Djúp lægð á leið yfir landið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2015 08:09 Búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu en í kvöld hvessir ört og í nótt fer mjög djúp lægð norður yfir landið. Vísir/Vilhelm Veðurstofan varar við stormi víða á landinu í dag. Búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu en í kvöld hvessir ört og í nótt fer mjög djúp lægð norður yfir landið. Á vef Veðurstofunnar segir að aðal vindstrengur þessarar lægðar sé austan við lægðarmiðjuna og að nýjustu spár geri ráð fyrir að vindstrengurinn nái inn á landið austanvert með sunnan roki og sums staðar fárviðri við austurströndina í nótt. Mikilvægt sé að fylgjast með veðurspám því braut lægðarinnar þurfi að ekki að breytast mikið til þess að miklar breytingar verði á veðurspám. Í kvöld og nótt og nótt má einnig búast við úrkomu suðaustanlands og á Austfjörðum. Upp úr hádegi á morgun verður lægðin komin norður fyrir land og má þá búast við suðvestan átt 15 til 25 m/s með skúrum eða éljum um landið sunnan- og vestanvert, en hvassast verður þá á annesjum norðantil. Annað kvöld dregur síðan ört úr vindi.Færð og aðstæður Nokkuð hefur snjóað um sunnanvert landið og er þar snjóþekja eða hálka á vegum, samkvæmt Vegagerðinni. Til að mynda er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum, og eins er hálka á Reykjanesbraut og snjóþekja á Suðurnesjum. Hálkublettir eru á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Verið er að hreinsa vegi á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem víða er snjóþekja og sumstaðar éljagangur. Þæfingsfærð er á Svínadal og eins á Mikladal en þungfært á Kleifaheiði. Vegir á Norðurlandi eru yfirleitt vel færir þótt sumstaðar sé nokkur hálka. Þó er varað við hvassviðri á Siglufjarðarvegi og Hólasandur er ófær. Hálka eða hálkublettir eru víða á Austurlandi. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát þar sem vatn flæðir yfir veg eða hefur grafið úr vegi eða vegköntum. Þetta á einkum við um Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarð. Það eru hálkublettir og snjóþekja á Suðausturlandi. Þá er Fjarðarheiði ófær vegna vatnaskemmda og sömuleiðis Vattarnesvegur í Reyðarfirði. Veður Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Veðurstofan varar við stormi víða á landinu í dag. Búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu en í kvöld hvessir ört og í nótt fer mjög djúp lægð norður yfir landið. Á vef Veðurstofunnar segir að aðal vindstrengur þessarar lægðar sé austan við lægðarmiðjuna og að nýjustu spár geri ráð fyrir að vindstrengurinn nái inn á landið austanvert með sunnan roki og sums staðar fárviðri við austurströndina í nótt. Mikilvægt sé að fylgjast með veðurspám því braut lægðarinnar þurfi að ekki að breytast mikið til þess að miklar breytingar verði á veðurspám. Í kvöld og nótt og nótt má einnig búast við úrkomu suðaustanlands og á Austfjörðum. Upp úr hádegi á morgun verður lægðin komin norður fyrir land og má þá búast við suðvestan átt 15 til 25 m/s með skúrum eða éljum um landið sunnan- og vestanvert, en hvassast verður þá á annesjum norðantil. Annað kvöld dregur síðan ört úr vindi.Færð og aðstæður Nokkuð hefur snjóað um sunnanvert landið og er þar snjóþekja eða hálka á vegum, samkvæmt Vegagerðinni. Til að mynda er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum, og eins er hálka á Reykjanesbraut og snjóþekja á Suðurnesjum. Hálkublettir eru á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Verið er að hreinsa vegi á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem víða er snjóþekja og sumstaðar éljagangur. Þæfingsfærð er á Svínadal og eins á Mikladal en þungfært á Kleifaheiði. Vegir á Norðurlandi eru yfirleitt vel færir þótt sumstaðar sé nokkur hálka. Þó er varað við hvassviðri á Siglufjarðarvegi og Hólasandur er ófær. Hálka eða hálkublettir eru víða á Austurlandi. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát þar sem vatn flæðir yfir veg eða hefur grafið úr vegi eða vegköntum. Þetta á einkum við um Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarð. Það eru hálkublettir og snjóþekja á Suðausturlandi. Þá er Fjarðarheiði ófær vegna vatnaskemmda og sömuleiðis Vattarnesvegur í Reyðarfirði.
Veður Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira