Nær helmingur segist var við svarta starfsemi í miðbænum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2015 07:00 Tæp 43 prósent íbúa miðbæjar Reykjavíkur segjast í könnun hafa orðið vör við svarta atvinnustarfsemi. VÍSIR/STEFÁN „Þessar tölur koma mér ekki á óvart og ríkisskattstjóri hefur einbeitt sér einna mest að þessum málum undanfarin þrjú til fjögur ár,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um niðurstöður könnunar Höfuðborgarstofu á viðhorfi íbúa til ferðamanna. 42,7 prósent íbúa miðborgar Reykjavíkur segjast hafa orðið mikið eða í meðallagi vör við svarta atvinnustarfsemi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Könnunin var lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu dagana 19. til 30. mars og voru niðurstöðurnar kynntar í gær.Skúli Eggert ÞórðarsonVÍSIR/ANTON„Dulin atvinnustarfsemi hefur tíðkast mikið í ferðamannabransanum á undanförnum árum og þá erum við aðallega að tala um leiguíbúðir, veitingastarfsemi og annars konar þjónustu við ferðamenn, svo sem akstur milli staða,“ segir Skúli. „En eðli máls samkvæmt er þetta erfitt mál þar sem viðskiptavinirnir eru erlendir og koma hingað í stuttan tíma og því erfitt að eiga við þá.“ Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 21,8 prósent íbúa í miðbænum hafa orðið mikið vör við svarta atvinnustarfsemi, 20,9 prósent segjast hafa orðið í meðallagi vör við slíka starfsemi og 57,3 prósent íbúa segjast lítið eða ekkert hafa orðið vör við slíka starfsemi.Grímur Sæmundsen VÍSIR/GVA„Það er stjórnvalda að bregðast við þessu. Við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á þeirra hlutverk sem eftirlitsaðila með svartri atvinnustarfsemi,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur, til þess að vekja athygli á því að það sé hagur almennings að öll atvinnustarfsemi sitji við sama borð,“ segir Grímur. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að könnunin hafi verið liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Þá kom fram að íbúar í miðbænum hafa orðið meira varir við svarta atvinnustarfsemi en íbúar á höfuðborgarsvæðinu í heild. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
„Þessar tölur koma mér ekki á óvart og ríkisskattstjóri hefur einbeitt sér einna mest að þessum málum undanfarin þrjú til fjögur ár,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um niðurstöður könnunar Höfuðborgarstofu á viðhorfi íbúa til ferðamanna. 42,7 prósent íbúa miðborgar Reykjavíkur segjast hafa orðið mikið eða í meðallagi vör við svarta atvinnustarfsemi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Könnunin var lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu dagana 19. til 30. mars og voru niðurstöðurnar kynntar í gær.Skúli Eggert ÞórðarsonVÍSIR/ANTON„Dulin atvinnustarfsemi hefur tíðkast mikið í ferðamannabransanum á undanförnum árum og þá erum við aðallega að tala um leiguíbúðir, veitingastarfsemi og annars konar þjónustu við ferðamenn, svo sem akstur milli staða,“ segir Skúli. „En eðli máls samkvæmt er þetta erfitt mál þar sem viðskiptavinirnir eru erlendir og koma hingað í stuttan tíma og því erfitt að eiga við þá.“ Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 21,8 prósent íbúa í miðbænum hafa orðið mikið vör við svarta atvinnustarfsemi, 20,9 prósent segjast hafa orðið í meðallagi vör við slíka starfsemi og 57,3 prósent íbúa segjast lítið eða ekkert hafa orðið vör við slíka starfsemi.Grímur Sæmundsen VÍSIR/GVA„Það er stjórnvalda að bregðast við þessu. Við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á þeirra hlutverk sem eftirlitsaðila með svartri atvinnustarfsemi,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur, til þess að vekja athygli á því að það sé hagur almennings að öll atvinnustarfsemi sitji við sama borð,“ segir Grímur. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að könnunin hafi verið liður í vinnu við endurskoðun á aðgerðaáætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Þá kom fram að íbúar í miðbænum hafa orðið meira varir við svarta atvinnustarfsemi en íbúar á höfuðborgarsvæðinu í heild.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira