni. Stefán segir það orðið koma til greina að flýja ófremdarástand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×