Krónan, höftin og evran Gauti Kristmannsson skrifar 9. mars 2015 08:00 Brátt verða sjö ár liðin frá hruninu sem varð á Íslandi, sjö mögur ár að baki, kannski ekki síst fyrir „millistéttaraulana” sem borguðu af skuldum sínum áfram, báru skattahækkanir og niðurskurð án þess að mögla mikið nema á Facebook. Kannski vonar fólkið sem greitt hefur allan sinn sparnað í vaxtahít verðtryggingar okkar ónýta gjaldmiðils að fram undan séu betri sjö ár, ár sem réttlæti fórnirnar sem færðar voru á altari hinnar sjálfstæðu örmyntar. Sumir halda því fram að hún hafi „bjargað“ Íslendingum, forðað þeim frá atvinnuleysi einmitt vegna þess að gengið gat fallið, en þeir virðast gleyma því að atvinnuleysi rauk hér upp líka, mikill fólksflótti var og er frá landinu og að skuldir almennings, hvað sem öllum „leiðréttingum“ líður, ruku upp úr öllu valdi. Þeir virðast líka hafa gleymt því að hér þurfti að setja á gjaldeyrishöft fyrir rúmum sex árum, höft sem enn halda fast og stjórnmálamenn þora bersýnilega ekki að aflétta. Hvers vegna? Hagfræðingar segja að nú sé besti tíminn til að aflétta höftum en lítið er að gerast nema nefndastörf. Talað er um „útgönguskatt“, en það er engin aflétting, aðeins annað form á höftum. Kröfuhafar íslensku bankanna geta vel beðið það af sér á góðum vöxtum íslensku krónunnar sem eru margfalt hærri en annars staðar á Vesturlöndum og þótt víðar væri leitað. Verðtryggingin sér svo um sína ef „verðbólguskot“ verður. Hvað gerum við þá? Og það er einmitt það sem gerist ef höftunum verður aflétt í raun og veru. Allir vita að krónan er afar ótryggur gjaldmiðill og það væri beinlínis skylda íslenskra lífeyrissjóða að fjárfesta meira erlendis ef höftin færu. Það þarf ekki að spyrja um einkaaðila, hver þeirra tæki áhættuna á því að peningaeignir þeirra rýrnuðu umtalsvert einungis vegna þess að þær væru í íslenskum krónum? Auk þess gætu miklar sveiflur leitt til nýrra hafta og þá væri gott að eiga peninga í útlöndum, það hefur sýnt sig á undanförnum árum í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Fyrir sex árum sótti Ísland um aðild að Evrópusambandinu. Þvert á það sem áróðurinn hamrar á var góður meirihluti fyrir því bæði meðal þings og þjóðar. Skoðanakönnun Capacent Gallup í febrúar 2009 sýndi að rúm 60% landsmanna voru hlynnt aðildarumsókn. Fyrir kosningar árið 2009 samþykkti Framsóknarflokkurinn að sótt skyldi um aðild að ESB, Samfylkingin var á því, Borgarahreyfingin einnig og vitað var að ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru hlynntir umsókn um aðild. Vinstri græn samþykktu svo í stjórnarsáttmála að styðja umsóknina sem lögð yrði síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allir höfðu fyrirvara um samþykki eftir því hvernig til tækist í samningaviðræðum, enda voru menn þá ekki farnir að ljúga því upp í opið geðið á almenningi að ekki væri um neitt að semja. Eitt mikilvægasta atriðið við aðild að ESB var að fá hlutdeild í gjaldmiðli sem stæði af sér ólgusjói hnattvæðingar og skilaði íslenskum almenningi og fyrirtækjum vaxtakjörum á borð við þau sem eru í nágrannalöndunum. Andstæðingar aðildar hrópuðu þá hátt að það tæki mörg ár að verða aðili að evrunni, skilyrðin væru slík. Sem er alveg rétt. En nú stöndum við hér tæpum sex árum seinna og bíðum þess eins að næsta verðbólguholskefla ríði yfir okkur og hvað gerum við þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldeyrishöft Gauti Kristmannsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Brátt verða sjö ár liðin frá hruninu sem varð á Íslandi, sjö mögur ár að baki, kannski ekki síst fyrir „millistéttaraulana” sem borguðu af skuldum sínum áfram, báru skattahækkanir og niðurskurð án þess að mögla mikið nema á Facebook. Kannski vonar fólkið sem greitt hefur allan sinn sparnað í vaxtahít verðtryggingar okkar ónýta gjaldmiðils að fram undan séu betri sjö ár, ár sem réttlæti fórnirnar sem færðar voru á altari hinnar sjálfstæðu örmyntar. Sumir halda því fram að hún hafi „bjargað“ Íslendingum, forðað þeim frá atvinnuleysi einmitt vegna þess að gengið gat fallið, en þeir virðast gleyma því að atvinnuleysi rauk hér upp líka, mikill fólksflótti var og er frá landinu og að skuldir almennings, hvað sem öllum „leiðréttingum“ líður, ruku upp úr öllu valdi. Þeir virðast líka hafa gleymt því að hér þurfti að setja á gjaldeyrishöft fyrir rúmum sex árum, höft sem enn halda fast og stjórnmálamenn þora bersýnilega ekki að aflétta. Hvers vegna? Hagfræðingar segja að nú sé besti tíminn til að aflétta höftum en lítið er að gerast nema nefndastörf. Talað er um „útgönguskatt“, en það er engin aflétting, aðeins annað form á höftum. Kröfuhafar íslensku bankanna geta vel beðið það af sér á góðum vöxtum íslensku krónunnar sem eru margfalt hærri en annars staðar á Vesturlöndum og þótt víðar væri leitað. Verðtryggingin sér svo um sína ef „verðbólguskot“ verður. Hvað gerum við þá? Og það er einmitt það sem gerist ef höftunum verður aflétt í raun og veru. Allir vita að krónan er afar ótryggur gjaldmiðill og það væri beinlínis skylda íslenskra lífeyrissjóða að fjárfesta meira erlendis ef höftin færu. Það þarf ekki að spyrja um einkaaðila, hver þeirra tæki áhættuna á því að peningaeignir þeirra rýrnuðu umtalsvert einungis vegna þess að þær væru í íslenskum krónum? Auk þess gætu miklar sveiflur leitt til nýrra hafta og þá væri gott að eiga peninga í útlöndum, það hefur sýnt sig á undanförnum árum í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Fyrir sex árum sótti Ísland um aðild að Evrópusambandinu. Þvert á það sem áróðurinn hamrar á var góður meirihluti fyrir því bæði meðal þings og þjóðar. Skoðanakönnun Capacent Gallup í febrúar 2009 sýndi að rúm 60% landsmanna voru hlynnt aðildarumsókn. Fyrir kosningar árið 2009 samþykkti Framsóknarflokkurinn að sótt skyldi um aðild að ESB, Samfylkingin var á því, Borgarahreyfingin einnig og vitað var að ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru hlynntir umsókn um aðild. Vinstri græn samþykktu svo í stjórnarsáttmála að styðja umsóknina sem lögð yrði síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allir höfðu fyrirvara um samþykki eftir því hvernig til tækist í samningaviðræðum, enda voru menn þá ekki farnir að ljúga því upp í opið geðið á almenningi að ekki væri um neitt að semja. Eitt mikilvægasta atriðið við aðild að ESB var að fá hlutdeild í gjaldmiðli sem stæði af sér ólgusjói hnattvæðingar og skilaði íslenskum almenningi og fyrirtækjum vaxtakjörum á borð við þau sem eru í nágrannalöndunum. Andstæðingar aðildar hrópuðu þá hátt að það tæki mörg ár að verða aðili að evrunni, skilyrðin væru slík. Sem er alveg rétt. En nú stöndum við hér tæpum sex árum seinna og bíðum þess eins að næsta verðbólguholskefla ríði yfir okkur og hvað gerum við þá?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun