Segir orð Bjarna líklega skýrast af vanstillingu sökum þreytu og álags sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. desember 2015 17:10 Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir gagnrýni Bjarna Benediktssonar í garð forseta Íslands ekki samræmast virðingu fjármálaráðherra. Líklega megi þó skrifa orð Bjarna á þreytu eftir erfitt tímabil á þingi. „Mér finnst þetta bara fyrir neðan virðingu fólks að standa í svo ódýrum skotum, satt best að segja. Ég veit ekki hvort það séu svo glæsilegar veislur á Bessastöðum og auðvitað á meðan við höldum úti forsetaembætti þá þrfum við bæði að borga forsetalaun og líka að standa í kostnaði sem hlýst af því að taka á móti gestum á Bessastöðum,“ sagði Stefanía í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Bjarni gagnrýndi á Twitter-síðu sinni í gær ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um fátækt og velti því upp hvort minnka ætti fjárframlög í veislur á vegum embættisins. Orð Bjarna hafa vakið þónokkra athygli, sem og gagnrýni, í dag. „Ég hefði nú látið þetta ógert ef ég væri hann vegna þess að mé finnst þetta ekki samræmast virðingu hans að standa í svona skeytasendingum. En væntanlega skrifast þetta bara á þann reikning að þetta hefur verið erfitt misseri og síðustu vikur á þingi erfiðar. Það mátti líka heyra ákveðinn pirring í svörum hans í viðtali í gær eða fyrradag þar sem hann var spurður út í hækkun bóta, þá var hann með smá útúrsnúning við fréttamanninn, sem er væntanlega vanstilling vegna þreytu og álags,“ sagði Stefanía. Viðtalið við hana má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir gagnrýni Bjarna Benediktssonar í garð forseta Íslands ekki samræmast virðingu fjármálaráðherra. Líklega megi þó skrifa orð Bjarna á þreytu eftir erfitt tímabil á þingi. „Mér finnst þetta bara fyrir neðan virðingu fólks að standa í svo ódýrum skotum, satt best að segja. Ég veit ekki hvort það séu svo glæsilegar veislur á Bessastöðum og auðvitað á meðan við höldum úti forsetaembætti þá þrfum við bæði að borga forsetalaun og líka að standa í kostnaði sem hlýst af því að taka á móti gestum á Bessastöðum,“ sagði Stefanía í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Bjarni gagnrýndi á Twitter-síðu sinni í gær ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um fátækt og velti því upp hvort minnka ætti fjárframlög í veislur á vegum embættisins. Orð Bjarna hafa vakið þónokkra athygli, sem og gagnrýni, í dag. „Ég hefði nú látið þetta ógert ef ég væri hann vegna þess að mé finnst þetta ekki samræmast virðingu hans að standa í svona skeytasendingum. En væntanlega skrifast þetta bara á þann reikning að þetta hefur verið erfitt misseri og síðustu vikur á þingi erfiðar. Það mátti líka heyra ákveðinn pirring í svörum hans í viðtali í gær eða fyrradag þar sem hann var spurður út í hækkun bóta, þá var hann með smá útúrsnúning við fréttamanninn, sem er væntanlega vanstilling vegna þreytu og álags,“ sagði Stefanía. Viðtalið við hana má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14
Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07