Blatter reyndi ítrekað að tengja sig við Nelson Mandela Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 11:00 Sepp Blatter og Nelson Mandela. Vísir/EPA Sepp Blatter, forseti FIFA, notaði athyglisverða aðferð til að verja sig á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA í dag en þar ræddi hann um átta ára bannið sem hann og Michel Platini voru dæmdir í fyrr í dag. Blatter reyndi aftur og aftur að tengja sig við Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, á þessum sögulega blaðamannfundi. Nelson Mandela er einn virtasti stjórnmálamaður heimssögunnar en hann lést í desember árið 2013. Blatter nefndi það í upphafi blaðamannafundarins að síðast þegar hann hélt blaðammafund í þessum sal hjá FIFA þá var hann þar með Nelson Mandela að kynna þau lönd sem sóttust eftir því að halda HM 2010. HM 2010 fór á endanum til Suður-Afríku og var þetta fyrsta heimsmeistaramótið sem var haldið í Afríku. „Herra Nelson Mandela var hérna með mér þennan dag og hann var þá að tala um manngæska," sagði Blatter í upphafi blaðamannafundarins. Blatter telur þessa herferð gegn sér vera mjög ósanngjarna því hann sé maður sem hafi aldrei tekið við pening sem hann hafi ekki unnið fyrir. „Það á að bera virðingu fyrir öllu fólki og ég segi það af því að slagorðið fyrir HM 2010 var mannúð og það var búið til af hinum mikla mannvini Herra Mandela," sagði Blatter. Sepp Blatter talaði líka um það að ef Bandaríkin hefðu fengið HM 2022 en ekki Katar þá stæði hann ekki í þessum sporum. Aftur kom Nelson Mandela við sögu þegar hann fór að tala um HM 2022. Blatter sagði þá frá samskiptum sínum við Nelson Mandela um það að nú þegar Afríka hafi fengið heimsmeistaramótið í fyrsta sinn þá ætti Arabíuheimurinn líka að fá að halda HM. Honum tókst því að koma því fram að hugmyndin að því að fara með HM til Arabíulands eins og Katar hafi upphaflega komið frá Mandela sjálfum. Blatter hafi því verið að fylgja ósk Herra Mandela en flestir eru á því að Katarmenn hafi keypt atkvæðin sín. FIFA Tengdar fréttir Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. 21. desember 2015 10:34 Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni | Myndir Sepp Blatter, forseti FIFA, var í morgun dæmdur í átta ára bann frá öllum málum tengdum knattspyrnu en sama bann fékk Michael Platni, forseti UEFA. 21. desember 2015 09:37 Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. 21. desember 2015 09:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, notaði athyglisverða aðferð til að verja sig á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA í dag en þar ræddi hann um átta ára bannið sem hann og Michel Platini voru dæmdir í fyrr í dag. Blatter reyndi aftur og aftur að tengja sig við Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, á þessum sögulega blaðamannfundi. Nelson Mandela er einn virtasti stjórnmálamaður heimssögunnar en hann lést í desember árið 2013. Blatter nefndi það í upphafi blaðamannafundarins að síðast þegar hann hélt blaðammafund í þessum sal hjá FIFA þá var hann þar með Nelson Mandela að kynna þau lönd sem sóttust eftir því að halda HM 2010. HM 2010 fór á endanum til Suður-Afríku og var þetta fyrsta heimsmeistaramótið sem var haldið í Afríku. „Herra Nelson Mandela var hérna með mér þennan dag og hann var þá að tala um manngæska," sagði Blatter í upphafi blaðamannafundarins. Blatter telur þessa herferð gegn sér vera mjög ósanngjarna því hann sé maður sem hafi aldrei tekið við pening sem hann hafi ekki unnið fyrir. „Það á að bera virðingu fyrir öllu fólki og ég segi það af því að slagorðið fyrir HM 2010 var mannúð og það var búið til af hinum mikla mannvini Herra Mandela," sagði Blatter. Sepp Blatter talaði líka um það að ef Bandaríkin hefðu fengið HM 2022 en ekki Katar þá stæði hann ekki í þessum sporum. Aftur kom Nelson Mandela við sögu þegar hann fór að tala um HM 2022. Blatter sagði þá frá samskiptum sínum við Nelson Mandela um það að nú þegar Afríka hafi fengið heimsmeistaramótið í fyrsta sinn þá ætti Arabíuheimurinn líka að fá að halda HM. Honum tókst því að koma því fram að hugmyndin að því að fara með HM til Arabíulands eins og Katar hafi upphaflega komið frá Mandela sjálfum. Blatter hafi því verið að fylgja ósk Herra Mandela en flestir eru á því að Katarmenn hafi keypt atkvæðin sín.
FIFA Tengdar fréttir Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. 21. desember 2015 10:34 Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni | Myndir Sepp Blatter, forseti FIFA, var í morgun dæmdur í átta ára bann frá öllum málum tengdum knattspyrnu en sama bann fékk Michael Platni, forseti UEFA. 21. desember 2015 09:37 Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. 21. desember 2015 09:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. 21. desember 2015 10:34
Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni | Myndir Sepp Blatter, forseti FIFA, var í morgun dæmdur í átta ára bann frá öllum málum tengdum knattspyrnu en sama bann fékk Michael Platni, forseti UEFA. 21. desember 2015 09:37
Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. 21. desember 2015 09:00