Rosalega ánægð með mína stöðu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2015 10:00 Hafdís náði að vera meðal tólf efstu. vísir/epa Hafdís Sigurðardóttir var nokkuð frá sínu besta í langstökkinu á EM innanhúss í gær en náði þó tólfta sætinu líkt og hún stefndi að. Hún hélt að það myndi skila sér inn í úrslitin en hún komst svo að því kvöldið fyrir keppni að aðeins átta bestu færu í úrslit. „Það var svolítið svekkjandi að komast að því. Svo var náttúrulega týpískt að ég lenti í tólfta sæti sem var sætið sem ég taldi að myndi skila mér inn,“ sagði Hafdís létt og hló við. Hafdís stökk best 6,35 metra en Íslandsmet hennar er 6,47 metrar. Jöfnun á Íslandsmeti hefði reyndar ekki dugað henni í úrslit því sú sem komst síðust inn var með stökk upp á 6,53 metra. „Mér líður alveg ágætlega eftir þetta allt saman. Ég er bara nokkuð sátt og ætla ekki að svekkja mig. Ég brosi bara. Ég reyndi að njóta þessa eins og ég gat og þetta var rosalega gaman,“ sagði Hafdís jákvæð. „Auðvitað er þetta alltaf svolítið stressandi. Ég ætlaði auðvitað að vera nær Íslandsmetinu mínu en þetta. Svona er þetta. Það eru ekki alltaf jólin í þessu. Ég er samt þokkalega sátt. Ég byrjaði á góðu stökki og fór að líða betur með mig. Svo vorum við margar og löng bið milli stökka. Þetta fór svona í dag.“ Hafdís segir að þetta hafi verið góð reynsla líka og hún er heilt yfir ánægð með sína stöðu. „Ég er rosalega ánægð með mína stöðu á Evrópulistanum og hvar ég endaði núna. Þetta er flottur árangur og ég er stolt af mínum árangri. Ég fæ ekkert nema gleðina yfir því að hafa náð tólfta sætinu samt, því miður.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís komst ekki áfram | Endaði í 12. sæti Hafdís Sigurðardóttir komst ekki áfram í úrslitin í langstökki kvenna á Evrópumótinu í frjálsum innanhúss í Prag. 6. mars 2015 12:42 Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11 Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45 Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24 Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu. 6. mars 2015 11:02 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir var nokkuð frá sínu besta í langstökkinu á EM innanhúss í gær en náði þó tólfta sætinu líkt og hún stefndi að. Hún hélt að það myndi skila sér inn í úrslitin en hún komst svo að því kvöldið fyrir keppni að aðeins átta bestu færu í úrslit. „Það var svolítið svekkjandi að komast að því. Svo var náttúrulega týpískt að ég lenti í tólfta sæti sem var sætið sem ég taldi að myndi skila mér inn,“ sagði Hafdís létt og hló við. Hafdís stökk best 6,35 metra en Íslandsmet hennar er 6,47 metrar. Jöfnun á Íslandsmeti hefði reyndar ekki dugað henni í úrslit því sú sem komst síðust inn var með stökk upp á 6,53 metra. „Mér líður alveg ágætlega eftir þetta allt saman. Ég er bara nokkuð sátt og ætla ekki að svekkja mig. Ég brosi bara. Ég reyndi að njóta þessa eins og ég gat og þetta var rosalega gaman,“ sagði Hafdís jákvæð. „Auðvitað er þetta alltaf svolítið stressandi. Ég ætlaði auðvitað að vera nær Íslandsmetinu mínu en þetta. Svona er þetta. Það eru ekki alltaf jólin í þessu. Ég er samt þokkalega sátt. Ég byrjaði á góðu stökki og fór að líða betur með mig. Svo vorum við margar og löng bið milli stökka. Þetta fór svona í dag.“ Hafdís segir að þetta hafi verið góð reynsla líka og hún er heilt yfir ánægð með sína stöðu. „Ég er rosalega ánægð með mína stöðu á Evrópulistanum og hvar ég endaði núna. Þetta er flottur árangur og ég er stolt af mínum árangri. Ég fæ ekkert nema gleðina yfir því að hafa náð tólfta sætinu samt, því miður.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís komst ekki áfram | Endaði í 12. sæti Hafdís Sigurðardóttir komst ekki áfram í úrslitin í langstökki kvenna á Evrópumótinu í frjálsum innanhúss í Prag. 6. mars 2015 12:42 Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11 Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45 Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24 Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu. 6. mars 2015 11:02 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Sjá meira
Hafdís komst ekki áfram | Endaði í 12. sæti Hafdís Sigurðardóttir komst ekki áfram í úrslitin í langstökki kvenna á Evrópumótinu í frjálsum innanhúss í Prag. 6. mars 2015 12:42
Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11
Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45
Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24
Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu. 6. mars 2015 11:02