Skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 00:00 Fyrir rúmu ári síðan eignaðist ég þriðja barnið mitt. Stúlku sem kom svo sannarlega í heiminn með látum. Sælutilfinningin sem fylgdi því að fá hana í fangið eftir erfiða meðgöngu og fæðingu var ólýsanleg. Ég horfði í augun á henni og man vel eftir fyrstu hugsuninni sem skaust upp í kollinn á mér. „Þú ert öðruvísi en systur þínar“. Ég var fljót að hrista þá hugsun af mér. Á þessum tíma óraði mig að sjálfsögðu ekki fyrir því hvað koma þessarar litlu stúlku í heiminn ætti eftir að breyta lífi mínu mikið, ætti eftir að víkka sjóndeildarhring minn og hjálpa mér meðal annars að takast á við sjálfa mig, eigin fordóma og óöryggi. Í viku var ég á bleiku skýi, eftir það hef ég verið í hröðustu og erfiðustu rússíbanareið sem ég hef upplifað. Fljótlega fór að bera á því að ekki var allt með felldu. Barnið grét alla nóttina og allan daginn. Það var ekkert hægt að gera. Við leituðum á heilsugæsluna og okkur var sagt að stundum væri þetta bara svona. Ég neitaði og sagði að eitthvað væri að. Eina nóttina reif ég barnið upp úr vöggunni því mér fannst hún vera hætt að anda. Þá brást heilsugæslan við. Hún fór að leggja sig fram við að lækna mig. Ekki hana. Ég var þunglynd móðir í móðursýkiskasti. Viltu fara á lyf? Þú verður að passa þig að sofa og borða, hlúa að sjálfri þér. Stundum fara konur að hugsa óskýrt þegar álagið er mikið. Þetta voru upplýsingar sem ég fékk. Upplýsingar sem sögðu mér að hætta að hlusta á sjálfa mig og ég reyndi. Reyndi svo mikið að ég fékk taugaáfall. Því enn sá ég að barnið mitt var stundum blátt í framan, hagaði sér öðruvísi en eldri börnin og umönnun hennar var allt öðruvísi.Mömmuhjartað veit best Með krókaleiðum framhjá heilsugæslunni hitti ég góðan barnalækni. Sem staðfesti grun minn. Við vorum send áfram og við tók nokkurra mánaða bið. Loks kom niðurstaða. Litla stelpan mín er með litningagalla. Hún er með það sem heitir Williams heilkenni. Nú þegar niðurstaða er komin og ég fór að lesa mér til um heilkennið, áttaði ég mig á að þeir hlutir sem ég sá þegar hún var ungbarn voru einkenni heilkennisins. Ég fór því að hugsa, hvenær fór það svo að við hættum að hlusta hvert á annað? Þegar tæknin var minni þá var það innsæið sem þurfti að nota, tilfinningin sem sagði að eitthvað væri að. Þar þurfti að bregðast við. Nú er tæknin meiri, en hlustunin minni? Hvers vegna? Er það vegna þess að við erum þrælar fjármagns? Það kostar að senda barn í greiningu, það kostar að senda fólk til sérfræðinga. Er hikað þess vegna? Hvenær fóru tilfinningar foreldra að skipta minna máli en peningar? Viljum við spara í þessu? Eða hver er ástæðan? Ég hef nefnilega enn ekki geta skilið hana. En eitt veit ég og það er innri röddin segir satt þegar kemur að börnunum okkar. Innri röddin er þess verðug að hlusta á. Því mömmuhjartað veit best, mömmuhjartað veit hvenær eitthvað amar að börnunum og hvenær ekki. Ég tel því að við þurfum öll að læra að hlusta betur, hlusta á innsæi og taka mark á tilfinningum. Ekki gera lítið úr tilfinningum nýbakaðra mæðra því samfélagið segir að það sé „eðlilegt“ að þær séu móðursjúkar! Og skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan eignaðist ég þriðja barnið mitt. Stúlku sem kom svo sannarlega í heiminn með látum. Sælutilfinningin sem fylgdi því að fá hana í fangið eftir erfiða meðgöngu og fæðingu var ólýsanleg. Ég horfði í augun á henni og man vel eftir fyrstu hugsuninni sem skaust upp í kollinn á mér. „Þú ert öðruvísi en systur þínar“. Ég var fljót að hrista þá hugsun af mér. Á þessum tíma óraði mig að sjálfsögðu ekki fyrir því hvað koma þessarar litlu stúlku í heiminn ætti eftir að breyta lífi mínu mikið, ætti eftir að víkka sjóndeildarhring minn og hjálpa mér meðal annars að takast á við sjálfa mig, eigin fordóma og óöryggi. Í viku var ég á bleiku skýi, eftir það hef ég verið í hröðustu og erfiðustu rússíbanareið sem ég hef upplifað. Fljótlega fór að bera á því að ekki var allt með felldu. Barnið grét alla nóttina og allan daginn. Það var ekkert hægt að gera. Við leituðum á heilsugæsluna og okkur var sagt að stundum væri þetta bara svona. Ég neitaði og sagði að eitthvað væri að. Eina nóttina reif ég barnið upp úr vöggunni því mér fannst hún vera hætt að anda. Þá brást heilsugæslan við. Hún fór að leggja sig fram við að lækna mig. Ekki hana. Ég var þunglynd móðir í móðursýkiskasti. Viltu fara á lyf? Þú verður að passa þig að sofa og borða, hlúa að sjálfri þér. Stundum fara konur að hugsa óskýrt þegar álagið er mikið. Þetta voru upplýsingar sem ég fékk. Upplýsingar sem sögðu mér að hætta að hlusta á sjálfa mig og ég reyndi. Reyndi svo mikið að ég fékk taugaáfall. Því enn sá ég að barnið mitt var stundum blátt í framan, hagaði sér öðruvísi en eldri börnin og umönnun hennar var allt öðruvísi.Mömmuhjartað veit best Með krókaleiðum framhjá heilsugæslunni hitti ég góðan barnalækni. Sem staðfesti grun minn. Við vorum send áfram og við tók nokkurra mánaða bið. Loks kom niðurstaða. Litla stelpan mín er með litningagalla. Hún er með það sem heitir Williams heilkenni. Nú þegar niðurstaða er komin og ég fór að lesa mér til um heilkennið, áttaði ég mig á að þeir hlutir sem ég sá þegar hún var ungbarn voru einkenni heilkennisins. Ég fór því að hugsa, hvenær fór það svo að við hættum að hlusta hvert á annað? Þegar tæknin var minni þá var það innsæið sem þurfti að nota, tilfinningin sem sagði að eitthvað væri að. Þar þurfti að bregðast við. Nú er tæknin meiri, en hlustunin minni? Hvers vegna? Er það vegna þess að við erum þrælar fjármagns? Það kostar að senda barn í greiningu, það kostar að senda fólk til sérfræðinga. Er hikað þess vegna? Hvenær fóru tilfinningar foreldra að skipta minna máli en peningar? Viljum við spara í þessu? Eða hver er ástæðan? Ég hef nefnilega enn ekki geta skilið hana. En eitt veit ég og það er innri röddin segir satt þegar kemur að börnunum okkar. Innri röddin er þess verðug að hlusta á. Því mömmuhjartað veit best, mömmuhjartað veit hvenær eitthvað amar að börnunum og hvenær ekki. Ég tel því að við þurfum öll að læra að hlusta betur, hlusta á innsæi og taka mark á tilfinningum. Ekki gera lítið úr tilfinningum nýbakaðra mæðra því samfélagið segir að það sé „eðlilegt“ að þær séu móðursjúkar! Og skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun