Að vera réttum megin við núllið Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 3. febrúar 2015 10:00 „Það vita allir að þessi mikli uppsafnaði halli frá fyrri árum upp á 350 milljarða frá 2009-2013 hvílir á okkur. Það er langþráð markmið allra að loka fjárlagagatinu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/GVA „Þegar við lögðum fram frumvarpið hallalaust haustið 2013 var það mín tilfinning að þá myndaðist samstundis samstaða um það hjá öllum flokkum að verja það markmið og það kom engin tillaga fram á þinginu um aukin útgjöld án þess að þau væru þá fjármögnuð með einhverjum öðrum hugmyndum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um hvort frumvarp til laga um opinber fjármál, sem er nú í meðförum fjárlaganefndar Alþingis, hafi haft áhrif á fjárlagavinnu hans og ríkisstjórnarinnar hingað til. „Ég hugsaði mikið um það fyrirfram að jafnvel þó við hefðum lagt fram frumvarp með tveggja milljarða halla þá hefði verið miklu auðveldara að segja að fyrst við erum með halla þá skulum við reyna að gera betur á nokkrum sviðum og hallinn má þá alveg vera 9 milljarðar eða 15 milljarðar. En bara það að vera nokkuð hundruð milljónum réttum megin við núllið þá er það sálfræðilega mikill þröskuldur að fara yfir.“ Verði frumvarpið að lögum mun það gjörbreyta allri vinnu við fjárlög, styrkja aðkomu og eftirlitshlutverki þingsins, skýra ábyrgð ráðherra gagnvart undirstofnunum sínum, stórefla áætlanagerð við ákvarðanatöku og skylda framkvæmdarvaldið, ráðherra og ráðuneytin sem þeir stýra, til þess að uppfylla mjög skýr töluleg markmið í ríkisfjármálum. Þar að auki byggir frumvarpið á huglægum gildum um að fjármál ríkisins séu sjálfbær, jafnvægi sé milli tekna og gjalda, að þau stuðli að stöðugleika, festu og gagnsæi. Frumvarpið mun taka við af lögum um fjárreiður ríkisins og ná yfir öll opinber fjármál, líka fjármál sveitarfélaga, Enda fara 30 prósent af útgjöldum hins opinbera í gegnum sveitarfélögin með þeim verkefnum sem þau sinna í sínu nærsamfélagi.Opinber fjármál stillt saman Með þessu næst betri yfirsýn og dregið er úr áhættu og óvissu sem fylgir því þegar opinberir aðilar ganga ekki í takt, líkt og hefur löngum verið raunin hér á landi þar sem opinberum fjármálum hefur ekki verið beitt með nægilega markvissum hætti sem sveiflujafnandi hagstjórnartæki. „Við sáum það vel í aðdraganda hrunsins að það skorti á samræmingu í opinberum fjármálum. Seðlabankinn var að gera eitt, ríkið fylgdi ekki sömu línu og svo voru sveitarfélög á þriðju línunni. Þetta frumvarp á að ná utan um þennan vanda með því að stilla saman opinber fjármál,“ segir Bjarni aðspurður um kostina við væntanlegt frumvarp. Bjarni hefur fylgst með mótun og tilurð frumvarpsins bæði sem ráðherra og sem þingmaður, því vinna við frumvarpið hófst á síðasta kjörtímabili og hefur verið framhaldið af núverandi ríkisstjórn „Að við setjum okkur sameiginleg viðmið um hvert við viljum stefna í skuldahlutföllum og hvernig eigi að ná því fram, þótt við gerðum ekkert annað þá værum við að stíga mjög stór skref mínum huga.“Fjárlaganefnd veiti aðhald Verði frumvarpið að lögum skal heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil vera jákvæður auk þess sem heildarskuldir ríkisins verða að vera lægri en sem nemur 45 prósent af vergri landsframleiðslu. Þessar fjármálareglur frumvarpsins leitast þannig við að skapa víðtæka sátt um langtímamarkmið í opinberum fjármálum og auka festu frá einu kjörtímabili til annars Umsvif og umfang hins opinbera og þær fjárhagslegu ákvarðanir sem hið opinbera tekur hafa mikil áhrif á samfélagið allt. „Fjárlaganefndin hefur gert breytingar á sinni vinnu undanfarin ár, því of mikill tími hefur farið í minnstu málin og í gegnum árin hefur alltof mikill tími farið í einstök fjárlagaerindi sem berast frá einstaklingum og frjálsum félagasamtökum, þar sem öll nefndin situr til dæmis með áhugamanni um að gera upp gamlan bát en hefur á sama tíma haft takmarkaðar upplýsingar og takmarkaðan tíma til að fjalla um stóra samhengi hlutana og hvert við erum að stefna á einstökum stórum málefnasviðum. Það er mikilvægt að þingmenn séu í góðum tengslum við kjördæmin og grasrótina og framtakssama einstaklinga. En það verður að gæta að því að fjárlaganefnd rísi undir því að veita framkvæmdarvaldinu aðhald í stóru málunum á sama tíma.“ Ef frumvarpið verður að lögum mun það breyta aðkomu Alþingis að fjárlögum og færa umræðu um meginmarkmið og forgangsröðun fjármuna frá hausti fram á vor og beina sjónum þingsins fremur að stóru myndinni en einstökum fjárheimildum. En mun frumvarpið hafa áhrif á aðkomu minnihlutans? „Það er umbylting á aðkomu minnihlutans, í gegnum þingið, að áformum ríkisstjórnarinnar áður en hún kemur fram með fjárlagafrumvarpið. Því að vori er þá tekin umræða um hallalaus eða ekki hallalaus fjárlög næsta árs og hvaða breytingar á tekjuhliðinni er verið að stefna að og hvert horfir á einstökum útgjalda sviðum.“ Samkvæmt frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að sérstakt fjármálaráð, skipað þremur óháðum sérfræðingum, verði sett á laggirnar. Hlutverk þess er meðal annars að meta hvort áætlanir í ríkisfjármálum og peningamálum séu samstillt og taki mið af sömu upplýsingum svo réttur taktur náist í hagstjórninni.Erum heppin í augnablikinu „Það er þannig í þessu frumvarpi að það er háð góðu samkomulagi um að markmiðin og grunngildin séu virt. Ríkisstjórn sem setur fjármálaráð sem augljóslega mun aldrei hallmæla áætlun hennar verður lítið marktæk og mun fá þann dóm í allri umræðu, að sama skapi mun fjármálaráð sem er faglegt fá meiri athygli á þá einkunn sem það gefur ríkisfjármálaáætlunum og fjárlagafrumvarpi. En við munum aldrei komast hjá pólitískum átökum um það hvernig best sé að komast áfram og bæta lífskjörin, það eru einfaldlega inngrónar í pólitíkina átakalínur um það. Ríkisstjórn getur ein og óstudd grafið undan markmiðum með ráðinu, en hún getur líka lyft því upp og það sama gildir um framsetningu fjárlagafrumvarpsins og fylgiritsins, ef þingið dettur í það að setja alla athyglina á fylgiritið og hvernig einstaka fjárheimildum er skipt þá töpum við tilganginum með þessu frumvarpi.“ Hlutverk stjórnmálafólks er að forgangsraða opinberum fjármunum milli allra þeirra sem krefjast hlutdeildar úr sameiginlegum sjóðum sem eru fjármagnaðir með skattfé. Aðspurður hvort núverandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar, eins og skuldaleiðréttingin, séu í samræmi við breytta hugsun og töluleg markmið sem fram koma í ósamþykktu frumvarpinu segir Bjarni: „Já við erum það heppin í augnablikinu út af landsframleiðslunni að skuldahlutföllin eru að lagast. En það er rétt að það má deila um hvað er varfærið og hægt að hafa ólíkar skoðanir á því. En í augnablikinu, vegna þess að ríkisfjármálin eru í jafnvægi og við erum ekki að missa útgjöldin langt umfram það sem áætlað var og útgjaldavöxturinn frá ári til árs er hóflegur og tekjustofnar eru að vaxa, þá væri ekki vandamál fyrir okkur að lifa með þessum nýju stífu reglum.“ Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
„Þegar við lögðum fram frumvarpið hallalaust haustið 2013 var það mín tilfinning að þá myndaðist samstundis samstaða um það hjá öllum flokkum að verja það markmið og það kom engin tillaga fram á þinginu um aukin útgjöld án þess að þau væru þá fjármögnuð með einhverjum öðrum hugmyndum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um hvort frumvarp til laga um opinber fjármál, sem er nú í meðförum fjárlaganefndar Alþingis, hafi haft áhrif á fjárlagavinnu hans og ríkisstjórnarinnar hingað til. „Ég hugsaði mikið um það fyrirfram að jafnvel þó við hefðum lagt fram frumvarp með tveggja milljarða halla þá hefði verið miklu auðveldara að segja að fyrst við erum með halla þá skulum við reyna að gera betur á nokkrum sviðum og hallinn má þá alveg vera 9 milljarðar eða 15 milljarðar. En bara það að vera nokkuð hundruð milljónum réttum megin við núllið þá er það sálfræðilega mikill þröskuldur að fara yfir.“ Verði frumvarpið að lögum mun það gjörbreyta allri vinnu við fjárlög, styrkja aðkomu og eftirlitshlutverki þingsins, skýra ábyrgð ráðherra gagnvart undirstofnunum sínum, stórefla áætlanagerð við ákvarðanatöku og skylda framkvæmdarvaldið, ráðherra og ráðuneytin sem þeir stýra, til þess að uppfylla mjög skýr töluleg markmið í ríkisfjármálum. Þar að auki byggir frumvarpið á huglægum gildum um að fjármál ríkisins séu sjálfbær, jafnvægi sé milli tekna og gjalda, að þau stuðli að stöðugleika, festu og gagnsæi. Frumvarpið mun taka við af lögum um fjárreiður ríkisins og ná yfir öll opinber fjármál, líka fjármál sveitarfélaga, Enda fara 30 prósent af útgjöldum hins opinbera í gegnum sveitarfélögin með þeim verkefnum sem þau sinna í sínu nærsamfélagi.Opinber fjármál stillt saman Með þessu næst betri yfirsýn og dregið er úr áhættu og óvissu sem fylgir því þegar opinberir aðilar ganga ekki í takt, líkt og hefur löngum verið raunin hér á landi þar sem opinberum fjármálum hefur ekki verið beitt með nægilega markvissum hætti sem sveiflujafnandi hagstjórnartæki. „Við sáum það vel í aðdraganda hrunsins að það skorti á samræmingu í opinberum fjármálum. Seðlabankinn var að gera eitt, ríkið fylgdi ekki sömu línu og svo voru sveitarfélög á þriðju línunni. Þetta frumvarp á að ná utan um þennan vanda með því að stilla saman opinber fjármál,“ segir Bjarni aðspurður um kostina við væntanlegt frumvarp. Bjarni hefur fylgst með mótun og tilurð frumvarpsins bæði sem ráðherra og sem þingmaður, því vinna við frumvarpið hófst á síðasta kjörtímabili og hefur verið framhaldið af núverandi ríkisstjórn „Að við setjum okkur sameiginleg viðmið um hvert við viljum stefna í skuldahlutföllum og hvernig eigi að ná því fram, þótt við gerðum ekkert annað þá værum við að stíga mjög stór skref mínum huga.“Fjárlaganefnd veiti aðhald Verði frumvarpið að lögum skal heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil vera jákvæður auk þess sem heildarskuldir ríkisins verða að vera lægri en sem nemur 45 prósent af vergri landsframleiðslu. Þessar fjármálareglur frumvarpsins leitast þannig við að skapa víðtæka sátt um langtímamarkmið í opinberum fjármálum og auka festu frá einu kjörtímabili til annars Umsvif og umfang hins opinbera og þær fjárhagslegu ákvarðanir sem hið opinbera tekur hafa mikil áhrif á samfélagið allt. „Fjárlaganefndin hefur gert breytingar á sinni vinnu undanfarin ár, því of mikill tími hefur farið í minnstu málin og í gegnum árin hefur alltof mikill tími farið í einstök fjárlagaerindi sem berast frá einstaklingum og frjálsum félagasamtökum, þar sem öll nefndin situr til dæmis með áhugamanni um að gera upp gamlan bát en hefur á sama tíma haft takmarkaðar upplýsingar og takmarkaðan tíma til að fjalla um stóra samhengi hlutana og hvert við erum að stefna á einstökum stórum málefnasviðum. Það er mikilvægt að þingmenn séu í góðum tengslum við kjördæmin og grasrótina og framtakssama einstaklinga. En það verður að gæta að því að fjárlaganefnd rísi undir því að veita framkvæmdarvaldinu aðhald í stóru málunum á sama tíma.“ Ef frumvarpið verður að lögum mun það breyta aðkomu Alþingis að fjárlögum og færa umræðu um meginmarkmið og forgangsröðun fjármuna frá hausti fram á vor og beina sjónum þingsins fremur að stóru myndinni en einstökum fjárheimildum. En mun frumvarpið hafa áhrif á aðkomu minnihlutans? „Það er umbylting á aðkomu minnihlutans, í gegnum þingið, að áformum ríkisstjórnarinnar áður en hún kemur fram með fjárlagafrumvarpið. Því að vori er þá tekin umræða um hallalaus eða ekki hallalaus fjárlög næsta árs og hvaða breytingar á tekjuhliðinni er verið að stefna að og hvert horfir á einstökum útgjalda sviðum.“ Samkvæmt frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að sérstakt fjármálaráð, skipað þremur óháðum sérfræðingum, verði sett á laggirnar. Hlutverk þess er meðal annars að meta hvort áætlanir í ríkisfjármálum og peningamálum séu samstillt og taki mið af sömu upplýsingum svo réttur taktur náist í hagstjórninni.Erum heppin í augnablikinu „Það er þannig í þessu frumvarpi að það er háð góðu samkomulagi um að markmiðin og grunngildin séu virt. Ríkisstjórn sem setur fjármálaráð sem augljóslega mun aldrei hallmæla áætlun hennar verður lítið marktæk og mun fá þann dóm í allri umræðu, að sama skapi mun fjármálaráð sem er faglegt fá meiri athygli á þá einkunn sem það gefur ríkisfjármálaáætlunum og fjárlagafrumvarpi. En við munum aldrei komast hjá pólitískum átökum um það hvernig best sé að komast áfram og bæta lífskjörin, það eru einfaldlega inngrónar í pólitíkina átakalínur um það. Ríkisstjórn getur ein og óstudd grafið undan markmiðum með ráðinu, en hún getur líka lyft því upp og það sama gildir um framsetningu fjárlagafrumvarpsins og fylgiritsins, ef þingið dettur í það að setja alla athyglina á fylgiritið og hvernig einstaka fjárheimildum er skipt þá töpum við tilganginum með þessu frumvarpi.“ Hlutverk stjórnmálafólks er að forgangsraða opinberum fjármunum milli allra þeirra sem krefjast hlutdeildar úr sameiginlegum sjóðum sem eru fjármagnaðir með skattfé. Aðspurður hvort núverandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar, eins og skuldaleiðréttingin, séu í samræmi við breytta hugsun og töluleg markmið sem fram koma í ósamþykktu frumvarpinu segir Bjarni: „Já við erum það heppin í augnablikinu út af landsframleiðslunni að skuldahlutföllin eru að lagast. En það er rétt að það má deila um hvað er varfærið og hægt að hafa ólíkar skoðanir á því. En í augnablikinu, vegna þess að ríkisfjármálin eru í jafnvægi og við erum ekki að missa útgjöldin langt umfram það sem áætlað var og útgjaldavöxturinn frá ári til árs er hóflegur og tekjustofnar eru að vaxa, þá væri ekki vandamál fyrir okkur að lifa með þessum nýju stífu reglum.“
Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira