Sviðin tollvernd Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Fram hefur komið í fréttum að innlendir kjötframleiðendur eru orðnir uppiskroppa með hina þjóðlegu framleiðslu sem svið sannarlegu eru. Er svo komið að nú á þorranum fá verslanakeðjur hér á landi ekki þessa rammíslensku vöru frá framleiðendum og því ófærar um að anna eftirspurn neytenda. Fram hefur komið að ein ástæða þessa er að framleiðendur eru farnir að herja á erlenda markaði með þessa vöru. Ástand þetta er enn ein áminning um á hvaða endastöð innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum eru komnar. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa allt frá stofnun barist fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum og auknu frelsi á þessu sviði bæði verslun og neytendum til hagsbóta. Í þessu skyni hafa samtökin m.a. leitað til umboðsmanns Alþingis, dómstóla og Eftirlitsstofnunar EFTA sem og vakið athygli opinberra aðila á þeim meingöllum sem uppi eru og þarfnast endurskoðunar. Að mati SVÞ er það fagnaðarefni að innlendir aðilar nái að söðla um á erlendum markaði með sína framleiðslu og skiptir engu hvort um er að ræða sviðakjamma eða aðra vöru. Hins vegar svíður það að slík framganga sé á kostnað innlendra neytenda og verslana og að innlend framleiðsla, sem styrkt er af skattfé og framleidd í fullkomnu skjóli tollverndar, standi ekki innlendum neytendum til boða. SVÞ ítreka að rök ríkisins fyrir viðvarandi tollvernd og innflutningstakmörkunum hafa ávallt verið að með þeirri framkvæmd sé verið að styðja við innlenda framleiðslu og tryggja framboð á þeim vörum til handa innlendum neytendum. Það kann því að skjóta skökku við að sú tollvernd sé farin að snúast upp í andhverfu sína á þá vegu að verndin sé til þess fallin að tryggja framleiðslu hér á landi fyrir erlenda neytendur. Með öðrum orðum er hin ríkisstyrkta framleiðsla í þágu erlendra matgæðinga. Í áralangri baráttu SVÞ fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum hafa samtökin löngu rekið sig á að núverandi tollvernd er meingölluð en nú kveður við annan tón, þ.e. að tollverndin er ekki eingöngu gölluð – hún er sviðin. SVÞ skora á landbúnaðarráðherra að taka tillit til gagnrýni samtakanna um ágalla á núverandi tollkvótakerfi. Skorað er á ráðherra að tryggja innlendri framleiðslu aukið aðhald með innflutningi á landbúnaðarvörum án þess að hann sé undirorpinn himinháum tollamúrum og óyfirstíganlegum innflutningshömlum. Síðast en ekki síst skora SVÞ á landbúnaðarráðherra að taka af skarið og tryggja íslenskum neytendum aukið vöruval á landbúnaðarvörum á lægra verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Fram hefur komið í fréttum að innlendir kjötframleiðendur eru orðnir uppiskroppa með hina þjóðlegu framleiðslu sem svið sannarlegu eru. Er svo komið að nú á þorranum fá verslanakeðjur hér á landi ekki þessa rammíslensku vöru frá framleiðendum og því ófærar um að anna eftirspurn neytenda. Fram hefur komið að ein ástæða þessa er að framleiðendur eru farnir að herja á erlenda markaði með þessa vöru. Ástand þetta er enn ein áminning um á hvaða endastöð innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum eru komnar. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa allt frá stofnun barist fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum og auknu frelsi á þessu sviði bæði verslun og neytendum til hagsbóta. Í þessu skyni hafa samtökin m.a. leitað til umboðsmanns Alþingis, dómstóla og Eftirlitsstofnunar EFTA sem og vakið athygli opinberra aðila á þeim meingöllum sem uppi eru og þarfnast endurskoðunar. Að mati SVÞ er það fagnaðarefni að innlendir aðilar nái að söðla um á erlendum markaði með sína framleiðslu og skiptir engu hvort um er að ræða sviðakjamma eða aðra vöru. Hins vegar svíður það að slík framganga sé á kostnað innlendra neytenda og verslana og að innlend framleiðsla, sem styrkt er af skattfé og framleidd í fullkomnu skjóli tollverndar, standi ekki innlendum neytendum til boða. SVÞ ítreka að rök ríkisins fyrir viðvarandi tollvernd og innflutningstakmörkunum hafa ávallt verið að með þeirri framkvæmd sé verið að styðja við innlenda framleiðslu og tryggja framboð á þeim vörum til handa innlendum neytendum. Það kann því að skjóta skökku við að sú tollvernd sé farin að snúast upp í andhverfu sína á þá vegu að verndin sé til þess fallin að tryggja framleiðslu hér á landi fyrir erlenda neytendur. Með öðrum orðum er hin ríkisstyrkta framleiðsla í þágu erlendra matgæðinga. Í áralangri baráttu SVÞ fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum hafa samtökin löngu rekið sig á að núverandi tollvernd er meingölluð en nú kveður við annan tón, þ.e. að tollverndin er ekki eingöngu gölluð – hún er sviðin. SVÞ skora á landbúnaðarráðherra að taka tillit til gagnrýni samtakanna um ágalla á núverandi tollkvótakerfi. Skorað er á ráðherra að tryggja innlendri framleiðslu aukið aðhald með innflutningi á landbúnaðarvörum án þess að hann sé undirorpinn himinháum tollamúrum og óyfirstíganlegum innflutningshömlum. Síðast en ekki síst skora SVÞ á landbúnaðarráðherra að taka af skarið og tryggja íslenskum neytendum aukið vöruval á landbúnaðarvörum á lægra verði.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun