„Við erum farnir að sjá fyrir endann á verkefnum í bili,“ segir Bergmann sem gaf sér tíma til að ræða við fréttastofu. Menn yrðu áfram á vaktinni í dag og farnar reglulegar ferðir en skemmdir væru af ýmsum toga í bænum.
Þakplötur hefðu fokið af einu húsi og veggplötur af nokkrum til viðbótar. Þá væru tvö sjóhús, sem Vísir fjallaði um í morgun, afar illa farin en annað þeirra má sjá á myndbandi sem Hákon Selja birti á Facebook-síðu sinni í dag.
Áttu myndir eða myndbönd frá óveðrinu á Austfjörðum. Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.
Eskifjörður
Posted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on Wednesday, December 30, 2015
Bergmann segir veginn út úr bænum í átt að þjóðvegi 92 vera farinn í sundur og þar sem grannt fylgst með gangi mála. Mesta mildi þykir að enginn hafi slasast. Einn liðsmaður sveitarinnar hafi fengið byltu og brot á sig en sloppið með skrekkinn.
„Þetta fór eins vel mannalega séð og hægt er,“ segir Bergmann. Veðrið sem varað var við hafi staðið undir nafni.
„Ég hef aldrei upplifað annað eins.“
Esjar Már tók myndirnar að neðan á Eskifirði í morgun.
20 stiga hiti og sól..djók bara sma vindur
Posted by Esjar Már on Wednesday, December 30, 2015