Jólatónleikar Hymnodiu í Akureyrarkirkju Magnús Guðmundsson skrifar 21. desember 2015 10:45 Hymnodia. Jólatónleikar Hymnodiu frá Akureyri fara fram í Akureyrarkirkju annað kvöld, þriðjudaginn 22. desember, en þeir hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir eru á milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Eins og venjulega fær Hymnodia góðan gest á tónleikana. Að þessu sinni er það tenórinn Jón Þorsteinsson sem syngur með kórnum. Söngferill Jóns er stórglæsilegur, en hann hefur staðið á óperusviði og í tónleikasölum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Við Ríkisóperuna í Amsterdam söng hann yfir 50 hlutverk. Jón starfar sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Í nóvember sl. kom út geisladiskur þar sem Jón og Eyþór Ingi, stjórnandi Hymnodiu, fluttu saman jóla- og áramótasálma. Hymnodia vill stuðla að nýsköpun en um leið virða venjur í efnisvali. Á tónleikunum verða tvö ný lög frumflutt, Börn Jarðar eftir þá Michael Jón Clarke og Hannes Sigurðsson og Jólaljóð eftir þau Gísla Jóhann Grétarsson og Steinunni P. Hafstað. Auk þess verða fluttir gamlir góðir jólasálmar, lög eftir Sigurð Flosason, ensk jólatónlist, verk eftir Hafliða Hallgrímsson og að sjálfsögðu flytur kórinn tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi mun leika á gamalt fótstigið orgel og önnur hljóðfæri.Miðaverð er 2000 kr. og er forsala hafin í Eymundsson, Hafnarstræti. Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Jólatónleikar Hymnodiu frá Akureyri fara fram í Akureyrarkirkju annað kvöld, þriðjudaginn 22. desember, en þeir hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir eru á milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Eins og venjulega fær Hymnodia góðan gest á tónleikana. Að þessu sinni er það tenórinn Jón Þorsteinsson sem syngur með kórnum. Söngferill Jóns er stórglæsilegur, en hann hefur staðið á óperusviði og í tónleikasölum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Við Ríkisóperuna í Amsterdam söng hann yfir 50 hlutverk. Jón starfar sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Í nóvember sl. kom út geisladiskur þar sem Jón og Eyþór Ingi, stjórnandi Hymnodiu, fluttu saman jóla- og áramótasálma. Hymnodia vill stuðla að nýsköpun en um leið virða venjur í efnisvali. Á tónleikunum verða tvö ný lög frumflutt, Börn Jarðar eftir þá Michael Jón Clarke og Hannes Sigurðsson og Jólaljóð eftir þau Gísla Jóhann Grétarsson og Steinunni P. Hafstað. Auk þess verða fluttir gamlir góðir jólasálmar, lög eftir Sigurð Flosason, ensk jólatónlist, verk eftir Hafliða Hallgrímsson og að sjálfsögðu flytur kórinn tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi mun leika á gamalt fótstigið orgel og önnur hljóðfæri.Miðaverð er 2000 kr. og er forsala hafin í Eymundsson, Hafnarstræti.
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira