Grjótkastara svarað Gauti Kristmannsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Ósiður einn hjá götustrákum var hér áður fyrr að kasta grjóti í fólk. Hann er sem betur fer að mestu aflagður, en tíðkast þó enn í yfirfærðu formi í stöku fjölmiðli. Einn er sá götustrákur á íslensku blaði sem er þó svo heiðarlegur að hann gengst eiginlega við grjótkasti sínu með heitinu á dálki sínum þótt ekki hafi hann nægt hugrekki til að koma fram undir nafni. Í Staksteinum Morgunblaðsins 17. febrúar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá einn eða tvo steina í mína átt, þótt reyndar hafi megnið af þeim texta verið eftir Pál Vilhjálmsson bloggara en höfundur Staksteina virðist hafa gert hann að leiðtoga lífs síns, svo oft vitnar hann til þess djúphygla manns sem kunnur er fyrir dómgreind sína, ekki síst þegar hann fjallar um annað fólk. Yfirskriftin er „Þýðingarlaust mál“ sem höfundi finnst þó nægilega þýðingarmikið til að fjalla um það. Þar er vísað til hugmynda Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra um hvort ekki væri „hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana“ og ollu nokkrum óróa meðal þýðenda og fleiri þar sem gefið var í skyn að lög þau og reglur sem við tökum upp í gegnum EES-samninginn þyrfti að þýða samkvæmt einhverri pólitískri hugmyndafræði. Birgir Ármannsson alþingismaður tekur undir með Sigrúnu í Morgunblaðinu, en bendir á að „svigrúmið“, sem fyrir hendi er við lögfestingu tilskipana, sé ekki þýðenda heldur þingmanna sjálfra. Það er rétt hjá honum, en gagnrýni Sigrúnar snerist að þýðingunum, þegar hún hefði fremur átt að lasta þingið og ráðuneytin sem eiga að laga þessar tilskipanir að íslenskum veruleika. Grjótkastaranum var vitanlega fullkunnugt um þetta eins og sést af lokaorðum dálksins, en hann kastaði grjótinu samt því staðreyndir máls skipta hann engu máli þegar hann er á móti einhverju málefni eða mönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Sjá meira
Ósiður einn hjá götustrákum var hér áður fyrr að kasta grjóti í fólk. Hann er sem betur fer að mestu aflagður, en tíðkast þó enn í yfirfærðu formi í stöku fjölmiðli. Einn er sá götustrákur á íslensku blaði sem er þó svo heiðarlegur að hann gengst eiginlega við grjótkasti sínu með heitinu á dálki sínum þótt ekki hafi hann nægt hugrekki til að koma fram undir nafni. Í Staksteinum Morgunblaðsins 17. febrúar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá einn eða tvo steina í mína átt, þótt reyndar hafi megnið af þeim texta verið eftir Pál Vilhjálmsson bloggara en höfundur Staksteina virðist hafa gert hann að leiðtoga lífs síns, svo oft vitnar hann til þess djúphygla manns sem kunnur er fyrir dómgreind sína, ekki síst þegar hann fjallar um annað fólk. Yfirskriftin er „Þýðingarlaust mál“ sem höfundi finnst þó nægilega þýðingarmikið til að fjalla um það. Þar er vísað til hugmynda Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra um hvort ekki væri „hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana“ og ollu nokkrum óróa meðal þýðenda og fleiri þar sem gefið var í skyn að lög þau og reglur sem við tökum upp í gegnum EES-samninginn þyrfti að þýða samkvæmt einhverri pólitískri hugmyndafræði. Birgir Ármannsson alþingismaður tekur undir með Sigrúnu í Morgunblaðinu, en bendir á að „svigrúmið“, sem fyrir hendi er við lögfestingu tilskipana, sé ekki þýðenda heldur þingmanna sjálfra. Það er rétt hjá honum, en gagnrýni Sigrúnar snerist að þýðingunum, þegar hún hefði fremur átt að lasta þingið og ráðuneytin sem eiga að laga þessar tilskipanir að íslenskum veruleika. Grjótkastaranum var vitanlega fullkunnugt um þetta eins og sést af lokaorðum dálksins, en hann kastaði grjótinu samt því staðreyndir máls skipta hann engu máli þegar hann er á móti einhverju málefni eða mönnum.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun