Sigmundur telur byggingarnar mikilvægar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2015 12:00 Ríkisstjórnin afgreiddi þingsályktunartillögu forsætisráðherra um nýjar byggingar á mánudag en þingflokkur sjálfstæðismanna hefur ekki enn afgreitt hana þar sem hún er of dýr. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er virkilega ánægjulegt að sjá að þetta fallega hús Guðjóns Samúelssonar muni loks rísa á þessum stað, þar sem það fellur vel inn í umhverfið og prýðir miðborgina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um tillögur sínar um viðbyggingu á Alþingisreitnum sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018, en þar er meðal annars lagt til að byggt verði við Alþingishúsið eftir gömlum teikningum Guðjóns, auk þess sem Sigmundur vill reisa nýja Valhöll á Þingvöllum og ljúka við byggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar. Sigmundur segir það mun hagkvæmara að byggja nýtt hús svo hægt sé að hýsa alla starfsemi Alþingis á einum stað, en nú fari háar fjárhæðir í að leigja húsnæði í kringum Austurvöll sem hann segir einn dýrasta reit landsins. Ríkisstjórnin afgreiddi tillöguna á mánudag og var hún lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í kjölfarið. Hún hefur ekki enn verið afgreidd af þingflokki sjálfstæðismanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja sjálfstæðismenn tillögurnar of dýrar í framkvæmd og enga þörf á þeim gífurlegu framkvæmdum sem í þeim felast. Sigmundur er samt sem áður ákveðinn að um sé að ræða mikilvægar framkvæmdir. „Ekki er síður síður mikilvægt að hús íslenskra fræða verði loks reist, þar sem þjóðin og ferðamenn geta meðal annars kynnst þjóðargersemunum, handritunum,“ segir Sigmundur. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu á Háskóli Íslands til peninga til að leggja á móti kostnaði ríkisins við bygginguna og talið að almenn samstaða sé um að klára það hús þegar möguleiki gæfist. Að auki hafi ríkið fengið tryggingabætur þegar Valhöll á Þingvöllum brann árið 2009 sem hægt væri að nýta til að hefja framkvæmdir þar. Húsið myndi nýtast við þjónustu við ferðamenn á svæðinu og auka virðissköpun. Þar á bæ eru menn því ósammála afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna um of dýrar framkvæmdir. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
„Það er virkilega ánægjulegt að sjá að þetta fallega hús Guðjóns Samúelssonar muni loks rísa á þessum stað, þar sem það fellur vel inn í umhverfið og prýðir miðborgina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um tillögur sínar um viðbyggingu á Alþingisreitnum sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018, en þar er meðal annars lagt til að byggt verði við Alþingishúsið eftir gömlum teikningum Guðjóns, auk þess sem Sigmundur vill reisa nýja Valhöll á Þingvöllum og ljúka við byggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar. Sigmundur segir það mun hagkvæmara að byggja nýtt hús svo hægt sé að hýsa alla starfsemi Alþingis á einum stað, en nú fari háar fjárhæðir í að leigja húsnæði í kringum Austurvöll sem hann segir einn dýrasta reit landsins. Ríkisstjórnin afgreiddi tillöguna á mánudag og var hún lögð fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í kjölfarið. Hún hefur ekki enn verið afgreidd af þingflokki sjálfstæðismanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja sjálfstæðismenn tillögurnar of dýrar í framkvæmd og enga þörf á þeim gífurlegu framkvæmdum sem í þeim felast. Sigmundur er samt sem áður ákveðinn að um sé að ræða mikilvægar framkvæmdir. „Ekki er síður síður mikilvægt að hús íslenskra fræða verði loks reist, þar sem þjóðin og ferðamenn geta meðal annars kynnst þjóðargersemunum, handritunum,“ segir Sigmundur. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu á Háskóli Íslands til peninga til að leggja á móti kostnaði ríkisins við bygginguna og talið að almenn samstaða sé um að klára það hús þegar möguleiki gæfist. Að auki hafi ríkið fengið tryggingabætur þegar Valhöll á Þingvöllum brann árið 2009 sem hægt væri að nýta til að hefja framkvæmdir þar. Húsið myndi nýtast við þjónustu við ferðamenn á svæðinu og auka virðissköpun. Þar á bæ eru menn því ósammála afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna um of dýrar framkvæmdir.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. 1. apríl 2015 09:00