Fyrsti landsleikur Emils með tattú af pabba heitnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2015 08:00 Emil spilar í fyrsta sinn með tattúið í landsleik með Íslandi. fréttablaðið/frikki Emil Hallfreðsson og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mæta Kasökum í dag í fimmta leik sínum í undankeppni EM 2016. Emil missti föður sinn í kringum leikina í haust en ákvað samt að spila og heiðra þannig minningu hans. Faðir hans mun alltaf fylgja honum hér eftir í bókstaflegri merkingu því Emil spilar í dag sinn fyrsta landsleik með húðflúr af föður sínum á vinstri handleggnum. „Ég hef aldrei fengið mér húðflúr en eftir að pabbi dó þá vorum við Hákon bróðir með þá hugmynd að að fá okkur þannig. Hann er búinn að fá sér og ég hugsaði því að ég yrði að fá mér líka,“ sagði Emil sem bauð hlúðflúrara til sín. Húðflúrið er gert eftir mynd af föður hans en það er afar vel gert. „Þetta er gamli maðurinn. Pabbi er kominn á mig og það kom ekkert annað til greina eftir að hann dó en að þetta yrði mitt fyrsta húðflúr og að ég held það eina sem ég mun fá mér. Ég verð að hafa hann alltaf með mér,“ segir Emil.Pabbi fylgist með. Emil Hallfreðsson verður með pabba sinn inni á vellinum í fyrsta sinn í íslensku landsliðstreyjunni er Ísland leikur gegn Kasakstan í Astana í dag.Vísir/GettyTók fimm og hálfan tíma Emil spilaði fyrst með húðflúrið í búningi Hellas Verona á Ítalíu en nú er kominn tími á að vígja það með landsliðinu. „Þetta tók einhvern fimm og hálfan tíma. Það var alveg þess virði. Fyrsti landsleikurinn hjá gamla er á morgun (í dag),“ sagði Emil. Já, aftur að leiknum í dag sem er mjög mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. „Þetta verður hörkuleikur á morgun og bara úrslitaleikur ef við þykjumst vera að fara til Frakklands,“ segir Emil sem leggur áherslu á að lið Kasakstans gæti leynt á sér þrátt fyrir slaka byrjun í keppninni. „Þeir eru hættulegir. Þeir eru á heimavelli og það eru einhverjir tíu til tólf leikmenn sem spila alla sína leiki á þessu gervigrasi. Þeir þekkja aðstæður því aðeins betur en við,“ sagði Emil en hrósaði þó þeirri ákvörðun KSÍ að fara snemma til Kasakstans.Mjúkt og þægilegt „Það var frábært að geta tekið hérna viku saman og undirbúið leikinn af fullum krafti. Þetta er líka eins mjúkt og þægilegt og gervigras verður. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því,“ segir Emil. Íslenska liðið er í dag að koma til baka eftir tap á móti Tékklandi í síðasta mótsleik ársins 2014. Fram að því hafði íslenska liðið unnið þrjá fyrstu leikina sína í riðlinum. „Við þurfum að laga það sem gekk ekki upp á móti Tékkum. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti í vikunni og við ætlum okkur að gera betur á morgun. Ef við ætlum að fara til Frakklands þá er þessi leikur algjör úrslitaleikur. Það kemur því ekkert annað til greina en þrjú stig,“ sagði Emil að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Emil Hallfreðsson og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mæta Kasökum í dag í fimmta leik sínum í undankeppni EM 2016. Emil missti föður sinn í kringum leikina í haust en ákvað samt að spila og heiðra þannig minningu hans. Faðir hans mun alltaf fylgja honum hér eftir í bókstaflegri merkingu því Emil spilar í dag sinn fyrsta landsleik með húðflúr af föður sínum á vinstri handleggnum. „Ég hef aldrei fengið mér húðflúr en eftir að pabbi dó þá vorum við Hákon bróðir með þá hugmynd að að fá okkur þannig. Hann er búinn að fá sér og ég hugsaði því að ég yrði að fá mér líka,“ sagði Emil sem bauð hlúðflúrara til sín. Húðflúrið er gert eftir mynd af föður hans en það er afar vel gert. „Þetta er gamli maðurinn. Pabbi er kominn á mig og það kom ekkert annað til greina eftir að hann dó en að þetta yrði mitt fyrsta húðflúr og að ég held það eina sem ég mun fá mér. Ég verð að hafa hann alltaf með mér,“ segir Emil.Pabbi fylgist með. Emil Hallfreðsson verður með pabba sinn inni á vellinum í fyrsta sinn í íslensku landsliðstreyjunni er Ísland leikur gegn Kasakstan í Astana í dag.Vísir/GettyTók fimm og hálfan tíma Emil spilaði fyrst með húðflúrið í búningi Hellas Verona á Ítalíu en nú er kominn tími á að vígja það með landsliðinu. „Þetta tók einhvern fimm og hálfan tíma. Það var alveg þess virði. Fyrsti landsleikurinn hjá gamla er á morgun (í dag),“ sagði Emil. Já, aftur að leiknum í dag sem er mjög mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. „Þetta verður hörkuleikur á morgun og bara úrslitaleikur ef við þykjumst vera að fara til Frakklands,“ segir Emil sem leggur áherslu á að lið Kasakstans gæti leynt á sér þrátt fyrir slaka byrjun í keppninni. „Þeir eru hættulegir. Þeir eru á heimavelli og það eru einhverjir tíu til tólf leikmenn sem spila alla sína leiki á þessu gervigrasi. Þeir þekkja aðstæður því aðeins betur en við,“ sagði Emil en hrósaði þó þeirri ákvörðun KSÍ að fara snemma til Kasakstans.Mjúkt og þægilegt „Það var frábært að geta tekið hérna viku saman og undirbúið leikinn af fullum krafti. Þetta er líka eins mjúkt og þægilegt og gervigras verður. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því,“ segir Emil. Íslenska liðið er í dag að koma til baka eftir tap á móti Tékklandi í síðasta mótsleik ársins 2014. Fram að því hafði íslenska liðið unnið þrjá fyrstu leikina sína í riðlinum. „Við þurfum að laga það sem gekk ekki upp á móti Tékkum. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti í vikunni og við ætlum okkur að gera betur á morgun. Ef við ætlum að fara til Frakklands þá er þessi leikur algjör úrslitaleikur. Það kemur því ekkert annað til greina en þrjú stig,“ sagði Emil að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira