Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 26-20 | Öruggt hjá Valsmönnum Ingvi Þór Sæmundsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2015 16:00 Atli Már Báruson með skot að marki. vísir/ernir Valur tryggði sér í dag sæti í úrslitum deildarbikars HSÍ með öruggum sex marka sigri, 26-20, á Fram í íþróttahúsinu við Strandgötu. Valsmenn voru með undirtökin allan tímann en Fram náði aldrei að jafna metin né komast yfir í leiknum. Geir Guðmundsson var markahæstur í liði Vals með sjö mörk en hann og félagi hans á hægri vængnum, Sveinn Aron Sveinsson, drógu vagninn í Valssókninni og skoruðu 12 af 26 mörkum liðsins. Maður leiksins var hins vegar Sigurður Ingiberg Ólafsson sem varði 17 skot í Valsmarkinu, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Hjá Fram var fátt um fína drætti en liðið átti í stórkostlegum vandræðum með að skora úr uppstilltum sóknum í leiknum. Óðinn Þór Ríkharðsson, Sigurður Örn Þorsteinsson, Garðar B. Sigurjónsson og Stefán Baldvin Stefánsson voru markahæstir í liði Frammara með þrjú mörk hver. Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur, spiluðu sterka vörn og Sigurður Ingiberg, sem byrjaði í markinu, varði vel. Valur komst í 3-0 og 6-2 en fimm af sex fyrstu mörkum liðsins komu eftir hraðaupphlaup. Valsmenn náðu mest fimm marka forystu, 8-3, um miðjan fyrri hálfleik en þá tóku leikmenn Fram við sér í vörninni og Kristófer Fannar Guðmundsson fann sig betur í markinu. Valur skoraði aðeins þrjú mörk á síðustu 15 mínútum fyrri hálfleiks og Fram náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark. Sóknarleikur þeirra bláklæddu var reyndar slakur en liðið skoraði aðeins sex mörk úr uppstilltum sóknum í fyrri hálfleik og skotnýtingin var aðeins 41%. Valsmenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9, og allt útlit fyrir spennandi seinni hálfleik. Fram byrjaði hann ágætlega og Óðinn Þór minnkaði muninn í 12-11 þegar hann skoraði eftir hraðaupphlaup, en helmingur marka Frammara í leiknum kom eftir hraðar sóknir. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og gáfu aftur í. Þeir juku muninn jafnt og þétt og náðu mest átta marka forystu. Sóknarleikur Fram var vandræðalegur á löngum köflum, boltinn gekk ekkert út í hornin, ógnunin fyrir utan var lítil og mikið var um hnoð. Undir lokin skiptust liðin á mörkum en úrslitunum var ekki haggað. Lokatölur 26-20, Val í vil en liðið mætir annað hvort Haukum eða Aftureldingu í úrslitaleiknum á morgun.Geir: Er enn með samviskubit frá því í fyrra Geir Guðmundsson átti flottan leik þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Deildarbikars HSÍ með 26-20 sigri á Fram. Geir skoraði sjö mörk úr 10 skotum og var að vonum kátur eftir leikinn. Hann sagði Valsmenn hafa verið með góð tök á leiknum og unnið sannfærandi sigur. "Þetta var ekki auðvelt en mér fannst sigurinn aldrei vera í hættu. Þetta var fínt og aðeins þægilegra en ég bjóst við," sagði Geir en Valsmenn komust strax í 3-0 og leiddu allan leikinn. "Við byrjuðum af krafti og það var ekki aftur snúið." Geir sagði að það hafi ekki verið erfitt að koma sér í gang eftir jólin. "Neinei, ég iðaði alveg í skinninu að fara að spila handbolta. "Maður er bara búinn að vera í lyftingasalnum í jólafríinu og það er gaman að spila handbolta aftur," sagði Geir sem er staðráðinn í að vinna Deildarbikarinn en hann var ekki með þegar Valsmenn unnu þennan titil fyrir ári. "Ég hef aldrei unnið þennan titil og er enn með samviskubit frá því í fyrra. Það var ekki séns að ég færi að sleppa þessu núna," sagði Geir glaðbeittur að lokum.Guðlaugur: Fórum inn í skelina Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sagði að sínir menn hefðu farið illa að ráði sínu í sóknarleiknum gegn Val í undanúrslitum Deildarbikarsins í dag. "Mér fannst ekki vera dauft yfir okkur en við förum inn í skel þegar við klúðrum dauðafærum," sagði Guðlaugur eftir leik. "Mér fannst við standa vörnina ágætlega en við náðum kannski ekki að gíra okkur nægilega vel upp í leikinn. Valsmenn unnu þennan leik á vörninni hjá sér og hraðaupphlaupum." Uppstilltur sóknarleikur Fram gekk illa í dag en liðið var þó duglegt að keyra fram og skora úr hraðaupphlaupum en helmingur marka liðsins kom eftir hraðar sóknir. "Við náðum alltaf að saxa á forskotið þegar við kláruðum sóknirnar okkar vel og komust aftur í vörnina. "En um leið og við tókum slæm skot og fórum að klikka á dauðafærum var þetta erfitt," sagði Guðlaugur sem prófaði ýmsa nýja hluti í dag eins og að spila með tvo línumenn í sókninni. Hann sagði það hafa gengið ágætlega. "Það kom ágætlega út nokkrum sinnum en þetta er hlutur sem við þurfum að æfa betur. Svo voru nokkrir strákar sem fengu fleiri mínútur í dag en þeir hafa fengið í vetur," sagði Guðlaugur að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Valur tryggði sér í dag sæti í úrslitum deildarbikars HSÍ með öruggum sex marka sigri, 26-20, á Fram í íþróttahúsinu við Strandgötu. Valsmenn voru með undirtökin allan tímann en Fram náði aldrei að jafna metin né komast yfir í leiknum. Geir Guðmundsson var markahæstur í liði Vals með sjö mörk en hann og félagi hans á hægri vængnum, Sveinn Aron Sveinsson, drógu vagninn í Valssókninni og skoruðu 12 af 26 mörkum liðsins. Maður leiksins var hins vegar Sigurður Ingiberg Ólafsson sem varði 17 skot í Valsmarkinu, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Hjá Fram var fátt um fína drætti en liðið átti í stórkostlegum vandræðum með að skora úr uppstilltum sóknum í leiknum. Óðinn Þór Ríkharðsson, Sigurður Örn Þorsteinsson, Garðar B. Sigurjónsson og Stefán Baldvin Stefánsson voru markahæstir í liði Frammara með þrjú mörk hver. Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur, spiluðu sterka vörn og Sigurður Ingiberg, sem byrjaði í markinu, varði vel. Valur komst í 3-0 og 6-2 en fimm af sex fyrstu mörkum liðsins komu eftir hraðaupphlaup. Valsmenn náðu mest fimm marka forystu, 8-3, um miðjan fyrri hálfleik en þá tóku leikmenn Fram við sér í vörninni og Kristófer Fannar Guðmundsson fann sig betur í markinu. Valur skoraði aðeins þrjú mörk á síðustu 15 mínútum fyrri hálfleiks og Fram náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark. Sóknarleikur þeirra bláklæddu var reyndar slakur en liðið skoraði aðeins sex mörk úr uppstilltum sóknum í fyrri hálfleik og skotnýtingin var aðeins 41%. Valsmenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9, og allt útlit fyrir spennandi seinni hálfleik. Fram byrjaði hann ágætlega og Óðinn Þór minnkaði muninn í 12-11 þegar hann skoraði eftir hraðaupphlaup, en helmingur marka Frammara í leiknum kom eftir hraðar sóknir. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og gáfu aftur í. Þeir juku muninn jafnt og þétt og náðu mest átta marka forystu. Sóknarleikur Fram var vandræðalegur á löngum köflum, boltinn gekk ekkert út í hornin, ógnunin fyrir utan var lítil og mikið var um hnoð. Undir lokin skiptust liðin á mörkum en úrslitunum var ekki haggað. Lokatölur 26-20, Val í vil en liðið mætir annað hvort Haukum eða Aftureldingu í úrslitaleiknum á morgun.Geir: Er enn með samviskubit frá því í fyrra Geir Guðmundsson átti flottan leik þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Deildarbikars HSÍ með 26-20 sigri á Fram. Geir skoraði sjö mörk úr 10 skotum og var að vonum kátur eftir leikinn. Hann sagði Valsmenn hafa verið með góð tök á leiknum og unnið sannfærandi sigur. "Þetta var ekki auðvelt en mér fannst sigurinn aldrei vera í hættu. Þetta var fínt og aðeins þægilegra en ég bjóst við," sagði Geir en Valsmenn komust strax í 3-0 og leiddu allan leikinn. "Við byrjuðum af krafti og það var ekki aftur snúið." Geir sagði að það hafi ekki verið erfitt að koma sér í gang eftir jólin. "Neinei, ég iðaði alveg í skinninu að fara að spila handbolta. "Maður er bara búinn að vera í lyftingasalnum í jólafríinu og það er gaman að spila handbolta aftur," sagði Geir sem er staðráðinn í að vinna Deildarbikarinn en hann var ekki með þegar Valsmenn unnu þennan titil fyrir ári. "Ég hef aldrei unnið þennan titil og er enn með samviskubit frá því í fyrra. Það var ekki séns að ég færi að sleppa þessu núna," sagði Geir glaðbeittur að lokum.Guðlaugur: Fórum inn í skelina Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sagði að sínir menn hefðu farið illa að ráði sínu í sóknarleiknum gegn Val í undanúrslitum Deildarbikarsins í dag. "Mér fannst ekki vera dauft yfir okkur en við förum inn í skel þegar við klúðrum dauðafærum," sagði Guðlaugur eftir leik. "Mér fannst við standa vörnina ágætlega en við náðum kannski ekki að gíra okkur nægilega vel upp í leikinn. Valsmenn unnu þennan leik á vörninni hjá sér og hraðaupphlaupum." Uppstilltur sóknarleikur Fram gekk illa í dag en liðið var þó duglegt að keyra fram og skora úr hraðaupphlaupum en helmingur marka liðsins kom eftir hraðar sóknir. "Við náðum alltaf að saxa á forskotið þegar við kláruðum sóknirnar okkar vel og komust aftur í vörnina. "En um leið og við tókum slæm skot og fórum að klikka á dauðafærum var þetta erfitt," sagði Guðlaugur sem prófaði ýmsa nýja hluti í dag eins og að spila með tvo línumenn í sókninni. Hann sagði það hafa gengið ágætlega. "Það kom ágætlega út nokkrum sinnum en þetta er hlutur sem við þurfum að æfa betur. Svo voru nokkrir strákar sem fengu fleiri mínútur í dag en þeir hafa fengið í vetur," sagði Guðlaugur að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira