Gerðardómur yfirleitt skipaður með hraði Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Um 500 manns sóttu baráttufund BHM í Rúgbrauðsgerðinni þegar verkföll voru á sjöundu viku. Rúmum þrem vikum síðar voru verkföll BHM stöðvuð með lögum frá Alþingi. Fréttablaðið/Vilhelm Engir fundir eða viðræður hafa átt sér stað milli samninganefnda BHM og ríkisins frá fundi sem ríkissáttasemjari boðaði til í kjaradeilunni á miðvikudaginn fyrir viku síðan. Úr því ekki samdist fyrir mánaðamót ber Hæstarétti, samkvæmt lögum sem sett voru á verkfall aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga, að skipa gerðardóm sem úrskurðar um kjörin. Rétt fyrir mánaðamótin sagði Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM ansi fátt benda til þess að tilboð kæmi frá ríkinu. „Það er alla vega ekkert að gerast og ekkert sem bendir til að það fari neitt að gerast,“ sagði hann hann. Mál BHM á hendur ríkinu verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur 6. júlí næstkomandi. Páll segir markmiðið með málshöfðuninni skýra. „Við viljum auðvitað bara sjá þessum ólögum hnekkt.“ Í samantekt um stöðuna í kjaradeilu BHM og ríkisins, á vef BHM, er bent á að inn í lögin hafi verið skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms. „Og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir.“ Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti er venjan sú að gengið sé mjög hratt til verka við skipan gerðardóms, enda þurfi dómurinn, samkvæmt lögunum sem sett voru 13. júní, að skila úrskurði sínum eigi síðar en 15. ágúst.GerðardómurinnÍ annarri grein laga um kjaramál stéttarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga (nr. 31/2015) segir að hafi ekki verið skrifað undir kjarasamning fyrir 1. júlí skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skuli fyrir 15. ágúst ákveða kaup og kjör félagsmanna. „Hæstiréttur kveður á um hver hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins og kallar sá dóminn saman,“ segir í lögunum. Alþingi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Engir fundir eða viðræður hafa átt sér stað milli samninganefnda BHM og ríkisins frá fundi sem ríkissáttasemjari boðaði til í kjaradeilunni á miðvikudaginn fyrir viku síðan. Úr því ekki samdist fyrir mánaðamót ber Hæstarétti, samkvæmt lögum sem sett voru á verkfall aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga, að skipa gerðardóm sem úrskurðar um kjörin. Rétt fyrir mánaðamótin sagði Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM ansi fátt benda til þess að tilboð kæmi frá ríkinu. „Það er alla vega ekkert að gerast og ekkert sem bendir til að það fari neitt að gerast,“ sagði hann hann. Mál BHM á hendur ríkinu verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur 6. júlí næstkomandi. Páll segir markmiðið með málshöfðuninni skýra. „Við viljum auðvitað bara sjá þessum ólögum hnekkt.“ Í samantekt um stöðuna í kjaradeilu BHM og ríkisins, á vef BHM, er bent á að inn í lögin hafi verið skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms. „Og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir.“ Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti er venjan sú að gengið sé mjög hratt til verka við skipan gerðardóms, enda þurfi dómurinn, samkvæmt lögunum sem sett voru 13. júní, að skila úrskurði sínum eigi síðar en 15. ágúst.GerðardómurinnÍ annarri grein laga um kjaramál stéttarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga (nr. 31/2015) segir að hafi ekki verið skrifað undir kjarasamning fyrir 1. júlí skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skuli fyrir 15. ágúst ákveða kaup og kjör félagsmanna. „Hæstiréttur kveður á um hver hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins og kallar sá dóminn saman,“ segir í lögunum.
Alþingi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira