Prófa fyrir sér með vinnslu á birkisafa Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Safanum safnað. Benjamín hefur komið fyrir áaftöppunarbúnaði á 41 tré í Vaglaskógi. Mynd/Pétur Halldórsson Tekið er að bruma í Vaglaskógi og sætur birkisafinn er því farinn að fljóta. Starfsstöð Skógræktar ríkisins á Akureyri í samstarfi við fyrirtækið Foss Distillery safnar nú birkisafa úr birkitrjám í Vaglaskógi til að nýta í ýmis þróunarverkefni. Verkefnið hefur staðið yfir síðan í fyrravor en í Vaglaskógi hefur verið komið upp aftöppunarbúnaði á 41 tré. Birkisafann má nýta í ýmislegt, en Foss Distillery, nýtir hann til að blanda birkilíkjör. Þá er safinn, sem inniheldur 1 til 2 prósent sykur, tilvalinn í sírópsgerð, ísgerð og bakstur.Sjá einnig: Bændur bora eftir birkisafa Benjamín Örn Davíðsson, aðstoðarskógarvörður í Vaglaskógi, var við aftöppun á trjánum í fyrradag en þá söfnuðust um 30 lítrar. „Það er á þessum árstíma þegar trén eru að vakna úr dvala og draga í sig vatn úr jörðinni sem best er að safna birkisafanum,“ segir Benjamín.Hægt er að nýta safann í bakstur, sýróps- og líkkjöragerð og fleira.Mynd/Pétur Halldórsson„Það er auðvitað algengt um heim allan að sækja vökva í hlyn og birki en þetta er alveg nýtt hér á Íslandi. Þetta opnar augu manns fyrir ýmsum möguleikum,“ segir Benjamín sem segir að safann mætti nýta vel ef fundinn er fyrir hann góður markaður. Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss Distillery, hefur um nokkurt skeið unnið þróunarvinnu með birkisafa. „Búið er til síróp úr safanum sem við nýtum síðan í líkjöra sem við köllum Björk og Birki. Salan á þeim gengur afar vel og ferðamenn hafa mikinn áhuga á þessu. það er líka mikil nýlunda að nota þetta í kokteilagerð,“ segir Jakob. Benjamín segir að hver sem er geti í raun safnað birkisafa en vanda þarf til verka við að safna honum. Tréð sem safnað er úr þarf að vera stórt og hraustlegt með góða krónu. Þá þarf að bora litla holu og koma fyrir slöngu til að safna safanum. Þegar vatnsupptaka á sér stað í trénu ætti vökvinn að seytla inn í slönguna. Passa verður að nota ekki sama tré mörg sumur í röð. „Ég var sjálfur að prófa að sjóða síróp,“ segir Benjamín, en hægt er að sjóða safann í um þrjá tíma til að úr verði ljúffengt síróp. Vonast er til að safamagnið aukist til muna þegar trén taka að springa út. Þá er engin reynsla komin á hvenær skal hefja safatöku og hvaða tré skuli velja en ekki virðist vera hægt að áætla hvaða þættir hafi áhrif á safamagnið sem hvert tré framleiðir daglega. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tekið er að bruma í Vaglaskógi og sætur birkisafinn er því farinn að fljóta. Starfsstöð Skógræktar ríkisins á Akureyri í samstarfi við fyrirtækið Foss Distillery safnar nú birkisafa úr birkitrjám í Vaglaskógi til að nýta í ýmis þróunarverkefni. Verkefnið hefur staðið yfir síðan í fyrravor en í Vaglaskógi hefur verið komið upp aftöppunarbúnaði á 41 tré. Birkisafann má nýta í ýmislegt, en Foss Distillery, nýtir hann til að blanda birkilíkjör. Þá er safinn, sem inniheldur 1 til 2 prósent sykur, tilvalinn í sírópsgerð, ísgerð og bakstur.Sjá einnig: Bændur bora eftir birkisafa Benjamín Örn Davíðsson, aðstoðarskógarvörður í Vaglaskógi, var við aftöppun á trjánum í fyrradag en þá söfnuðust um 30 lítrar. „Það er á þessum árstíma þegar trén eru að vakna úr dvala og draga í sig vatn úr jörðinni sem best er að safna birkisafanum,“ segir Benjamín.Hægt er að nýta safann í bakstur, sýróps- og líkkjöragerð og fleira.Mynd/Pétur Halldórsson„Það er auðvitað algengt um heim allan að sækja vökva í hlyn og birki en þetta er alveg nýtt hér á Íslandi. Þetta opnar augu manns fyrir ýmsum möguleikum,“ segir Benjamín sem segir að safann mætti nýta vel ef fundinn er fyrir hann góður markaður. Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss Distillery, hefur um nokkurt skeið unnið þróunarvinnu með birkisafa. „Búið er til síróp úr safanum sem við nýtum síðan í líkjöra sem við köllum Björk og Birki. Salan á þeim gengur afar vel og ferðamenn hafa mikinn áhuga á þessu. það er líka mikil nýlunda að nota þetta í kokteilagerð,“ segir Jakob. Benjamín segir að hver sem er geti í raun safnað birkisafa en vanda þarf til verka við að safna honum. Tréð sem safnað er úr þarf að vera stórt og hraustlegt með góða krónu. Þá þarf að bora litla holu og koma fyrir slöngu til að safna safanum. Þegar vatnsupptaka á sér stað í trénu ætti vökvinn að seytla inn í slönguna. Passa verður að nota ekki sama tré mörg sumur í röð. „Ég var sjálfur að prófa að sjóða síróp,“ segir Benjamín, en hægt er að sjóða safann í um þrjá tíma til að úr verði ljúffengt síróp. Vonast er til að safamagnið aukist til muna þegar trén taka að springa út. Þá er engin reynsla komin á hvenær skal hefja safatöku og hvaða tré skuli velja en ekki virðist vera hægt að áætla hvaða þættir hafi áhrif á safamagnið sem hvert tré framleiðir daglega.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira