Blatter reyndi ítrekað að tengja sig við Nelson Mandela Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 11:00 Sepp Blatter og Nelson Mandela. Vísir/EPA Sepp Blatter, forseti FIFA, notaði athyglisverða aðferð til að verja sig á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA í dag en þar ræddi hann um átta ára bannið sem hann og Michel Platini voru dæmdir í fyrr í dag. Blatter reyndi aftur og aftur að tengja sig við Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, á þessum sögulega blaðamannfundi. Nelson Mandela er einn virtasti stjórnmálamaður heimssögunnar en hann lést í desember árið 2013. Blatter nefndi það í upphafi blaðamannafundarins að síðast þegar hann hélt blaðammafund í þessum sal hjá FIFA þá var hann þar með Nelson Mandela að kynna þau lönd sem sóttust eftir því að halda HM 2010. HM 2010 fór á endanum til Suður-Afríku og var þetta fyrsta heimsmeistaramótið sem var haldið í Afríku. „Herra Nelson Mandela var hérna með mér þennan dag og hann var þá að tala um manngæska," sagði Blatter í upphafi blaðamannafundarins. Blatter telur þessa herferð gegn sér vera mjög ósanngjarna því hann sé maður sem hafi aldrei tekið við pening sem hann hafi ekki unnið fyrir. „Það á að bera virðingu fyrir öllu fólki og ég segi það af því að slagorðið fyrir HM 2010 var mannúð og það var búið til af hinum mikla mannvini Herra Mandela," sagði Blatter. Sepp Blatter talaði líka um það að ef Bandaríkin hefðu fengið HM 2022 en ekki Katar þá stæði hann ekki í þessum sporum. Aftur kom Nelson Mandela við sögu þegar hann fór að tala um HM 2022. Blatter sagði þá frá samskiptum sínum við Nelson Mandela um það að nú þegar Afríka hafi fengið heimsmeistaramótið í fyrsta sinn þá ætti Arabíuheimurinn líka að fá að halda HM. Honum tókst því að koma því fram að hugmyndin að því að fara með HM til Arabíulands eins og Katar hafi upphaflega komið frá Mandela sjálfum. Blatter hafi því verið að fylgja ósk Herra Mandela en flestir eru á því að Katarmenn hafi keypt atkvæðin sín. FIFA Tengdar fréttir Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. 21. desember 2015 10:34 Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni | Myndir Sepp Blatter, forseti FIFA, var í morgun dæmdur í átta ára bann frá öllum málum tengdum knattspyrnu en sama bann fékk Michael Platni, forseti UEFA. 21. desember 2015 09:37 Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. 21. desember 2015 09:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, notaði athyglisverða aðferð til að verja sig á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA í dag en þar ræddi hann um átta ára bannið sem hann og Michel Platini voru dæmdir í fyrr í dag. Blatter reyndi aftur og aftur að tengja sig við Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, á þessum sögulega blaðamannfundi. Nelson Mandela er einn virtasti stjórnmálamaður heimssögunnar en hann lést í desember árið 2013. Blatter nefndi það í upphafi blaðamannafundarins að síðast þegar hann hélt blaðammafund í þessum sal hjá FIFA þá var hann þar með Nelson Mandela að kynna þau lönd sem sóttust eftir því að halda HM 2010. HM 2010 fór á endanum til Suður-Afríku og var þetta fyrsta heimsmeistaramótið sem var haldið í Afríku. „Herra Nelson Mandela var hérna með mér þennan dag og hann var þá að tala um manngæska," sagði Blatter í upphafi blaðamannafundarins. Blatter telur þessa herferð gegn sér vera mjög ósanngjarna því hann sé maður sem hafi aldrei tekið við pening sem hann hafi ekki unnið fyrir. „Það á að bera virðingu fyrir öllu fólki og ég segi það af því að slagorðið fyrir HM 2010 var mannúð og það var búið til af hinum mikla mannvini Herra Mandela," sagði Blatter. Sepp Blatter talaði líka um það að ef Bandaríkin hefðu fengið HM 2022 en ekki Katar þá stæði hann ekki í þessum sporum. Aftur kom Nelson Mandela við sögu þegar hann fór að tala um HM 2022. Blatter sagði þá frá samskiptum sínum við Nelson Mandela um það að nú þegar Afríka hafi fengið heimsmeistaramótið í fyrsta sinn þá ætti Arabíuheimurinn líka að fá að halda HM. Honum tókst því að koma því fram að hugmyndin að því að fara með HM til Arabíulands eins og Katar hafi upphaflega komið frá Mandela sjálfum. Blatter hafi því verið að fylgja ósk Herra Mandela en flestir eru á því að Katarmenn hafi keypt atkvæðin sín.
FIFA Tengdar fréttir Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. 21. desember 2015 10:34 Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni | Myndir Sepp Blatter, forseti FIFA, var í morgun dæmdur í átta ára bann frá öllum málum tengdum knattspyrnu en sama bann fékk Michael Platni, forseti UEFA. 21. desember 2015 09:37 Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. 21. desember 2015 09:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. 21. desember 2015 10:34
Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni | Myndir Sepp Blatter, forseti FIFA, var í morgun dæmdur í átta ára bann frá öllum málum tengdum knattspyrnu en sama bann fékk Michael Platni, forseti UEFA. 21. desember 2015 09:37
Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. 21. desember 2015 09:00