Glötuð tækifæri – framtíðin hverfur úr landi Skjóðan skrifar 4. febrúar 2015 11:30 Þriðja stærsta fyrirtæki landsins er á förum. Promens, alþjóðlegt fyrirtæki í plastiðnaði sem á rætur að rekja til Sæplasts á Dalvík, neyðist til að flytja frá Íslandi til að geta áfram keppt á alþjóðlegum markaði. Promens er ekki einsdæmi. Fleiri alþjóðleg fyrirtæki eiga í vaxandi erfiðleikum með að keppa á alþjóðamörkuðum úr höftum á Íslandi. Úr þessum hópi má nefna CCP, Marel og Össur, fyrir utan öll sprotafyrirtækin sem ekki komast á legg og hin, sem neyðast til að selja sig til útlanda til að dafna. Seðlabankinn hefur að einhverju marki veitt þessum alþjóðlegu fyrirtækjum undanþágur frá hinum ströngu gjaldeyrishöftum en það dugar ekki til. Fjárfestar forðast fyrirtæki innan haftamúra. Kornið sem fyllti mælinn hjá Promens var synjun á undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja nokkra tugi milljóna evra úr landi til fjárfestingar í vexti fyrirtækisins. Forsætisráðherra gerir lítið úr þessari ástæðu og heldur því fram að Promens hefði rétt eins getað tekið lán erlendis eins og að flytja fjármuni héðan. Þetta er skætingur hjá ráðherranum. Eitt meginverkefni hans og ríkisstjórnarinnar allrar er að aflétta gjaldeyrishöftunum en ekki réttlæta þau eða gera lítið úr. Til þess að aflétta gjaldeyrishöftum þarf að ganga frá þrotabúum gömlu bankanna. Heppilegast er að það gerist með samningum við fulltrúa kröfuhafa en slitastjórnirnar virðast ekki á þeim buxunum að ljúka slitum. Þær eru með viðskiptaáætlun fram til ársins 2019 sem bendir til þess að þær ætli sér að sitja við glóðirnar og skara eld að eigin köku í alla vega 11 ár frá hruni. Á meðan tapar þjóðarbúið milljarðatugum vegna þeirrar fjárfestingar, sem ekki verður, og hinnar, sem hverfur úr landi, vegna þess að gjaldeyrishöftin fella Ísland úr leik. Það er langsótt að raunverulegir erlendir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka eins og fregnir berast reglulega um frá slitastjórn Glitnis. Því má ekki dragast að grípa til þeirra aðgerða sem þarft til að aflétta höftunum. Það þarf að gera upp slitabúin. Það þarf að tryggja að mögulegt fall krónunnar setji hagkerfið ekki á hliðina með stökkbreytingu á verðtryggðum lánum fyrirtækja og heimila, sem ekki þola annað áfall á borð við það sem varð árið 2008. Lykilatriði við afnám hafta er jafnframt að stjórnvöld verði búin að marka stöðugleikastefnu í efnahags- og peningamálum til framtíðar. Stöðugleiki í peningamálum verður aldrei tryggður með krónunni eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar reyna þó að telja sjálfum sér og öðrum trú um. SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þriðja stærsta fyrirtæki landsins er á förum. Promens, alþjóðlegt fyrirtæki í plastiðnaði sem á rætur að rekja til Sæplasts á Dalvík, neyðist til að flytja frá Íslandi til að geta áfram keppt á alþjóðlegum markaði. Promens er ekki einsdæmi. Fleiri alþjóðleg fyrirtæki eiga í vaxandi erfiðleikum með að keppa á alþjóðamörkuðum úr höftum á Íslandi. Úr þessum hópi má nefna CCP, Marel og Össur, fyrir utan öll sprotafyrirtækin sem ekki komast á legg og hin, sem neyðast til að selja sig til útlanda til að dafna. Seðlabankinn hefur að einhverju marki veitt þessum alþjóðlegu fyrirtækjum undanþágur frá hinum ströngu gjaldeyrishöftum en það dugar ekki til. Fjárfestar forðast fyrirtæki innan haftamúra. Kornið sem fyllti mælinn hjá Promens var synjun á undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja nokkra tugi milljóna evra úr landi til fjárfestingar í vexti fyrirtækisins. Forsætisráðherra gerir lítið úr þessari ástæðu og heldur því fram að Promens hefði rétt eins getað tekið lán erlendis eins og að flytja fjármuni héðan. Þetta er skætingur hjá ráðherranum. Eitt meginverkefni hans og ríkisstjórnarinnar allrar er að aflétta gjaldeyrishöftunum en ekki réttlæta þau eða gera lítið úr. Til þess að aflétta gjaldeyrishöftum þarf að ganga frá þrotabúum gömlu bankanna. Heppilegast er að það gerist með samningum við fulltrúa kröfuhafa en slitastjórnirnar virðast ekki á þeim buxunum að ljúka slitum. Þær eru með viðskiptaáætlun fram til ársins 2019 sem bendir til þess að þær ætli sér að sitja við glóðirnar og skara eld að eigin köku í alla vega 11 ár frá hruni. Á meðan tapar þjóðarbúið milljarðatugum vegna þeirrar fjárfestingar, sem ekki verður, og hinnar, sem hverfur úr landi, vegna þess að gjaldeyrishöftin fella Ísland úr leik. Það er langsótt að raunverulegir erlendir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka eins og fregnir berast reglulega um frá slitastjórn Glitnis. Því má ekki dragast að grípa til þeirra aðgerða sem þarft til að aflétta höftunum. Það þarf að gera upp slitabúin. Það þarf að tryggja að mögulegt fall krónunnar setji hagkerfið ekki á hliðina með stökkbreytingu á verðtryggðum lánum fyrirtækja og heimila, sem ekki þola annað áfall á borð við það sem varð árið 2008. Lykilatriði við afnám hafta er jafnframt að stjórnvöld verði búin að marka stöðugleikastefnu í efnahags- og peningamálum til framtíðar. Stöðugleiki í peningamálum verður aldrei tryggður með krónunni eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar reyna þó að telja sjálfum sér og öðrum trú um. SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira