Lonníettulausnir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. maí 2015 07:00 Óhætt er að segja að spennandi staða sé komin upp í íslenskum stjórnmálum. Um það má deila hvort staðan sé jákvæð eða neikvæð, það fer, eins og svo margt annað, eftir því hvernig litið er á hlutina. Staðan er hins vegar sú að hver könnunin á fætur annarri sýnir fram á að stjórnmálaflokkar sem byggja á áratuga-, ef ekki alda, gömlum hefðum, virðast litlum hljómgrunni ná hjá kjósendum. Og njóti flokkarnir lítils álits á meðal kjósenda, þá er það þó hátíð miðað við leiðtoga þeirra, allflesta. Það virðist með öðrum orðum komin upp sú staða að gömlu leiðirnar, gamla módelið, hugnist íbúum þessa lands lítt nú um stundir. Þetta ætti kannski ekki að koma eins mikið á óvart og það virðist gera, hjá sumum að minnsta kosti. Eftir að efnahagskerfi landsins hrundi varð krafan um nýjar leiðir ansi hávær. Svo mjög að til valda í stærsta sveitarfélagi landsins komst flokkur sem í raun hafði það eina markmið að gera hlutina öðruvísi en þeir höfðu verið gerðir fram að þeim tíma. En, eins og svo oft áður, sjatnar æsingurinn. Líkt og eftir snarpt og hávært rifrildi sambýlisfólks þar sem annar hefur eitthvað gert á hlut hins, sem fékk sína útrás með háværum hrópum og handapati, en síðan komst aftur á jafnvægi. Þjóðin gekk til kosninga, enn á ný, trúði loforðunum, sem sama fólk og það úthrópaði fyrir skemmstu sem óalandi og óferjandi, gaf og svo hélt lífið áfram. Það eru þó gömul sannindi og ný að á meðan ekki er tekist á við rót vandans sem veldur deilum, leysist vandinn ekki. Á yfirborðinu mallar kannski allt nokkuð mjúklega, en sé vandinn ekki leystur, skýtur hann stöðugt upp kollinum. Og það er það sem virðist hafa gerst núna. Og skyldi kannski engan undra. Það er hægt að gera margt (kannski ekki margt, en eitthvað) vitlausara en að lesa sig í gegnum þingræður frá því skömmu eftir hrun. Að ekki sé talað um að glugga í kosningabaráttuna fyrir kosningarnar 2009. Það er sama hvar í flokki fólk stóð; allir lofuðu því að nú skyldi blaðinu snúið við, allt yrði nýtt, aldrei aftur hið gamla, íslensk stjórnmál yrðu aldrei söm. Eins og alkóhólistinn sem hefur umturnað heimilislífinu en lofar öllu fögru, í þetta skiptið skal allt verða gott því ég er orðinn betri maður. En svo nálgast helgin með sínum fyrirheitum um djamm og skemmtun og þá fennir yfir loforðin fögru. Örlítið innlit á Alþingi dugar til að sjá að ekki er nýju vinnubrögðunum þar fyrir að fara. Örheimsókn í stjórnarráðið sýnir að nýi hugsunarháttur samvinnunnar er þar ekki í hávegum hafður. Áfram er haldið, árangur áfram, hví að stoppa? Jú, kjósendur virðast ekki vilja vera með í þessum leiðangri. Þeir vilja eitthvað annað, kannski eitthvað af því sem lofað var eftir hrun. Og þá þýðir lítið að ætla að bregðast við bara með öflugri aðferðum hins gamla tíma og enn sterkari leiðtogum. Við þurfum ekki lonníetturnar hans afa, heldur leiseraðgerð. Og talandi um alkóhólista, munum að kaupa SÁÁ-álfinn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að spennandi staða sé komin upp í íslenskum stjórnmálum. Um það má deila hvort staðan sé jákvæð eða neikvæð, það fer, eins og svo margt annað, eftir því hvernig litið er á hlutina. Staðan er hins vegar sú að hver könnunin á fætur annarri sýnir fram á að stjórnmálaflokkar sem byggja á áratuga-, ef ekki alda, gömlum hefðum, virðast litlum hljómgrunni ná hjá kjósendum. Og njóti flokkarnir lítils álits á meðal kjósenda, þá er það þó hátíð miðað við leiðtoga þeirra, allflesta. Það virðist með öðrum orðum komin upp sú staða að gömlu leiðirnar, gamla módelið, hugnist íbúum þessa lands lítt nú um stundir. Þetta ætti kannski ekki að koma eins mikið á óvart og það virðist gera, hjá sumum að minnsta kosti. Eftir að efnahagskerfi landsins hrundi varð krafan um nýjar leiðir ansi hávær. Svo mjög að til valda í stærsta sveitarfélagi landsins komst flokkur sem í raun hafði það eina markmið að gera hlutina öðruvísi en þeir höfðu verið gerðir fram að þeim tíma. En, eins og svo oft áður, sjatnar æsingurinn. Líkt og eftir snarpt og hávært rifrildi sambýlisfólks þar sem annar hefur eitthvað gert á hlut hins, sem fékk sína útrás með háværum hrópum og handapati, en síðan komst aftur á jafnvægi. Þjóðin gekk til kosninga, enn á ný, trúði loforðunum, sem sama fólk og það úthrópaði fyrir skemmstu sem óalandi og óferjandi, gaf og svo hélt lífið áfram. Það eru þó gömul sannindi og ný að á meðan ekki er tekist á við rót vandans sem veldur deilum, leysist vandinn ekki. Á yfirborðinu mallar kannski allt nokkuð mjúklega, en sé vandinn ekki leystur, skýtur hann stöðugt upp kollinum. Og það er það sem virðist hafa gerst núna. Og skyldi kannski engan undra. Það er hægt að gera margt (kannski ekki margt, en eitthvað) vitlausara en að lesa sig í gegnum þingræður frá því skömmu eftir hrun. Að ekki sé talað um að glugga í kosningabaráttuna fyrir kosningarnar 2009. Það er sama hvar í flokki fólk stóð; allir lofuðu því að nú skyldi blaðinu snúið við, allt yrði nýtt, aldrei aftur hið gamla, íslensk stjórnmál yrðu aldrei söm. Eins og alkóhólistinn sem hefur umturnað heimilislífinu en lofar öllu fögru, í þetta skiptið skal allt verða gott því ég er orðinn betri maður. En svo nálgast helgin með sínum fyrirheitum um djamm og skemmtun og þá fennir yfir loforðin fögru. Örlítið innlit á Alþingi dugar til að sjá að ekki er nýju vinnubrögðunum þar fyrir að fara. Örheimsókn í stjórnarráðið sýnir að nýi hugsunarháttur samvinnunnar er þar ekki í hávegum hafður. Áfram er haldið, árangur áfram, hví að stoppa? Jú, kjósendur virðast ekki vilja vera með í þessum leiðangri. Þeir vilja eitthvað annað, kannski eitthvað af því sem lofað var eftir hrun. Og þá þýðir lítið að ætla að bregðast við bara með öflugri aðferðum hins gamla tíma og enn sterkari leiðtogum. Við þurfum ekki lonníetturnar hans afa, heldur leiseraðgerð. Og talandi um alkóhólista, munum að kaupa SÁÁ-álfinn!
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun