Fyrrverandi olíumálaráðherrann Sigurjón M. Egilsson skrifar 23. mars 2015 06:45 Samfylkingin segir nú að það hafi verið mistök að vilja olíuvinnslu á Drekasvæðinu. „Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að mér fellur miklu betur að vera kallaður hæstvirtur olíumálaráðherra því að það er titill sem ég mun að minnsta kosti af fremsta megni reyna að standa undir.“ Þannig talaði Össur Skarphéðinsson um sjálfan sig í ræðustól Alþingis á árinu 2008. Gangi hins vegar nýtilkominn vilji Samfylkingarinnar eftir þarf hvorki Össur, né nokkur annar, að standa undir starfsheitinu olíumálaráðherra. Þetta eru miklar breytingar á afstöðu Samfylkingarinnar. Össur sem oft kallaði sjálfan sig olíumálaráðherra fundaði með olíumálaráðherra Noregs fyrir aðeins tveimur árum: „Ég er mjög ánægður með fundi mína með norsku ráðherrunum í dag og í gær um hugsanlegt samstarf á sviði þjónustu við olíusvæðin sem ég tel að verði komin vel áleiðis fyrir 2025. Það yrði gríðarlegur búhnykkur fyrir Ísland ef hægt verður að ná sammæli um það við Norðmenn, og líka Grænlendinga, að byggja í framtíðinni upp þjónustu á Íslandi fyrir öll þau þrjú olíusvæði sem ég tel líklegt að verði þróuð norðan Íslands í framtíðinni. Fundurinn með Ola Borten Moe var sérstaklega gagnlegur af því hann skýrði mjög vel næstu skref Norðmanna gagnvart rannsóknum og þróun norska hluta Jan Mayen hryggjarins,“ sagði Össur þá. Nú hefur flokkurinn, þrátt fyrir væntingar formannsins fyrrverandi, kúvent í afstöðu sinni og ályktaði um olíuleitina: „Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum, skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn í grennd við fiskimið okkar og verðmæta strandlengju, og mundi skaða ímynd Íslands sem miðstöðvar matvælaframleiðslu, náttúruparadísar ferðamanna og framsækins ríkis í orku- og umhverfisefnum. Samfylkingin telur að mistök hafi verið gerð þegar leit var hleypt af stað á Drekasvæðinu. Nú þarf að vinda ofan af þeirri leit og vinnsluáformum og lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni. Slík yfirlýsing verði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær það hafa verið mistök að samþykkja olíuleitina á sínum tíma. Hann sagði að nú þyrfti að vinda ofan af ferlinu og að yfirlýsingar Íslands um að nýta ekki olíuauðlindir yrðu hluti af þeim heildarskuldbindingum sem Ísland myndi undirgangast í alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Með samþykktinni færist Samfylkingin nærri Vinstri grænum sem hefur einn stjórnmálaflokka talað fyrir að við eigum ekki að leita eftir að vinna olíu af hafsbotni á Drekasvæðinu. Árni Páll áréttaði að við ættum frekar að leggja áherslu á að rafvæða samgöngurnar. Hvort sem það var í gríni eða alvöru sem Össur Skarphéðinsson skreytti sjálfan sig með titlinum olíumálaráðherra Íslands er ljóst að titillinn verður aldrei að veruleika, fái landsfundur Samfylkingarinnar nokkru um það ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin segir nú að það hafi verið mistök að vilja olíuvinnslu á Drekasvæðinu. „Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að mér fellur miklu betur að vera kallaður hæstvirtur olíumálaráðherra því að það er titill sem ég mun að minnsta kosti af fremsta megni reyna að standa undir.“ Þannig talaði Össur Skarphéðinsson um sjálfan sig í ræðustól Alþingis á árinu 2008. Gangi hins vegar nýtilkominn vilji Samfylkingarinnar eftir þarf hvorki Össur, né nokkur annar, að standa undir starfsheitinu olíumálaráðherra. Þetta eru miklar breytingar á afstöðu Samfylkingarinnar. Össur sem oft kallaði sjálfan sig olíumálaráðherra fundaði með olíumálaráðherra Noregs fyrir aðeins tveimur árum: „Ég er mjög ánægður með fundi mína með norsku ráðherrunum í dag og í gær um hugsanlegt samstarf á sviði þjónustu við olíusvæðin sem ég tel að verði komin vel áleiðis fyrir 2025. Það yrði gríðarlegur búhnykkur fyrir Ísland ef hægt verður að ná sammæli um það við Norðmenn, og líka Grænlendinga, að byggja í framtíðinni upp þjónustu á Íslandi fyrir öll þau þrjú olíusvæði sem ég tel líklegt að verði þróuð norðan Íslands í framtíðinni. Fundurinn með Ola Borten Moe var sérstaklega gagnlegur af því hann skýrði mjög vel næstu skref Norðmanna gagnvart rannsóknum og þróun norska hluta Jan Mayen hryggjarins,“ sagði Össur þá. Nú hefur flokkurinn, þrátt fyrir væntingar formannsins fyrrverandi, kúvent í afstöðu sinni og ályktaði um olíuleitina: „Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum, skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn í grennd við fiskimið okkar og verðmæta strandlengju, og mundi skaða ímynd Íslands sem miðstöðvar matvælaframleiðslu, náttúruparadísar ferðamanna og framsækins ríkis í orku- og umhverfisefnum. Samfylkingin telur að mistök hafi verið gerð þegar leit var hleypt af stað á Drekasvæðinu. Nú þarf að vinda ofan af þeirri leit og vinnsluáformum og lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni. Slík yfirlýsing verði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær það hafa verið mistök að samþykkja olíuleitina á sínum tíma. Hann sagði að nú þyrfti að vinda ofan af ferlinu og að yfirlýsingar Íslands um að nýta ekki olíuauðlindir yrðu hluti af þeim heildarskuldbindingum sem Ísland myndi undirgangast í alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Með samþykktinni færist Samfylkingin nærri Vinstri grænum sem hefur einn stjórnmálaflokka talað fyrir að við eigum ekki að leita eftir að vinna olíu af hafsbotni á Drekasvæðinu. Árni Páll áréttaði að við ættum frekar að leggja áherslu á að rafvæða samgöngurnar. Hvort sem það var í gríni eða alvöru sem Össur Skarphéðinsson skreytti sjálfan sig með titlinum olíumálaráðherra Íslands er ljóst að titillinn verður aldrei að veruleika, fái landsfundur Samfylkingarinnar nokkru um það ráðið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun