Jafnrétti er verkefni allra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 19. júní 2015 00:00 19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. Síðan þá hefur 19. júní verið tileinkaður baráttunni fyrir jafnrétti á Íslandi. Gríðarmikið hefur áunnist í jafnréttismálum. Þar geta Íslendingar reyndar státað af betri árangri en allar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við höldum áfram baráttunni fyrir jöfnum tækifærum allra óháð kyni. Árangur jafnréttisbaráttunnar leiðir líka stöðugt í ljós ný verkefni til að takast á við. Nú eru til að mynda bætt staða drengja í skólakerfinu og betri kjör og réttindi kvenna í láglaunastörfum að fá aukna athygli sem mikilvæg verkefni í jafnréttisbaráttunni. Jafnrétti kynjanna varða alla, fólk á öllum aldri og karla jafnt sem konur. Það er mikilvægt að sem flestir láti sig málefnið varða, líti á það sem skyldu sína að vinna að og verja jafnrétti. Það á að vera jafnmikið keppikefli karla og kvenna. Karlar hafa tilefni til að fagna deginum í dag ekki síður en konur. Ekki aðeins vegna þess að karlmenn sem áður höfðu ekki notið kosningaréttar fengu þann rétt fyrir hundrað árum, heldur vegna þess að kosningaréttur kvenna er ekki síður fagnaðarefni fyrir karla en konur. – Á sama tíma og við vinnum að enn betri árangri í jafnréttismálum á Íslandi er mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem er álitið öðrum fyrirmynd hefur skyldu til að hjálpa öðrum. Ísland nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi vegna árangurs á sviði jafnréttismála og fyrir vikið er því veitt athygli þegar fulltrúar okkar ræða þau mál. Með því að hjálpa öðrum þjóðum að bæta stöðu sína á sviði kynjajafnréttis erum við ekki aðeins að vinna að réttlæti fyrir konur heldur um leið að bæta samfélögin að öllu leyti því fátt er betur til þess fallið að stuðla að framþróun á ólíkum sviðum og aukinni velmegun en aukið jafnrétti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður Ísland áfram virkur þátttakandi í jafnréttisbaráttunni, meðal annars í verkefninu HeForShe (HeForHer) á vegum UN Women, sem ég hvet alla til að kynna sér á www.HeForShe.is Stúlkur og piltar eiga að alast upp við að þau séu metin að verðleikum en ekki á grundvelli kyns. Þau eiga rétt á sömu framtíðardraumum og það er skylda okkar sem eldri erum að tryggja þeim sömu tækifæri til að láta þá drauma rætast. Til hamingju með daginn íslenskir karlar og konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. Síðan þá hefur 19. júní verið tileinkaður baráttunni fyrir jafnrétti á Íslandi. Gríðarmikið hefur áunnist í jafnréttismálum. Þar geta Íslendingar reyndar státað af betri árangri en allar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við höldum áfram baráttunni fyrir jöfnum tækifærum allra óháð kyni. Árangur jafnréttisbaráttunnar leiðir líka stöðugt í ljós ný verkefni til að takast á við. Nú eru til að mynda bætt staða drengja í skólakerfinu og betri kjör og réttindi kvenna í láglaunastörfum að fá aukna athygli sem mikilvæg verkefni í jafnréttisbaráttunni. Jafnrétti kynjanna varða alla, fólk á öllum aldri og karla jafnt sem konur. Það er mikilvægt að sem flestir láti sig málefnið varða, líti á það sem skyldu sína að vinna að og verja jafnrétti. Það á að vera jafnmikið keppikefli karla og kvenna. Karlar hafa tilefni til að fagna deginum í dag ekki síður en konur. Ekki aðeins vegna þess að karlmenn sem áður höfðu ekki notið kosningaréttar fengu þann rétt fyrir hundrað árum, heldur vegna þess að kosningaréttur kvenna er ekki síður fagnaðarefni fyrir karla en konur. – Á sama tíma og við vinnum að enn betri árangri í jafnréttismálum á Íslandi er mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem er álitið öðrum fyrirmynd hefur skyldu til að hjálpa öðrum. Ísland nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi vegna árangurs á sviði jafnréttismála og fyrir vikið er því veitt athygli þegar fulltrúar okkar ræða þau mál. Með því að hjálpa öðrum þjóðum að bæta stöðu sína á sviði kynjajafnréttis erum við ekki aðeins að vinna að réttlæti fyrir konur heldur um leið að bæta samfélögin að öllu leyti því fátt er betur til þess fallið að stuðla að framþróun á ólíkum sviðum og aukinni velmegun en aukið jafnrétti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður Ísland áfram virkur þátttakandi í jafnréttisbaráttunni, meðal annars í verkefninu HeForShe (HeForHer) á vegum UN Women, sem ég hvet alla til að kynna sér á www.HeForShe.is Stúlkur og piltar eiga að alast upp við að þau séu metin að verðleikum en ekki á grundvelli kyns. Þau eiga rétt á sömu framtíðardraumum og það er skylda okkar sem eldri erum að tryggja þeim sömu tækifæri til að láta þá drauma rætast. Til hamingju með daginn íslenskir karlar og konur.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar