Sverrir og Petrúnella eru pottþétt bikartvenna Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2015 08:00 Petrúnella Skúladóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir lyfta bikarnum fyrir Grindavík í Höllinni. vísir/Þórdís Grindavík varð bikarmeistari kvenna í körfubolta öðru sinni á laugardaginn þegar liðið lagði nágranna sína í Keflavík, 68-61, í Laugardalshöllinni. Sigur þeirra gulu var sanngjarn og rúmlega það þrátt fyrir að Keflavík átti flotta tilraun til endurkomu í síðasta leikhlutanum. Grindavík mætti margfalt betur stemmdara til leiks og var komið með tíu stiga forystu í hálfleik, 40-30. Sú forysta var orðin 20 stig, 62-42, fyrir síðasta leikhlutann og sigurinn nánast í höfn.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-61 | Grindavík bikarmeistari 2015 En Keflvíkingar gefast aldrei upp og fór eflaust um öfluga, gulklædda stuðningsmenn Grindavíkur í stúkunni þegar Keflavíkurstúlkur minnkuðu muninn í fimm stig, 66-61, þegar 20 sekúndur voru eftir. Þá gerði Grindavík það eina rétta og setti sigurvegarann Pálínu Gunnlaugsdóttur á línuna. Hún hitti úr báðum vítunum og gekk frá leiknum. Bikarinn til Grindavíkur í annað sinn. Grindavík skoraði ekki nema sex stig í fjórða leikhluta sem það tapaði, 19-6, en liðið lagði grunninn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhluta þar sem Keflavíkurliðið gat ekki keypt sér körfu. Þriggja stiga nýting liðsins í heildina er eflaust einhvers konar Evrópumet, en það hitti aðeins úr sex prósent skota sinna fyrir utan teiginn.Petrúnella Skúladóttir átti stórleik.vísir/þórdísPopp og kók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var í Höllinni fjórða árið í röð. Hann stýrði karlaliði Grindavíkur í fyrra og árið þar áður í bikarúrslitum, en varð bikarmeistari sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur árið 2012. „Þetta var frábær sigur og það var gaman að sjá hversu grimmar og einbeittar stelpurnar mættu til leiks og við höfðum mjög gaman af þessu,“ sagði Sverrir eftir leik.Sjá einnig:Grindavík bikarmeistari í annað sinn | Myndaveisla „Það voru margar sem lögðu hönd á plóg og við erum þannig lið. Þegar við gerum hlutina hver í sínu horni höfum við verið í tómu tjóni og tapað. En þegar við gerum hlutina saman erum við með feykilega gott lið.“ Þegar Sverrir vann með Njarðvík fyrir þremur árum var Petrúnella Skúladóttir í liði Njarðvíkur og skoraði 18 stig. Hún var vitskuld með Grindavík á laugardaginn og skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Fyrir þá frammistöðu var hún kjörin besti leikmaður leiksins. Sverrir og Petrúnella eru pottþétt tvenna, bara eins og popp og kók, þegar kemur að bikarúrslitum. Þau eru eina þjálfara- og leikmannstvennan sem hefur orðið bikarmeistari saman með tveimur mismunandi liðum. „Við erum himinlifandi,“ sagði besti leikmaður leiksins við Fréttablaðið eftir leik. „Ég held að vilji og frábær vörn hafi verið lykillinn að þessum sigri.“ Hún viðurkennir að liðið hafi verið orðið aðeins of sigurvisst í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski orðnar full sigurvissar í fjórða leikhlutanum. Eðlilega þá dregur aðeins úr liðinu, en þetta var orðið óþarflega tæpt.“Pálína er búin að vinna fimm bikarmeistaratitla með þremur liðum í sjö tilranum.vísir/þórdísSigur með þriðja liðinu Pálína Gunnlaugsdóttir undirstrikaði einnig á laugardaginn hversu mikill sigurvegari hún er. Hún vann bikarmeistaratitilinn með þriðja liðinu á ferlinum; hafði áður gert það tvívegis með Keflavík og Haukum. Hún er sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu. Að fá að spila fyrir fullri höll, þvílík mæting hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og ég er bara mjög þakklát og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði sigurreif Pálína Gunnlaugsdóttir eftir leik.Bikarmeistaraliðið 2015.vísir/þórdís Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Grindavík varð bikarmeistari kvenna í körfubolta öðru sinni á laugardaginn þegar liðið lagði nágranna sína í Keflavík, 68-61, í Laugardalshöllinni. Sigur þeirra gulu var sanngjarn og rúmlega það þrátt fyrir að Keflavík átti flotta tilraun til endurkomu í síðasta leikhlutanum. Grindavík mætti margfalt betur stemmdara til leiks og var komið með tíu stiga forystu í hálfleik, 40-30. Sú forysta var orðin 20 stig, 62-42, fyrir síðasta leikhlutann og sigurinn nánast í höfn.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-61 | Grindavík bikarmeistari 2015 En Keflvíkingar gefast aldrei upp og fór eflaust um öfluga, gulklædda stuðningsmenn Grindavíkur í stúkunni þegar Keflavíkurstúlkur minnkuðu muninn í fimm stig, 66-61, þegar 20 sekúndur voru eftir. Þá gerði Grindavík það eina rétta og setti sigurvegarann Pálínu Gunnlaugsdóttur á línuna. Hún hitti úr báðum vítunum og gekk frá leiknum. Bikarinn til Grindavíkur í annað sinn. Grindavík skoraði ekki nema sex stig í fjórða leikhluta sem það tapaði, 19-6, en liðið lagði grunninn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhluta þar sem Keflavíkurliðið gat ekki keypt sér körfu. Þriggja stiga nýting liðsins í heildina er eflaust einhvers konar Evrópumet, en það hitti aðeins úr sex prósent skota sinna fyrir utan teiginn.Petrúnella Skúladóttir átti stórleik.vísir/þórdísPopp og kók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var í Höllinni fjórða árið í röð. Hann stýrði karlaliði Grindavíkur í fyrra og árið þar áður í bikarúrslitum, en varð bikarmeistari sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur árið 2012. „Þetta var frábær sigur og það var gaman að sjá hversu grimmar og einbeittar stelpurnar mættu til leiks og við höfðum mjög gaman af þessu,“ sagði Sverrir eftir leik.Sjá einnig:Grindavík bikarmeistari í annað sinn | Myndaveisla „Það voru margar sem lögðu hönd á plóg og við erum þannig lið. Þegar við gerum hlutina hver í sínu horni höfum við verið í tómu tjóni og tapað. En þegar við gerum hlutina saman erum við með feykilega gott lið.“ Þegar Sverrir vann með Njarðvík fyrir þremur árum var Petrúnella Skúladóttir í liði Njarðvíkur og skoraði 18 stig. Hún var vitskuld með Grindavík á laugardaginn og skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Fyrir þá frammistöðu var hún kjörin besti leikmaður leiksins. Sverrir og Petrúnella eru pottþétt tvenna, bara eins og popp og kók, þegar kemur að bikarúrslitum. Þau eru eina þjálfara- og leikmannstvennan sem hefur orðið bikarmeistari saman með tveimur mismunandi liðum. „Við erum himinlifandi,“ sagði besti leikmaður leiksins við Fréttablaðið eftir leik. „Ég held að vilji og frábær vörn hafi verið lykillinn að þessum sigri.“ Hún viðurkennir að liðið hafi verið orðið aðeins of sigurvisst í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski orðnar full sigurvissar í fjórða leikhlutanum. Eðlilega þá dregur aðeins úr liðinu, en þetta var orðið óþarflega tæpt.“Pálína er búin að vinna fimm bikarmeistaratitla með þremur liðum í sjö tilranum.vísir/þórdísSigur með þriðja liðinu Pálína Gunnlaugsdóttir undirstrikaði einnig á laugardaginn hversu mikill sigurvegari hún er. Hún vann bikarmeistaratitilinn með þriðja liðinu á ferlinum; hafði áður gert það tvívegis með Keflavík og Haukum. Hún er sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu. Að fá að spila fyrir fullri höll, þvílík mæting hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og ég er bara mjög þakklát og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði sigurreif Pálína Gunnlaugsdóttir eftir leik.Bikarmeistaraliðið 2015.vísir/þórdís
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58