Að vera með í drápi en ekki líkn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. júní 2015 07:00 Þeirri mýtu hefur löngum verið haldið á lofti að Ísland sé herlaust land. Á tyllidögum hefur það verið undirstrikað og þar með hversu friðelskandi þjóð byggi þetta sker hér í norðri. Staðreyndin var þó sú að í um sjö áratugi var erlendur her hér á landi samkvæmt samningi þar að lútandi til að verja landið, eins og sagt var. Að segja að landið hafi verið herlaust af því að herinn var annarrar þjóðar er dálítið eins og að guma sig af því að vera bíllaus en aka um á bílaleigubíl. Þrátt fyrir veru hersins ríkti að nokkru leyti sameiginlegur skilningur á því að Íslendingar væru ekki mikið að skipta sér af átökum í öðrum löndum. Innan Atlantshafsbandalagsins gerðu þeir allt sem Bandaríkjamenn báðu um, en voru kannski ekki með í ákvarðanatökum, stóðu ekki í forsvari fyrir neitt. Á þessu varð nokkur breyting þegar Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á Serba vegna innrásar þeirra í Kosovo árið 1999. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar studdi þær árásir með ráðum og dáð, og raunar sumir flokkar stjórnarandstöðunnar, og var stuðningurinn svo mikils metinn að Wesley Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Kosovostríðinu, lýsti yfir sérstakri ánægju með hann. Aftur var Ísland með í ákvörðunum á árásir á fólk úti í heimi þegar landið var á lista hinna viljugu þjóða í innrás í Írak árið 2003 og aftur var Ísland með í loftárásum á Líbíu 2011. Við höfum sem sagt oft og tíðum fengið að vera með þegar farið er í aðgerðir sem munu drepa fólk í öðrum löndum. Það má færa rök fyrir því að þetta sé hreint ekki tæmandi listi. Þær aðgerðir geta heitið fínum og fallegum nöfnum, en í hverri einustu þeirra hafa almennir borgarar látið lífið og aðrir farið á vergang. Nú geta menn haft alls kyns skoðanir á nauðsyn umræddra aðgerða, en það er ekki umtalsefnið hér. Það sem vekur hins vegar athygli er hve við, herlausa, friðelskandi þjóðin í norðrinu, virðumst eiga auðveldara með að vera með í drápunum en því líknar- og uppbyggingarstarfi sem óneitanlega fer af stað í kjölfarið. Eða hver er ábyrgð okkar þegar kemur að öllu því flóttafólki sem er á vergangi beinlínis vegna aðgerða sem við styðjum? Og raunar vegna annarra aðgerða líka, því ef við teljum okkur vera þess umkomin að vera með í ákvörðunum um líf og dauða fólks úti í heimi hlýtur það að gilda um aðstoð við nauðstadda einnig. Sagan hefur sýnt að íslenskum ráðamönnum finnst þeir menn með mönnum þegar þeir fá að vera með í hernaðaraðgerðum. Það er ekki bundið við einstaka stjórnmálaflokka, flestum virðist finnast þeir menn með mönnum ef þeir fá að taka ákvörðun um stríð. Það er misskilningur. Mesta sæmd fengjum við ef við tækjum þátt í ákvörðunum um mannúð. Kannski við ættum að skuldbinda okkur til að taka á móti einum flóttamanni fyrir hvern þann almenna borgara sem lætur lífið í aðgerðum sem við styðjum. Það væri byrjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeirri mýtu hefur löngum verið haldið á lofti að Ísland sé herlaust land. Á tyllidögum hefur það verið undirstrikað og þar með hversu friðelskandi þjóð byggi þetta sker hér í norðri. Staðreyndin var þó sú að í um sjö áratugi var erlendur her hér á landi samkvæmt samningi þar að lútandi til að verja landið, eins og sagt var. Að segja að landið hafi verið herlaust af því að herinn var annarrar þjóðar er dálítið eins og að guma sig af því að vera bíllaus en aka um á bílaleigubíl. Þrátt fyrir veru hersins ríkti að nokkru leyti sameiginlegur skilningur á því að Íslendingar væru ekki mikið að skipta sér af átökum í öðrum löndum. Innan Atlantshafsbandalagsins gerðu þeir allt sem Bandaríkjamenn báðu um, en voru kannski ekki með í ákvarðanatökum, stóðu ekki í forsvari fyrir neitt. Á þessu varð nokkur breyting þegar Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á Serba vegna innrásar þeirra í Kosovo árið 1999. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar studdi þær árásir með ráðum og dáð, og raunar sumir flokkar stjórnarandstöðunnar, og var stuðningurinn svo mikils metinn að Wesley Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Kosovostríðinu, lýsti yfir sérstakri ánægju með hann. Aftur var Ísland með í ákvörðunum á árásir á fólk úti í heimi þegar landið var á lista hinna viljugu þjóða í innrás í Írak árið 2003 og aftur var Ísland með í loftárásum á Líbíu 2011. Við höfum sem sagt oft og tíðum fengið að vera með þegar farið er í aðgerðir sem munu drepa fólk í öðrum löndum. Það má færa rök fyrir því að þetta sé hreint ekki tæmandi listi. Þær aðgerðir geta heitið fínum og fallegum nöfnum, en í hverri einustu þeirra hafa almennir borgarar látið lífið og aðrir farið á vergang. Nú geta menn haft alls kyns skoðanir á nauðsyn umræddra aðgerða, en það er ekki umtalsefnið hér. Það sem vekur hins vegar athygli er hve við, herlausa, friðelskandi þjóðin í norðrinu, virðumst eiga auðveldara með að vera með í drápunum en því líknar- og uppbyggingarstarfi sem óneitanlega fer af stað í kjölfarið. Eða hver er ábyrgð okkar þegar kemur að öllu því flóttafólki sem er á vergangi beinlínis vegna aðgerða sem við styðjum? Og raunar vegna annarra aðgerða líka, því ef við teljum okkur vera þess umkomin að vera með í ákvörðunum um líf og dauða fólks úti í heimi hlýtur það að gilda um aðstoð við nauðstadda einnig. Sagan hefur sýnt að íslenskum ráðamönnum finnst þeir menn með mönnum þegar þeir fá að vera með í hernaðaraðgerðum. Það er ekki bundið við einstaka stjórnmálaflokka, flestum virðist finnast þeir menn með mönnum ef þeir fá að taka ákvörðun um stríð. Það er misskilningur. Mesta sæmd fengjum við ef við tækjum þátt í ákvörðunum um mannúð. Kannski við ættum að skuldbinda okkur til að taka á móti einum flóttamanni fyrir hvern þann almenna borgara sem lætur lífið í aðgerðum sem við styðjum. Það væri byrjun.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun