Farsælt samband orkuvinnslu og ferðaþjónustu Hörður Arnarson skrifar 29. maí 2015 07:00 Náttúruverðmæti okkar Íslendinga eru mikil. Það vitum við sjálf og það vita þeir fjölmörgu ferðamenn sem hingað koma. Skylda okkar er að hlúa að þessum verðmætum. Orkuvinnsla og ferðaþjónusta nýta náttúruna í efnahagslegum tilgangi. Um leið er afar mikilvægt að báðar atvinnugreinar geri það á varfærinn og sjálfbæran hátt. Báðar greinar valda óhjákvæmilega nokkru raski, sem þarf að lágmarka. Ábyrgð nýtingaraðila þarf að vera rík og skýr og við þurfum að greina áhrif sem best við getum áður en svæði eru nýtt. Samstarf orkuiðnaðar og ferðaþjónustu hefur verið farsælt. Aðgengi og aðstaða sem fylgt hafa orkuframkvæmdum hafa verið ferðaþjónustunni mikil lyftistöng. Þegar aflstöðvar hafa verið reistar njóta þær, og tengdur rekstur, oft vinsælda hjá ferðamönnum. Það þekkjum við frá Bláa lóninu, jarðböðunum í Mývatnssveit, Hellisheiðarvirkjun og gestastofum Landsvirkjunar við Búrfell, Kröflu og Fljótsdalsstöð. Erlendir gestir skipta jafnvel hundruðum þúsunda á ári hverju. Við hjá Landsvirkjun tökum á móti fjölda erlendra ferðamanna og við verðum vör við mikinn áhuga og ánægju með árangur Íslendinga í orkumálum. Ímynd hinnar hreinu og endurnýjanlegu orku er samofin ímynd Íslands. Erlendu gestirnir hafa samanburðinn, því í heimalöndum þeirra er eitt helsta verkefnið að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og tryggja orkuöryggi. Glöggt er gests augað. Jákvætt viðhorf erlendis var staðfest með viðhorfskönnun Iceland Naturally á meðal almennings í Bandaríkjunum á síðasta ári. 67% töldu að notkun Íslands á endurnýjanlegum orkugjöfum yki áhuga þeirra á Íslandi og vörum frá Íslandi. Í sömu könnun kom fram að 49% teldu að endurnýjanleg orka Íslendinga gerði mun líklegra að þeir ferðuðust til Íslands og væri eitt það helsta sem drægi þá til landsins. Því er full ástæða til að telja að uppbygging ferðaþjónustu og orkuiðnaðar muni áfram geta orðið í góðri samvinnu, til hagsbóta fyrir báðar atvinnugreinar og Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Náttúruverðmæti okkar Íslendinga eru mikil. Það vitum við sjálf og það vita þeir fjölmörgu ferðamenn sem hingað koma. Skylda okkar er að hlúa að þessum verðmætum. Orkuvinnsla og ferðaþjónusta nýta náttúruna í efnahagslegum tilgangi. Um leið er afar mikilvægt að báðar atvinnugreinar geri það á varfærinn og sjálfbæran hátt. Báðar greinar valda óhjákvæmilega nokkru raski, sem þarf að lágmarka. Ábyrgð nýtingaraðila þarf að vera rík og skýr og við þurfum að greina áhrif sem best við getum áður en svæði eru nýtt. Samstarf orkuiðnaðar og ferðaþjónustu hefur verið farsælt. Aðgengi og aðstaða sem fylgt hafa orkuframkvæmdum hafa verið ferðaþjónustunni mikil lyftistöng. Þegar aflstöðvar hafa verið reistar njóta þær, og tengdur rekstur, oft vinsælda hjá ferðamönnum. Það þekkjum við frá Bláa lóninu, jarðböðunum í Mývatnssveit, Hellisheiðarvirkjun og gestastofum Landsvirkjunar við Búrfell, Kröflu og Fljótsdalsstöð. Erlendir gestir skipta jafnvel hundruðum þúsunda á ári hverju. Við hjá Landsvirkjun tökum á móti fjölda erlendra ferðamanna og við verðum vör við mikinn áhuga og ánægju með árangur Íslendinga í orkumálum. Ímynd hinnar hreinu og endurnýjanlegu orku er samofin ímynd Íslands. Erlendu gestirnir hafa samanburðinn, því í heimalöndum þeirra er eitt helsta verkefnið að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og tryggja orkuöryggi. Glöggt er gests augað. Jákvætt viðhorf erlendis var staðfest með viðhorfskönnun Iceland Naturally á meðal almennings í Bandaríkjunum á síðasta ári. 67% töldu að notkun Íslands á endurnýjanlegum orkugjöfum yki áhuga þeirra á Íslandi og vörum frá Íslandi. Í sömu könnun kom fram að 49% teldu að endurnýjanleg orka Íslendinga gerði mun líklegra að þeir ferðuðust til Íslands og væri eitt það helsta sem drægi þá til landsins. Því er full ástæða til að telja að uppbygging ferðaþjónustu og orkuiðnaðar muni áfram geta orðið í góðri samvinnu, til hagsbóta fyrir báðar atvinnugreinar og Ísland.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun