

Lögmaðurinn eða læknirinn þinn?
Einhver sagði að þessi þróun byggði á offramboði lögfræðinga en í Lögmannablaðinu árið 2013 var grein sem bar yfirskriftina „Blikur á lofti í atvinnuhorfum lögfræðinga“ en í þeirri grein kemur fram að á sama tíma og 150 útskrifuðust úr meistaranámi á ári voru 70 skráðir á atvinnuleysisskrá og hefur ástandið farið versnandi ár frá ári undanfarið hvað þetta snertir. Mjög mikið er um gylliboð í slysabransanum, ókeypis ráðgjöf er oft auglýst af hálfu þessara aðila með von um hag ef bætur nást út úr máli viðkomandi einstaklings. Það er gott að verið sé að passa hagsmuni fólks og er ég mjög hlynntur því, en ég vil nota tækifærið og benda á nokkrar staðreyndir í tengslum við mál af þessum toga.
Nú er það svo að þegar einstaklingur slasast hefur hann ákveðin réttindi sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir og tengjast skilmálum trygginga, kjarasamningi viðkomandi og frekari þáttum. Við slys er ferlið yfirleitt þess eðlis að hin læknisfræðilega nálgun er í forgrunni og aðstoð við einstaklinginn að komast aftur til heilsu. Slíkt gengur þó því miður ekki alltaf eftir, þá vitum við líka að bataferli geta verið mismunandi löng. Það fer eftir eðli áverka, meðferðarmöguleikum og ýmsu fleira. Almenna reglan er sú að reynt er að átta sig á stöðugleikapunkti vanda viðkomandi sem oftar en ekki er að ári liðnu eftir slys eða jafnvel lengur.
Ákveðin eðlileg töf
Þetta þýðir að það verður ákveðin eðlileg töf á áliti læknis eða vottorði um heilsufar einstaklings í kjölfar slyss þegar verið er að meta afleiðingar þess. Oft er beiðnin send á heimilislækni eða þann lækni sem hefur borið ábyrgð á meðferðinni sem ritar fyrsta vottorð, í framhaldi þarf svo að gera frekara mat sem fer fram t.d. á vegum tryggingarfélaga þar sem iðulega er um að ræða matsgerðir læknis og lögfræðings til að meta miska viðkomandi, örorkustig og fleira. Þessar beiðnir um vottorð hafa undanfarin ár farið að berast fyrr en ella og jafnvel nokkru áður en mögulegt er að meta langtímaáhrif. Læknum hefur þótt það sérkennilegt, en talsvert er gengið á eftir þessum vottorðum enda um hagsmuni bæði skjólstæðinga og lögmanna viðkomandi að ræða. Ákveðinnar óþolinmæði gætir þess vegna, en öllum er ljóst að mönnunarvandi blasir við í heilbrigðiskerfinu og þessi mál njóta ekki forgangs þar.
Þessi kerfislægi vandi gerir það að verkum að þessi vottorð eru oftsinnis unnin utan hefðbundins vinnutíma, en flestir læknar eru sammála því að álag vegna slíkra mála hefur aukist undanfarin ár. Það dylst engum réttur sjúklinga í þessu efni, sem er skýr að lækni er skylt að rita vottorð sem beðið er um af hans hálfu og reyna læknar að verða við því eftir fremsta megni.
Umræða mikilvæg
En að mínu mati, vegna aukins álags og hraða af ofangreindum orsökum, er í auknum mæli óskað eftir útprentun úr sjúkraskýrslum einstaklinga í stað vottorðs. Nú er það svo að lögfræðingur skjólstæðings fær umboð til að leita gagna sem við koma því máli sem hann flytur fyrir skjólstæðing sinn. Þegar læknir ritar vottorð vegna umferðarslyss svo dæmi sé tekið fer hann yfir gögn í sjúkraskrá sem tengjast því máli og tekur afstöðu til fyrra og núverandi heilsufars en lætur óviðkomandi atriði liggja á milli hluta.
Þarna er verið að verja einkalíf skjólstæðings, enda geta önnur veikindi verið afar persónuleg og ekki á nokkurn máta verið eðlilegt að lögfræðingur hafi innsýn í þau eins og til dæmis geðsjúkdóma, fóstureyðingar, kynsjúkdóma, krabbamein eða annað slíkt þegar hann er að leita eftir upplýsingum vegna meðhöndlunar við bakáverka eftir umferðarslys. Í mörgum tilvikum er umboð einstaklinga til lögfræðings óskýrt hvað þetta varðar og ættu læknar almennt ekki að prenta út sjúkraskrá einstaklings og senda lögfræðingi hans nema með sérstöku samþykki sjúklings. Mín skoðun er reyndar sú að ekki eigi að prenta út sjúkraskrá og senda frá sér vegna mála sem þessa, heldur rita vottorð þó það taki lengri tíma.
Mikilvægt er að taka umræðu um þessi mál og að almenningur átti sig á því hvað er verið að undirrita og þá er ágætt að miðla því til bæði lækna og lögfræðinga að þeir finni ásættanlega lausn sem tryggir afgreiðslu mála og hagsmuni sjúklinga sem best.
Skoðun

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar