Endurtekur Stjarnan leikinn frá 2009? Tómas Þór Þórðarson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2015 07:00 Fulltrúar liðanna fjögurra sem keppa í Laugardalshöll í dag. Vísir/Stefán Bikarúrslitadagur er runninn upp í körfuboltanum. Í dag verða bikarmeistarar krýndir í Laugardalshöll þar sem Keflavík og Grindavík mætast í kvennaflokki og KR og Stjarnan í karlaflokki. Kvennaleikurinn fer fram klukkan 13.30 og karlaleikurinn klukkan 16.00. Fastlega er búist við sigri KR hjá körlunum eins og spáin hér til hliðar gefur til kynna. Liðið hefur drottnað yfir Dominos-deildinni í vetur og verið nær ósigrandi. KR-liðið var einnig óárennilegt árið 2009 þegar Stjarnan vann einn óvæntasta bikarsigur sögunnar gegn Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum. Það er því ekkert bókað fyrir fram. Spennan ætti að vera meiri í kvennaleiknum. Þrír spekingar Fréttablaðsins spá Grindavík sigri og þrír Keflavík sigri, en Keflvíkingar eiga í smá meiðslavandræðum. Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður Keflavíkur, er meidd og verður líklega ekki með. KR hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari frá og með 2002, en liðið vann tvöfalt árið 2011. Þjálfari liðsins þá var Hrafn Kristjánsson sem þjálfar Stjörnumenn í dag. Stjörnumenn eru vafalítið fegnir að vera með hann í sínu liði. Stjörnumenn urðu árið 2013 fjórða félagið til að vinna tvo fyrstu bikarúrslitaleikina í sögu félagsins en hin eru KR, Haukar og Grindavík. Stjarnan á með sigri möguleika á að komast í hóp með KR og Grindavík sem unnu fyrstu þrjá úrslitaleikina sína. Aðeins þrír leikmenn KR sem urðu bikarmeistarar árið 2011 verða með liðinu í úrslitaleiknum í ár en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. Svo skemmtilega vill til að það eru jafnmargir í Stjörnuliðinu í dag sem tóku þátt í þessum bikarsigri Vesturbæinga fyrir fjórum árum. Ágúst Angantýsson og Jón Orri Kristjánsson léku þá báðir með KR-liðinu í úrslitaleiknum og Hrafn Kristjánsson var þjálfari KR á þeim tíma. Kvennalið Grindavíkur mætir í Höllina með ása uppi í erminni því innan liðsins eru fjórir sem hafa orðið bikarmeistarar með Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir (2011 og 2013), María Ben Erlingsdóttir (2004) og Ingibjörg Jakobsdóttir (2011) hafa allar orðið bikarmeistarar með Keflavíkurliðinu og þjálfarinn, Sverrir Þór Sverrisson, vann bikarinn líka tvisvar sinnum sem leikmaður Keflavíkur. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, hefur verið fastagestur á bikarúrslitahelginni undanfarin ár en hann er nú kominn með lið í Höllina fjórða árið í röð. Sverrir Þór gerði karlalið Grindavíkur að bikarmeisturum í fyrra og fór einnig með Grindavíkurliðið í úrslitaleikinn árið áður þar sem Grindvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni. Árið þar áður varð hann bikarmeistari með kvennalið Njarðvíkur. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Bikarúrslitadagur er runninn upp í körfuboltanum. Í dag verða bikarmeistarar krýndir í Laugardalshöll þar sem Keflavík og Grindavík mætast í kvennaflokki og KR og Stjarnan í karlaflokki. Kvennaleikurinn fer fram klukkan 13.30 og karlaleikurinn klukkan 16.00. Fastlega er búist við sigri KR hjá körlunum eins og spáin hér til hliðar gefur til kynna. Liðið hefur drottnað yfir Dominos-deildinni í vetur og verið nær ósigrandi. KR-liðið var einnig óárennilegt árið 2009 þegar Stjarnan vann einn óvæntasta bikarsigur sögunnar gegn Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum. Það er því ekkert bókað fyrir fram. Spennan ætti að vera meiri í kvennaleiknum. Þrír spekingar Fréttablaðsins spá Grindavík sigri og þrír Keflavík sigri, en Keflvíkingar eiga í smá meiðslavandræðum. Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður Keflavíkur, er meidd og verður líklega ekki með. KR hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari frá og með 2002, en liðið vann tvöfalt árið 2011. Þjálfari liðsins þá var Hrafn Kristjánsson sem þjálfar Stjörnumenn í dag. Stjörnumenn eru vafalítið fegnir að vera með hann í sínu liði. Stjörnumenn urðu árið 2013 fjórða félagið til að vinna tvo fyrstu bikarúrslitaleikina í sögu félagsins en hin eru KR, Haukar og Grindavík. Stjarnan á með sigri möguleika á að komast í hóp með KR og Grindavík sem unnu fyrstu þrjá úrslitaleikina sína. Aðeins þrír leikmenn KR sem urðu bikarmeistarar árið 2011 verða með liðinu í úrslitaleiknum í ár en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. Svo skemmtilega vill til að það eru jafnmargir í Stjörnuliðinu í dag sem tóku þátt í þessum bikarsigri Vesturbæinga fyrir fjórum árum. Ágúst Angantýsson og Jón Orri Kristjánsson léku þá báðir með KR-liðinu í úrslitaleiknum og Hrafn Kristjánsson var þjálfari KR á þeim tíma. Kvennalið Grindavíkur mætir í Höllina með ása uppi í erminni því innan liðsins eru fjórir sem hafa orðið bikarmeistarar með Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir (2011 og 2013), María Ben Erlingsdóttir (2004) og Ingibjörg Jakobsdóttir (2011) hafa allar orðið bikarmeistarar með Keflavíkurliðinu og þjálfarinn, Sverrir Þór Sverrisson, vann bikarinn líka tvisvar sinnum sem leikmaður Keflavíkur. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, hefur verið fastagestur á bikarúrslitahelginni undanfarin ár en hann er nú kominn með lið í Höllina fjórða árið í röð. Sverrir Þór gerði karlalið Grindavíkur að bikarmeisturum í fyrra og fór einnig með Grindavíkurliðið í úrslitaleikinn árið áður þar sem Grindvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni. Árið þar áður varð hann bikarmeistari með kvennalið Njarðvíkur.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira