Haltu kjafti, heyrnarlaus Magnús Guðmundsson skrifar 22. júní 2015 07:00 Það er freistandi tilhugsun að setja kvóta á málbein íslenskra stjórnmálamanna. Í þessu gæti falist ákveðin hvíld fyrir lúna og langþreytta Íslendinga sem furða sig oft og tíðum á innihaldslitlu gaspri og óviðeigandi orðbragði íslenskra ráðamanna. Ágætis dæmi um þetta má finna í ummælum Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem sagðist: „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ Tilefnið mótmæli á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins þann 17. júní. Sitt sýnist hverjum um mótmæli gegn starfandi ríkisstjórn á þessum degi á þessari stund. En flestir geta þó vonandi verið sammála um að Guðfinnu Jóhönnu er lítill sómi að orðfærinu en það dugði henni þó til þess að ná eyrum landsmanna. Í þessu tilviki hefði því mögulega einhvers konar málbeins- eða tjáningarkvóti getað komið borgarfulltrúanum til bjargar. En svo var ekki og auðvitað er það hið besta mál. Réttur okkar til tjáningar er einn helsti hornsteinn lýðræðisríkis og grundvöllur almennra mannréttinda. Hugmyndin um málbeinskvóta er því afleit hvernig sem á er litið. Engu að síður þarf hluti íslensku þjóðarinnar þó að búa við slíkan málbeinskvóta. Sætta sig við það að ársfjórðungslega sé ekki í boði að tjá sig við þann þorra þjóðarinnar sem hefur íslenskuna sem fyrsta mál. Þessi hópur má búa við það að þurfa að halda kjafti um menn og málefni, geta ekki farið í atvinnuviðtöl eða tekið þátt í opinberri umræðu. Þurfa að þegja þunnu hljóði í útskriftarveislum og brúðkaupum þegar sum okkar finna hjá sér þörf til þess að segja úr ræðustól eitthvað fallegt við þá sem okkur þykir vænt um og svo mætti lengi telja. Þessi hópur er heyrnarlausir Íslendingar. Fyrsta tungumál heyrnarlausra Íslendinga er táknmál en hins vegar eru afar fáir Íslendingar sem læra það tungumál enda er það ekki hluti af námsskrá skólakerfisins. Þar er þó kennd bæði enska og danska og reyndar fleiri tungumál sem er allt eins fallegt svo við getum reynt að gera okkur skiljanleg við túristaflauminn. How do you like Iceland? Ársfjórðungslega gerist það að túlkasjóður heyrnarlausra klárast og heyrnarlausir fá skilaboð um að nú þurfi þeir að halda kjafti fram að næstu úthlutun. Þeim er þó vonandi ekki sagt það með þessum fruntalegu orðum enda enginn sómi að slíku orðfæri – en það hentar hugsanlega til þess að ná eyrum ráðamanna. Í nágrannalöndum okkar eru engar takmarkanir á sambærilegum sjóðum. Kannski vegna þess að heyrnarlausir eru heyrnarlausir allt árið – líka á Íslandi, eða einfaldlega vegna þess að þar er litið á réttinn til tjáningar sem grundvallarmannréttindi. Nágrannaþjóðir okkar hafa líka staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eitthvað sem er löngu tímabært að Alþingi Íslendinga komi í verk, en það mundi jafngilda lögum um þessi sjálfsögðu réttindi. Og tíminn til úrlausnar á þessum smánarbletti á íslensku samfélagi er núna. Þögn þeirra sem fara með málaflokkinn er margfalt verri en gaspur misviturra pólitíkusa um allt og ekkert, þjóðinni til mæðu á tyllidögum sem aðra daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það er freistandi tilhugsun að setja kvóta á málbein íslenskra stjórnmálamanna. Í þessu gæti falist ákveðin hvíld fyrir lúna og langþreytta Íslendinga sem furða sig oft og tíðum á innihaldslitlu gaspri og óviðeigandi orðbragði íslenskra ráðamanna. Ágætis dæmi um þetta má finna í ummælum Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem sagðist: „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ Tilefnið mótmæli á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins þann 17. júní. Sitt sýnist hverjum um mótmæli gegn starfandi ríkisstjórn á þessum degi á þessari stund. En flestir geta þó vonandi verið sammála um að Guðfinnu Jóhönnu er lítill sómi að orðfærinu en það dugði henni þó til þess að ná eyrum landsmanna. Í þessu tilviki hefði því mögulega einhvers konar málbeins- eða tjáningarkvóti getað komið borgarfulltrúanum til bjargar. En svo var ekki og auðvitað er það hið besta mál. Réttur okkar til tjáningar er einn helsti hornsteinn lýðræðisríkis og grundvöllur almennra mannréttinda. Hugmyndin um málbeinskvóta er því afleit hvernig sem á er litið. Engu að síður þarf hluti íslensku þjóðarinnar þó að búa við slíkan málbeinskvóta. Sætta sig við það að ársfjórðungslega sé ekki í boði að tjá sig við þann þorra þjóðarinnar sem hefur íslenskuna sem fyrsta mál. Þessi hópur má búa við það að þurfa að halda kjafti um menn og málefni, geta ekki farið í atvinnuviðtöl eða tekið þátt í opinberri umræðu. Þurfa að þegja þunnu hljóði í útskriftarveislum og brúðkaupum þegar sum okkar finna hjá sér þörf til þess að segja úr ræðustól eitthvað fallegt við þá sem okkur þykir vænt um og svo mætti lengi telja. Þessi hópur er heyrnarlausir Íslendingar. Fyrsta tungumál heyrnarlausra Íslendinga er táknmál en hins vegar eru afar fáir Íslendingar sem læra það tungumál enda er það ekki hluti af námsskrá skólakerfisins. Þar er þó kennd bæði enska og danska og reyndar fleiri tungumál sem er allt eins fallegt svo við getum reynt að gera okkur skiljanleg við túristaflauminn. How do you like Iceland? Ársfjórðungslega gerist það að túlkasjóður heyrnarlausra klárast og heyrnarlausir fá skilaboð um að nú þurfi þeir að halda kjafti fram að næstu úthlutun. Þeim er þó vonandi ekki sagt það með þessum fruntalegu orðum enda enginn sómi að slíku orðfæri – en það hentar hugsanlega til þess að ná eyrum ráðamanna. Í nágrannalöndum okkar eru engar takmarkanir á sambærilegum sjóðum. Kannski vegna þess að heyrnarlausir eru heyrnarlausir allt árið – líka á Íslandi, eða einfaldlega vegna þess að þar er litið á réttinn til tjáningar sem grundvallarmannréttindi. Nágrannaþjóðir okkar hafa líka staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eitthvað sem er löngu tímabært að Alþingi Íslendinga komi í verk, en það mundi jafngilda lögum um þessi sjálfsögðu réttindi. Og tíminn til úrlausnar á þessum smánarbletti á íslensku samfélagi er núna. Þögn þeirra sem fara með málaflokkinn er margfalt verri en gaspur misviturra pólitíkusa um allt og ekkert, þjóðinni til mæðu á tyllidögum sem aðra daga.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun