„Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. febrúar 2025 23:28 Inga Sæland vandaði Morgunblaðinu ekki kveðjurnar í ræðu sinni á landsfundi í dag. Vísir/Stöð 2 Inga Sæland sagði í ræðu sinni á landsfundi Flokks fólksins að Morgunblaðið, sem hún kallaði málgagn auðmanna, hefði hamast á flokknum og sakað hann um þjófnað, óheiðarleika og vísvitandi blekkingar í tengslum við styrkjamálið svokallaða. „Nú erum við orðin stjórnmálaflokkur ekki satt? Erum við ekki orðin stjórnmálaflokkur? Hefur einhvern tímann einhver efast um að Flokkur fólksins væri stjórnmálaflokkur?“ Þetta var á meðal þess sem Inga sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag, þar sem voru um 90 fundarmenn. Inga var sjálfkjörinn formaður áfram og Guðmundur Ingi Kristinsson sjálfkjörinn varaformaður. Málgagn auðmanna hafi hamast á flokknum Á fundinum var samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum í kjölfar styrkjamálsins svokallaða. Þar sagði Inga einnig að nú þegar flokkurinn væri í ríkisstjórn og í meirihluta í Reykjavík yrði ráðist í mikla húsnæðisuppbyggingu. „Við erum að fara að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í Úlfarsárdal,“ sagði Inga undir miklum lófadyn. Þá sagði hún að ráðist hafi verið í hernað gegn flokki hennar að loknum kosningum, sem háður hafi verið á síðum Morgunblaðsins. „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur með útúrsnúningum og hálfsannleik. Flokkurinn hefur verið sakaður um þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar. Sjálfstæðisflokkurinn og þrír aðrir flokkar sem voru mislengi að átta sig á skráningarmálum sínum hafa aftur á móti látnir í friði af málgagninu,“ sagði Inga í ræðustól. Látin líta út eins og tugthúslimir Inga ítrekaði skoðun sína í viðtali við fréttastofu að frá Morgunblaðinu hafi komið óhróður og illmælgi í garð flokksins. Hún væri þó sammála því að fjölmiðlar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Og ef að ráðamenn þjóðarinnar eiga það skilið þá á virkilega að láta kné fylgja kviði hvað það varðar og treysta okkur í að svara hlutunum rétt og satt,“ sagði Inga um fjölmiðla. „En þegar er farið að dylgja um alls konar og jafnvel að þjófkenna mann og láta mann líta út fyrir að vera búinn að brjóta almenn hegningarlög og vera hálfgerðan tugthúslim, nei þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði hún svo. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
„Nú erum við orðin stjórnmálaflokkur ekki satt? Erum við ekki orðin stjórnmálaflokkur? Hefur einhvern tímann einhver efast um að Flokkur fólksins væri stjórnmálaflokkur?“ Þetta var á meðal þess sem Inga sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag, þar sem voru um 90 fundarmenn. Inga var sjálfkjörinn formaður áfram og Guðmundur Ingi Kristinsson sjálfkjörinn varaformaður. Málgagn auðmanna hafi hamast á flokknum Á fundinum var samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum í kjölfar styrkjamálsins svokallaða. Þar sagði Inga einnig að nú þegar flokkurinn væri í ríkisstjórn og í meirihluta í Reykjavík yrði ráðist í mikla húsnæðisuppbyggingu. „Við erum að fara að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í Úlfarsárdal,“ sagði Inga undir miklum lófadyn. Þá sagði hún að ráðist hafi verið í hernað gegn flokki hennar að loknum kosningum, sem háður hafi verið á síðum Morgunblaðsins. „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur með útúrsnúningum og hálfsannleik. Flokkurinn hefur verið sakaður um þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar. Sjálfstæðisflokkurinn og þrír aðrir flokkar sem voru mislengi að átta sig á skráningarmálum sínum hafa aftur á móti látnir í friði af málgagninu,“ sagði Inga í ræðustól. Látin líta út eins og tugthúslimir Inga ítrekaði skoðun sína í viðtali við fréttastofu að frá Morgunblaðinu hafi komið óhróður og illmælgi í garð flokksins. Hún væri þó sammála því að fjölmiðlar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Og ef að ráðamenn þjóðarinnar eiga það skilið þá á virkilega að láta kné fylgja kviði hvað það varðar og treysta okkur í að svara hlutunum rétt og satt,“ sagði Inga um fjölmiðla. „En þegar er farið að dylgja um alls konar og jafnvel að þjófkenna mann og láta mann líta út fyrir að vera búinn að brjóta almenn hegningarlög og vera hálfgerðan tugthúslim, nei þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði hún svo.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira