Erlent

Átján flóttamenn drukknuðu á leiðinni frá Tyrklandi til Lesbos

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafi fyrr í mánuðinum.
Frá björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafi fyrr í mánuðinum. vísir/getty
Sex börn voru á meðal þeirra átján flóttamanna sem drukknuðu á Miðjarðarhafinu í dag þegar viðbát sem þau voru á hvolfdi. 21 var bjargað en fólkið var að reyna að komast frá Tyrklandi til grísku eyjunnar Lesbos.

Eins er enn saknað en kafarar voru kallaðir til þar sem talið var að einhverjir væru fastir inni í káetu bátsins.

Tveir aðrir bátar fórust á Miðjarðarhafinu í vikunni og drukknuðu þá að minnsta kosti 24 flóttamenn, að því er fram kemur á BBC.

Frá því var greint fyrr í vikunni að meira en milljón flóttamenn hafa komið til Evrópu á þessu ári, annað hvort landleiðina eða sjóleiðina. Þá er talið að tæplega 4000 manns hafi ekki náð áfangastað heldur dáið á leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×