Lögreglumaður vill lögbann á vændissíður Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. desember 2015 07:00 Mestu skiptir að ná til þeirra sem stunda vændi, segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/anton brink „Lögreglan vill auka eftirlit með vændi og vefsíðum sem auglýsa vændi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur haft samband við konur og karla sem hafa boðið sig til sölu á vefsíðum, veitt þeim ráðgjöf og kynnt þeim þau úrræði sem þeim standa til boða. Nýverið var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að tæplega hundrað konur sem segjast vera staðsettar á Íslandi eru skráðar á alþjóðlega vefsíðu fyrir fylgdarþjónustu. Á síðunni kemur fram að auðvelt sé að verða sér úti um fylgdarkonu í Reykjavík. Snorri segir síðurnar fleiri. „Við höfum reynt að ná til þeirra karla og kvenna sem hafa boðið sig til sölu á þessum síðum. Þótt margar konur séu skráðar á þessum síðum þá eru aðeins átta til tólf konur sem við vitum að eru virkar hverju sinni og einn karlmaður, síðurnar eru fleiri en ein. Varðandi það að ná til þeirra sem stunda vændi þá eiga málin ekki að snúast um hve marga kaupendur hægt er að kæra. Þessi mál eiga að snúast fyrst og fremst um að ná til þolenda og veita þeim aðstoð. Engin 12 ára stúlka eða strákur ákveður þegar staðið er fyrir framan spegil að vændi verði ævistarfið. Þetta eru í sumum tilfellum aðstæður sem hafa skapast fyrir þann sem selur sig vegna utanaðkomandi ógnar,“ segir hann. Snorri veltir því upp hvort ekki sé hægt að setja lögbann á síður sem auglýsa vændi. „Við höfum lokað síðum sem selja ólöglegt erlent niðurhal, getum við ekki líka lokað síðum sem auglýsa vændi og manneskjur til sölu? Ég velti því fyrir mér af hverju það hefur ekki verið sett fram lögbannskrafa á síður sem þessar, rétt eins og gert var með síðuna deildu.net.“ Snorri vísar í kröfu STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, um lögbann á síðuna deildu.net árið 2014. Krafan varð til þess að íslenskum fjarskiptafyrirtækjum var gert að loka á vefsíður vegna höfundarréttar. „Ég myndi vilja sjá lögbann verða að veruleika, það er komið ákveðið fordæmi í þessum efnum.“ Snorri segir dæmi um að þau sem bjóða þjónustu sína hér á landi í gegnum vefsíðurnar hafi viðurkennt að fá aðeins hluta ágóðans af sölu á kynlífi, þannig séu þau með stöðu þolenda mansals þótt þau hafi ekki óskað eftir aðstoð vegna þess. Lögreglan hafi rannsakað slík mál en ekki tekist að sanna mansal. Mansal í Vík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Lögreglan vill auka eftirlit með vændi og vefsíðum sem auglýsa vændi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur haft samband við konur og karla sem hafa boðið sig til sölu á vefsíðum, veitt þeim ráðgjöf og kynnt þeim þau úrræði sem þeim standa til boða. Nýverið var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að tæplega hundrað konur sem segjast vera staðsettar á Íslandi eru skráðar á alþjóðlega vefsíðu fyrir fylgdarþjónustu. Á síðunni kemur fram að auðvelt sé að verða sér úti um fylgdarkonu í Reykjavík. Snorri segir síðurnar fleiri. „Við höfum reynt að ná til þeirra karla og kvenna sem hafa boðið sig til sölu á þessum síðum. Þótt margar konur séu skráðar á þessum síðum þá eru aðeins átta til tólf konur sem við vitum að eru virkar hverju sinni og einn karlmaður, síðurnar eru fleiri en ein. Varðandi það að ná til þeirra sem stunda vændi þá eiga málin ekki að snúast um hve marga kaupendur hægt er að kæra. Þessi mál eiga að snúast fyrst og fremst um að ná til þolenda og veita þeim aðstoð. Engin 12 ára stúlka eða strákur ákveður þegar staðið er fyrir framan spegil að vændi verði ævistarfið. Þetta eru í sumum tilfellum aðstæður sem hafa skapast fyrir þann sem selur sig vegna utanaðkomandi ógnar,“ segir hann. Snorri veltir því upp hvort ekki sé hægt að setja lögbann á síður sem auglýsa vændi. „Við höfum lokað síðum sem selja ólöglegt erlent niðurhal, getum við ekki líka lokað síðum sem auglýsa vændi og manneskjur til sölu? Ég velti því fyrir mér af hverju það hefur ekki verið sett fram lögbannskrafa á síður sem þessar, rétt eins og gert var með síðuna deildu.net.“ Snorri vísar í kröfu STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, um lögbann á síðuna deildu.net árið 2014. Krafan varð til þess að íslenskum fjarskiptafyrirtækjum var gert að loka á vefsíður vegna höfundarréttar. „Ég myndi vilja sjá lögbann verða að veruleika, það er komið ákveðið fordæmi í þessum efnum.“ Snorri segir dæmi um að þau sem bjóða þjónustu sína hér á landi í gegnum vefsíðurnar hafi viðurkennt að fá aðeins hluta ágóðans af sölu á kynlífi, þannig séu þau með stöðu þolenda mansals þótt þau hafi ekki óskað eftir aðstoð vegna þess. Lögreglan hafi rannsakað slík mál en ekki tekist að sanna mansal.
Mansal í Vík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent