Veltivigtarmeistarinn Robbie Lawler mun verja titil sinn gegn Carlos Condit á laugardag og byrjað er að hita upp fyrir helgina með Embedded-þáttunum sem UFC gerir.
Þar má sjá þá félaga með strákunum sínum að leika sér um jólin.
Lawler varði titil sinn eftirminnilega í Las Vegas síðasta sumar í blóðugum bardaga gegn Kanadamanninum Rory McDonald.
Það er ekki búist við síður áhugaverðum bardaga um helgina er hann mætir Condit sem margir spá sigri í bardaganum. Það er þó ekkert smá verk að hafa betur gegn Lawler eins og McDonald komst að síðasta sumar.
Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport aðfararnótt sunnudags. Sjá má fyrsta upphitunarþáttinn hér að ofan.
Lawler og Condit klárir í átökin um helgina
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið




„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn


„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn



Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

Fleiri fréttir
