Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2025 13:04 Ingveldur Líf (til hægri) og Luna við upptökur á laginu þeirra, sem þær munu flytja á stóra sviðinu í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðsend Tíu ára stelpa frá Vík í Mýrdal tekur þátt í úrslitakeppni barna í Eurovision, sem fer fram í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í Danska ríkissjónvarpinu. Stelpan ásamt danskri vinkonu sinni sömdu bæði lag og texta lagsins, sem þær flytja í átta manna úrslitum keppninnar en alls tóku um 750 börn þátt í undankeppninni. Hér erum við að tala um Ingveldi Líf Þorbergsdóttur frá Vík í Mýrdal og vinkonu hennar hana Lunu, sem er dönsk, sem taka þátt í söngvakeppninni í kvöld í beinni útsendingu hjá Danska sjónvarpinu. Ingveldur Líf og fjölskylda hennar hafa búið í Danmörku síðustu ár en fjölskylda hennar er meðal annars frá Vík og eru afi og amma hennar að sjálfsögðu mætt í Danmörku til að fylgjast með barnabarninu á stóra sviðinu í keppni kvöldsins en afinn er Sigurgeir Már Jensson læknir í Vík og amman er Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni í Vík. Föðurfjölskylda Ingveldar, sem er frá Vík í Mýrdal.Aðsend Svanlaug Árnadóttir, mamma Ingveldar segir mikla spennu fyrir kvöldinu en búið er að selja um 10 þúsund miða á keppnina, sem fer fram í stórri íþróttahöll í Henning. En hvað getur hún sagt okkur um, Ingveldi Líf 10 ára, hvernig stelpa er hún? „Hún hefur alveg síðan hún var lítil verið syngjandi og dansandi og alltaf svona opin og óhrædd að taka þátt í einhverju svona og koma fram. Svo hefur hún tekið þátt í allskonar leiksýningum, sem hafa verið í Óðinsvéum,” segir Svanlaug. Stelpurnar þegar þær voru í loka áheyrnarprufunum hjá DR í Danmörku. Ingveldur er sú til hægri.Aðsend Svanlaug segir að hún og pabbi hennar, Þorbergur Atli séu mjög stolt af stelpunni sinni og hlakki mikið til að sjá hana á sviðinu í kvöld en þau eiga önnur fjögur börn. „Jú, við erum alveg ofsalega stolt og þetta er svo spennandi og skemmtilegt að sjá hana blómstra í þessu og við getum ekki beðið eftir að sjá hana í kvöld, það verður bara þvílík upplifun.” Öll lögin í kvöld eru frumsamin af krökkunum, bæði lag og texti. „Lagið þeirra heitir „Ud med regler”, sem þýðir út með reglur og þetta er svolítið eins og lagið um allt sem má ekki, þetta íslenska lag,” segir Svanlaug og bæti við í lokin. „Ég bara vona að sem flestir fylgist með því þetta verður rosalega gaman og senda okkur góða strauma, höldum með okkar stelpu.” Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu klukkan átta í kvöld á íslenskum tíma í Danska ríkissjónvarpinu DK fyrir þá sem hafa aðgang á þeirri stöð. Íslenska fjölskyldan, sem býr í Danmörku með börnunum sínum fimm. Hér eru foreldrarnir,Svanlaug Árnadóttir, Þorbergur Atli Sigurgeirsson og börnin Brynjólfur Már og Skarphéðinn Árni. Í neðri röðinni frá vinstri eru þau Ásgerður Margrét, Theódór Helgi og Ingveldur Líf.Aðsend Mýrdalshreppur Danmörk Eurovision Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Hér erum við að tala um Ingveldi Líf Þorbergsdóttur frá Vík í Mýrdal og vinkonu hennar hana Lunu, sem er dönsk, sem taka þátt í söngvakeppninni í kvöld í beinni útsendingu hjá Danska sjónvarpinu. Ingveldur Líf og fjölskylda hennar hafa búið í Danmörku síðustu ár en fjölskylda hennar er meðal annars frá Vík og eru afi og amma hennar að sjálfsögðu mætt í Danmörku til að fylgjast með barnabarninu á stóra sviðinu í keppni kvöldsins en afinn er Sigurgeir Már Jensson læknir í Vík og amman er Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni í Vík. Föðurfjölskylda Ingveldar, sem er frá Vík í Mýrdal.Aðsend Svanlaug Árnadóttir, mamma Ingveldar segir mikla spennu fyrir kvöldinu en búið er að selja um 10 þúsund miða á keppnina, sem fer fram í stórri íþróttahöll í Henning. En hvað getur hún sagt okkur um, Ingveldi Líf 10 ára, hvernig stelpa er hún? „Hún hefur alveg síðan hún var lítil verið syngjandi og dansandi og alltaf svona opin og óhrædd að taka þátt í einhverju svona og koma fram. Svo hefur hún tekið þátt í allskonar leiksýningum, sem hafa verið í Óðinsvéum,” segir Svanlaug. Stelpurnar þegar þær voru í loka áheyrnarprufunum hjá DR í Danmörku. Ingveldur er sú til hægri.Aðsend Svanlaug segir að hún og pabbi hennar, Þorbergur Atli séu mjög stolt af stelpunni sinni og hlakki mikið til að sjá hana á sviðinu í kvöld en þau eiga önnur fjögur börn. „Jú, við erum alveg ofsalega stolt og þetta er svo spennandi og skemmtilegt að sjá hana blómstra í þessu og við getum ekki beðið eftir að sjá hana í kvöld, það verður bara þvílík upplifun.” Öll lögin í kvöld eru frumsamin af krökkunum, bæði lag og texti. „Lagið þeirra heitir „Ud med regler”, sem þýðir út með reglur og þetta er svolítið eins og lagið um allt sem má ekki, þetta íslenska lag,” segir Svanlaug og bæti við í lokin. „Ég bara vona að sem flestir fylgist með því þetta verður rosalega gaman og senda okkur góða strauma, höldum með okkar stelpu.” Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu klukkan átta í kvöld á íslenskum tíma í Danska ríkissjónvarpinu DK fyrir þá sem hafa aðgang á þeirri stöð. Íslenska fjölskyldan, sem býr í Danmörku með börnunum sínum fimm. Hér eru foreldrarnir,Svanlaug Árnadóttir, Þorbergur Atli Sigurgeirsson og börnin Brynjólfur Már og Skarphéðinn Árni. Í neðri röðinni frá vinstri eru þau Ásgerður Margrét, Theódór Helgi og Ingveldur Líf.Aðsend
Mýrdalshreppur Danmörk Eurovision Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira