Aukin stuðningur við börn Skúli Helgason skrifar 11. febrúar 2015 12:00 Meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur ráðist í aðgerðir til að auka stuðning við börn í svokölluðum fjölþættum vanda, en undir hann flokkast alvarlegur geðrænn vandi, hegðunarvandi og vímuefnavandi. Skólastjórar hafa áætlað að í grunnskólum borgarinnar sem telja nærri fjórtán þúsund nemendur glími á þriðja hundruð barna við fjölþættan vanda, sem skólar eiga erfitt með að leysa. Þar af hefur verið áætlað að 30-40 ungmenni séu í vímuefnavanda. Skólar og starfsfólk sérfræðiþjónustu borgarinnar hafa um árabil veitt foreldrum og fagfólki í skólum ráðgjöf vegna hegðunarerfiðleika og annars fjölþætts vanda og í fyrra var fjölgað ráðgjöfum við Brúarskóla sem sérhæfir sig í þjónustu við umrædda nemendur og starfa þeir með grunnskólum í borginni við að leysa úr málum einstakra nemenda. Aðgerðir meirihlutans nú fela í sér að sett verður á fót sérstakt viðbragðsteymi sem mun aðstoða skóla við að leysa úr einstökum málum og velja viðeigandi úrræði. Teymið mun líka hafa viðtækt umboð til að móta og þróa ný úrræði til að mæta vanda umræddra barna og mun sú vinna fara fram í nánu samstarfi við skólastjórnendur, foreldra og fagfólk undir stjórn ráðgjafasviðs Brúarskóla. Þeirri vinnu á að vera lokið fyrir 1. maí næstkomandi. Teymið mun leita samstarfs við Barnaverndarstofu sem hefur m.a. boðið foreldrum úrræði á borð við PMTO Foreldrafærni og svonefnda Fjölkerfameðferð (MST) en tekist hefur að draga verulega úr vímuefnanotkun, afbrotum og ofbeldishegðun þeirra 12-18 ára ungmenna sem fengið hafa þá meðferð. Það er skylda okkar að bæta þjónustu við börn í fjölþættum vanda en jafnframt er mikilvægt að styrkja forvarnarstarf og bjóða foreldrum árangursrík úrræði sem hægt er að beita áður en vandinn verður illviðráðanlegur. Mikill árangur hefur náðst á liðnum árum í að draga úr vímuefnaneyslu unglinga í borginni og má þakka það samstilltu átaki stjórnvalda, skóla, foreldra, forvarnaraðila, þjónustumiðstöðva í hverfum, íþróttafélaga, frístundamiðstöðva og fleiri. En nú er þörf á sams konar breiðfylkingu sem myndar stuðningsnet sem dugar fyrir börn sem eiga í alvarlegum fjölþættum vanda. Það verður mikilvægur prófsteinn á það hvort við stöndum undir nafni sem velferðarsamfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur ráðist í aðgerðir til að auka stuðning við börn í svokölluðum fjölþættum vanda, en undir hann flokkast alvarlegur geðrænn vandi, hegðunarvandi og vímuefnavandi. Skólastjórar hafa áætlað að í grunnskólum borgarinnar sem telja nærri fjórtán þúsund nemendur glími á þriðja hundruð barna við fjölþættan vanda, sem skólar eiga erfitt með að leysa. Þar af hefur verið áætlað að 30-40 ungmenni séu í vímuefnavanda. Skólar og starfsfólk sérfræðiþjónustu borgarinnar hafa um árabil veitt foreldrum og fagfólki í skólum ráðgjöf vegna hegðunarerfiðleika og annars fjölþætts vanda og í fyrra var fjölgað ráðgjöfum við Brúarskóla sem sérhæfir sig í þjónustu við umrædda nemendur og starfa þeir með grunnskólum í borginni við að leysa úr málum einstakra nemenda. Aðgerðir meirihlutans nú fela í sér að sett verður á fót sérstakt viðbragðsteymi sem mun aðstoða skóla við að leysa úr einstökum málum og velja viðeigandi úrræði. Teymið mun líka hafa viðtækt umboð til að móta og þróa ný úrræði til að mæta vanda umræddra barna og mun sú vinna fara fram í nánu samstarfi við skólastjórnendur, foreldra og fagfólk undir stjórn ráðgjafasviðs Brúarskóla. Þeirri vinnu á að vera lokið fyrir 1. maí næstkomandi. Teymið mun leita samstarfs við Barnaverndarstofu sem hefur m.a. boðið foreldrum úrræði á borð við PMTO Foreldrafærni og svonefnda Fjölkerfameðferð (MST) en tekist hefur að draga verulega úr vímuefnanotkun, afbrotum og ofbeldishegðun þeirra 12-18 ára ungmenna sem fengið hafa þá meðferð. Það er skylda okkar að bæta þjónustu við börn í fjölþættum vanda en jafnframt er mikilvægt að styrkja forvarnarstarf og bjóða foreldrum árangursrík úrræði sem hægt er að beita áður en vandinn verður illviðráðanlegur. Mikill árangur hefur náðst á liðnum árum í að draga úr vímuefnaneyslu unglinga í borginni og má þakka það samstilltu átaki stjórnvalda, skóla, foreldra, forvarnaraðila, þjónustumiðstöðva í hverfum, íþróttafélaga, frístundamiðstöðva og fleiri. En nú er þörf á sams konar breiðfylkingu sem myndar stuðningsnet sem dugar fyrir börn sem eiga í alvarlegum fjölþættum vanda. Það verður mikilvægur prófsteinn á það hvort við stöndum undir nafni sem velferðarsamfélag.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun