Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Enn er leitað að fólki í rústum í Nepal og skortur er á læknum og hjálpargögnum. Eftirskjálftar eru stórir. Kröftugur skjálfti reið yfir í gærmorgun og fólk er óttaslegið vegna þeirra og kýs að sofa undir berum himni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Alþjóðleg björgunarteymi streyma nú til Nepal og svæða sem urðu illa úti í skjálftanum sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Tala látinna er komin yfir 2.500, þar af létust 700 í Katmandú, höfuðborg Nepal. Hundruð þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Einn þeirra sem reið yfir í gær mældist 6,7 að stærð. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Talið er víst að tala látinna eigi eftir að hækka. Margir eru slasaðir og í brýnni þörf fyrir læknisaðstoð. Einnig er skortur á öllum helstu nauðsynjum, matvælum, aðgangi að hreinu vatni og skjóli. Nepölsk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum sem urðu verst úti og hafa óskað eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður flaug frá Íslandi á laugardag, strax eftir að fregnir bárust af jarðskjálftanum. Hann var staddur í Dúbaí í gær þar sem hann beið eftir flugi til Katmandú í morgun. „Jarðskjálftar eru alltaf þannig að hver mínúta og hver klukkutími skiptir máli varðandi það að bjarga fólki úr rústum. Okkar hlutverk verður að tryggja góð fjarskipti á svæðinu, það er lykilatriði til þess að samhæfa björgunaraðgerðir,“ segir Gísli Rafn sem hefur mikla reynslu af björgunaraðgerðum eftir jarðskjálfta og náttúruhamfarir. Þetta er fjórði stóri jarðskjálftinn þar sem hann hefur hjálpað á vettvangi og mikið verk bíður hans því rafmagns- og farsímakerfi liggja niðri á mörgum svæðum. Hann notaði tímann meðan hann beið eftir fluginu til Katmandú til að undirbúa sig andlega undir starfið. „Það er alltaf erfitt að koma á staði þar sem er mikið af fólki sem á um sárt að binda. En að gera gagn þar sem fólk þarf hjálp, það drífur mann áfram.“ Hann segir erfitt verkefni fram undan og býst við slæmum aðstæðum. „Þetta eru mörg lítil þorp sem liggja í dölum í fjalllendi. Þorpin eru í rúst og vegir eru farnir í sundur, bæði vegna jarðskjálftans og vegna skriðufalla. Það verður mjög erfitt að koma hjálpargögnum og björgunarsveitum á vettvang.“ Fjölmargar hjálparstofnanir hafa svarað kallinu og hafið neyðarsöfnun fyrir íbúa í Nepal, meðal annars Rauði krossinn og UNICEF. Að minnsta kosti 940 þúsund börn á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfa á brýnni aðstoð að halda samkvæmt UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Jón Brynjar Birgisson er sviðsstjóri alþjóðlegra björgunaraðgerða hjá Rauða krossinum og hefur fundað um næstu skref hér á landi en fyrir liggur að verða við alþjóðlegri hjálparbeiðni. Um tvö hundruð Íslendingar eru þjálfaðir sendifulltrúar Rauða Krossins, flestir úr heilbrigðisgeiranum. „Við munum leggja til starfsfólk í neyðarsveitirnar. Við munum líklega senda um þrjátíu fulltrúa. Það er mikið verk fram undan, nú einbeitum við okkur að aðhlynningu slasaðra, því að dreifa hjálpargögnum og veita áfallahjálp, svo á eftir fer samfélagsleg uppbygging og aðstoð. Þetta mun taka tíma.“ Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Alþjóðleg björgunarteymi streyma nú til Nepal og svæða sem urðu illa úti í skjálftanum sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Tala látinna er komin yfir 2.500, þar af létust 700 í Katmandú, höfuðborg Nepal. Hundruð þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Einn þeirra sem reið yfir í gær mældist 6,7 að stærð. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Talið er víst að tala látinna eigi eftir að hækka. Margir eru slasaðir og í brýnni þörf fyrir læknisaðstoð. Einnig er skortur á öllum helstu nauðsynjum, matvælum, aðgangi að hreinu vatni og skjóli. Nepölsk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum sem urðu verst úti og hafa óskað eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður flaug frá Íslandi á laugardag, strax eftir að fregnir bárust af jarðskjálftanum. Hann var staddur í Dúbaí í gær þar sem hann beið eftir flugi til Katmandú í morgun. „Jarðskjálftar eru alltaf þannig að hver mínúta og hver klukkutími skiptir máli varðandi það að bjarga fólki úr rústum. Okkar hlutverk verður að tryggja góð fjarskipti á svæðinu, það er lykilatriði til þess að samhæfa björgunaraðgerðir,“ segir Gísli Rafn sem hefur mikla reynslu af björgunaraðgerðum eftir jarðskjálfta og náttúruhamfarir. Þetta er fjórði stóri jarðskjálftinn þar sem hann hefur hjálpað á vettvangi og mikið verk bíður hans því rafmagns- og farsímakerfi liggja niðri á mörgum svæðum. Hann notaði tímann meðan hann beið eftir fluginu til Katmandú til að undirbúa sig andlega undir starfið. „Það er alltaf erfitt að koma á staði þar sem er mikið af fólki sem á um sárt að binda. En að gera gagn þar sem fólk þarf hjálp, það drífur mann áfram.“ Hann segir erfitt verkefni fram undan og býst við slæmum aðstæðum. „Þetta eru mörg lítil þorp sem liggja í dölum í fjalllendi. Þorpin eru í rúst og vegir eru farnir í sundur, bæði vegna jarðskjálftans og vegna skriðufalla. Það verður mjög erfitt að koma hjálpargögnum og björgunarsveitum á vettvang.“ Fjölmargar hjálparstofnanir hafa svarað kallinu og hafið neyðarsöfnun fyrir íbúa í Nepal, meðal annars Rauði krossinn og UNICEF. Að minnsta kosti 940 þúsund börn á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfa á brýnni aðstoð að halda samkvæmt UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Jón Brynjar Birgisson er sviðsstjóri alþjóðlegra björgunaraðgerða hjá Rauða krossinum og hefur fundað um næstu skref hér á landi en fyrir liggur að verða við alþjóðlegri hjálparbeiðni. Um tvö hundruð Íslendingar eru þjálfaðir sendifulltrúar Rauða Krossins, flestir úr heilbrigðisgeiranum. „Við munum leggja til starfsfólk í neyðarsveitirnar. Við munum líklega senda um þrjátíu fulltrúa. Það er mikið verk fram undan, nú einbeitum við okkur að aðhlynningu slasaðra, því að dreifa hjálpargögnum og veita áfallahjálp, svo á eftir fer samfélagsleg uppbygging og aðstoð. Þetta mun taka tíma.“
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00
Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00