Nýrað sem hvarf Eva Bjarnadóttir skrifar 30. júní 2015 00:00 Fyrr í sumar heimsótti ég Lettland á vegum Norðurlandaráðs. Við vildum kynna okkur aðgerðir stjórnvalda í mansalsmálum. Áður en ég lagði af stað kynnti ég mér stöðuna á Íslandi. Hvernig við finnum fórnarlömbin, hver þau eru og hvaða aðstoð þau fá. En ég hafði ekki leitt hugann að því að Lettland er upprunaland fórnarlamba mansals. Það varð því harkalegt raunveruleikatékk að sitja fyrsta fundinn með samtökum sem sjá um að kenna skólabörnum að varast mansal. Þau fá leiðbeiningar um hvernig gylliboð um atvinnu erlendis líta út. Þau læra að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá til að ganga úr skugga um að þau séu raunveruleg. Og þau elstu fá að vita hvað getur gerst. Ég hafði heldur ekki haft ímyndunarafl í allar ólíku leiðirnar sem notaðar eru til að ræna fólki og neyða það til vinnu eða kynlífsþrælkunar. Fórnarlömbin eru yfirleitt í veikri félagslegri stöðu. Þau búa við fátækt, jafnvel fötlun og yfirleitt mikið óöryggi. Þegar þau átta sig á stöðunni er oft lítið um bjargir og kannski enginn sem saknar þeirra. Örfáir komast aftur heim við illan leik. Við heyrðum af manni sem vann við skógarhögg í Finnlandi. Hann hafði vaknað úr roti illa marinn og þjáður, en þorði ekki að leita sér aðstoðar. Þegar heim til Lettlands var komið kom í ljós að annað nýra hans var horfið. Því hafði verið rænt. Í nýrri skýrslu norskra stjórnvalda segir að lög sem banna kaup á vændi hafi minnkað mansal í Noregi. Kynlífsþrælkun er algengasta ástæða mansals og þess vegna er vændi lykilþáttur í baráttunni. Ef við skrúfum fyrir eftirspurnina fækkum við möguleikum glæpamanna, eins og þeirra sem ræna lettneskum krökkum og stela líffærum. Á Íslandi höfum við enn ekki metið árangurinn af lögunum. Við vitum hins vegar að þegar lögreglan setur kraft í frumkvæðisvinnu við að upplýsa vændiskaupamál þá margfaldast þau. Og við vitum líka að opin réttarhöld myndu styðja betur við tilgang laganna, að minnka eftirspurn eftir vændi. Á meðan það er ábyrgð Lettlands að fræða börnin um hætturnar, þá er það okkar ábyrgð að sjá til þess að mansal þrífist ekki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar heimsótti ég Lettland á vegum Norðurlandaráðs. Við vildum kynna okkur aðgerðir stjórnvalda í mansalsmálum. Áður en ég lagði af stað kynnti ég mér stöðuna á Íslandi. Hvernig við finnum fórnarlömbin, hver þau eru og hvaða aðstoð þau fá. En ég hafði ekki leitt hugann að því að Lettland er upprunaland fórnarlamba mansals. Það varð því harkalegt raunveruleikatékk að sitja fyrsta fundinn með samtökum sem sjá um að kenna skólabörnum að varast mansal. Þau fá leiðbeiningar um hvernig gylliboð um atvinnu erlendis líta út. Þau læra að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá til að ganga úr skugga um að þau séu raunveruleg. Og þau elstu fá að vita hvað getur gerst. Ég hafði heldur ekki haft ímyndunarafl í allar ólíku leiðirnar sem notaðar eru til að ræna fólki og neyða það til vinnu eða kynlífsþrælkunar. Fórnarlömbin eru yfirleitt í veikri félagslegri stöðu. Þau búa við fátækt, jafnvel fötlun og yfirleitt mikið óöryggi. Þegar þau átta sig á stöðunni er oft lítið um bjargir og kannski enginn sem saknar þeirra. Örfáir komast aftur heim við illan leik. Við heyrðum af manni sem vann við skógarhögg í Finnlandi. Hann hafði vaknað úr roti illa marinn og þjáður, en þorði ekki að leita sér aðstoðar. Þegar heim til Lettlands var komið kom í ljós að annað nýra hans var horfið. Því hafði verið rænt. Í nýrri skýrslu norskra stjórnvalda segir að lög sem banna kaup á vændi hafi minnkað mansal í Noregi. Kynlífsþrælkun er algengasta ástæða mansals og þess vegna er vændi lykilþáttur í baráttunni. Ef við skrúfum fyrir eftirspurnina fækkum við möguleikum glæpamanna, eins og þeirra sem ræna lettneskum krökkum og stela líffærum. Á Íslandi höfum við enn ekki metið árangurinn af lögunum. Við vitum hins vegar að þegar lögreglan setur kraft í frumkvæðisvinnu við að upplýsa vændiskaupamál þá margfaldast þau. Og við vitum líka að opin réttarhöld myndu styðja betur við tilgang laganna, að minnka eftirspurn eftir vændi. Á meðan það er ábyrgð Lettlands að fræða börnin um hætturnar, þá er það okkar ábyrgð að sjá til þess að mansal þrífist ekki á Íslandi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun