Sáttmálinn Silja Dögg Einarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 07:00 Samfélagsleg sátt getur aldrei byggt á öðru en sanngirni. Stöðugleiki næst ekki nema að samfélagsleg sátt sé til staðar. Sú sátt næst ekki ef sumir ætla sér 30-40% launahækkanir en öðrum 3%. Óréttlæti er því helsta ógn stöðugleikans, ekki kröfur þeirra lægst launuðu um að lágmarkslaun séu 300 þúsund. Það hlýtur að vera eðlilegt að ætla sér að geta lifað af launum fyrir fullt starf.Línudans Fámennið og nálægðin á Íslandi krefst jöfnuðar og réttlætis. Erfitt kann að vera að ná fullkomnum jöfnuði og spurning hvort hann þarf að verða alger. Hvatar til samkeppni og framfara verða líka að vera til staðar. Heilbrigt samfélag byggist á að finna hið hárfína jafnvægi á milli þessara þátta.Burt með bankabónusaFramsóknarflokkurinn hélt nýlega afar vel heppnað flokksþing og þar voru m.a. lagðar fram ályktanir um að lægstu laun yrðu 300 þúsund og að bankabónusar yrðu bannaðir. Græðgin varð okkur að falli 2008. Við verðum að láta þá bitru reynslu okkur að kenningu verða og liður í því er að banna bankabónusa. Lögleiðing þeirra mun einungis ýta undir græðgi og frekari ofþenslu bankakerfisins.Minnst fátæktÍsland er loks á uppleið eftir sjö mögur ár. Aldrei þessu vant hafa umsamdar launahækkanir skilað sér nær allar í auknum kaupmætti vegna þess að verðbólga hefur verið í lágmarki. Leiðrétting húsnæðislána sem og lækkanir á tollum, gjöldum og sköttum hafa einnig aukið ráðstöfunartekjur heimilanna. Samkvæmt nýlegri skýrslu Velferðarvaktarinnar er Ísland nú með þriðja mesta jöfnuð í tekjuskiptingu og minnsta fátækt af þjóðum OECD. Því er nú brýtn að stíga varlega til jarðar.Dýrt húsnæðiFréttir herma að gjá sé á milli deiluaðila í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ég tel að nýtt húsnæðiskerfi muni skipta máli í þessum efnum. Í dag er húsnæði allt of dýrt og kerfið meingallað. Kjör fólks munu tvímælalaust batna með betra kerfi. Fyrirliggjandi eru umfangsmiklar tillögur að nýju húsnæðiskerfi sem félagsmálaráðherra mun kynna fljótlega en með því verða öll búsetuform styrkt, hvort sem fólk tekur lán til að kaupa íbúð, leigir eða er þátttakandi í húsnæðissamvinnufélagi. Þó svo að menn séu sammála um að svigrúm sé til að auka jöfnuð enn frekar, þá megum við ekki ganga of langt og hleypa verðbólgudraugnum úr búrinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Samfélagsleg sátt getur aldrei byggt á öðru en sanngirni. Stöðugleiki næst ekki nema að samfélagsleg sátt sé til staðar. Sú sátt næst ekki ef sumir ætla sér 30-40% launahækkanir en öðrum 3%. Óréttlæti er því helsta ógn stöðugleikans, ekki kröfur þeirra lægst launuðu um að lágmarkslaun séu 300 þúsund. Það hlýtur að vera eðlilegt að ætla sér að geta lifað af launum fyrir fullt starf.Línudans Fámennið og nálægðin á Íslandi krefst jöfnuðar og réttlætis. Erfitt kann að vera að ná fullkomnum jöfnuði og spurning hvort hann þarf að verða alger. Hvatar til samkeppni og framfara verða líka að vera til staðar. Heilbrigt samfélag byggist á að finna hið hárfína jafnvægi á milli þessara þátta.Burt með bankabónusaFramsóknarflokkurinn hélt nýlega afar vel heppnað flokksþing og þar voru m.a. lagðar fram ályktanir um að lægstu laun yrðu 300 þúsund og að bankabónusar yrðu bannaðir. Græðgin varð okkur að falli 2008. Við verðum að láta þá bitru reynslu okkur að kenningu verða og liður í því er að banna bankabónusa. Lögleiðing þeirra mun einungis ýta undir græðgi og frekari ofþenslu bankakerfisins.Minnst fátæktÍsland er loks á uppleið eftir sjö mögur ár. Aldrei þessu vant hafa umsamdar launahækkanir skilað sér nær allar í auknum kaupmætti vegna þess að verðbólga hefur verið í lágmarki. Leiðrétting húsnæðislána sem og lækkanir á tollum, gjöldum og sköttum hafa einnig aukið ráðstöfunartekjur heimilanna. Samkvæmt nýlegri skýrslu Velferðarvaktarinnar er Ísland nú með þriðja mesta jöfnuð í tekjuskiptingu og minnsta fátækt af þjóðum OECD. Því er nú brýtn að stíga varlega til jarðar.Dýrt húsnæðiFréttir herma að gjá sé á milli deiluaðila í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ég tel að nýtt húsnæðiskerfi muni skipta máli í þessum efnum. Í dag er húsnæði allt of dýrt og kerfið meingallað. Kjör fólks munu tvímælalaust batna með betra kerfi. Fyrirliggjandi eru umfangsmiklar tillögur að nýju húsnæðiskerfi sem félagsmálaráðherra mun kynna fljótlega en með því verða öll búsetuform styrkt, hvort sem fólk tekur lán til að kaupa íbúð, leigir eða er þátttakandi í húsnæðissamvinnufélagi. Þó svo að menn séu sammála um að svigrúm sé til að auka jöfnuð enn frekar, þá megum við ekki ganga of langt og hleypa verðbólgudraugnum úr búrinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar