Sextán kostir í nýtingarflokki Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. júlí 2015 07:00 Gefur af sér 690 megavött. Uppsett afl virkjunarkosta í nýtingarflokki er 1.023 megavött. vísir/gva Alls eru sextán virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þeir gefa af sér 1.023 MW af orku, en til samanburðar má nefna að Kárahnjúkavirkjun gefur af sér 690 MW.Guðmundur Ingi Guðbrandsson„Niðurstöður síðasta áfanga virkjanaáætlunar Alþingis (rammaáætlunar) árið 2013 voru að rúm 1.000 MW, eða hátt í 1,5 Kárahnjúkavirkjanir, yrðu í orkunýtingarflokki. Allt tal um skort á virkjanakostum hljómar því skringilega, þótt vissulega ætti aldrei að virkja á sumum þessara svæða eins og víða á Reykjanesskaga og í Mývatnssveit,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Guðmundur segir ekkert réttlæta það að beygja lagareglur eins og ríkisstjórnarflokkarnir hafi fyrirhugað með því að flytja hugmyndir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár og á Sprengisandi í orkunýtingarflokk. „Rúmt ár er í að niðurstöður næsta áfanga virkjanaáætlunar komi fram. Þar verða virkjanahugmyndir bornar saman og með því fæst vitneskja um hvar skást er að virkja.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að fáir af þeim sextán kostum sem eru í orkunýtingarflokki séu raunhæfir á næstu árum.Jón Gunnarsson„Staðan er sú að það eru engir virkjanakostir raunhæfir í þessu á þessum áratug nema þeir í neðri hluta Þjórsár og Þeistareykir. Þar eru hönnun og undirbúningur komin það vel á veg að ef eitthvað kemur upp í umhverfismati eiga ekki að verða neinar tafir.“ Fimm virkjanakostanna eru á forræði HS Orku á Reykjanesi. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið vildi taka þátt í orkufrekum verkefnum en á meðan deilu þess við Norðurál um Helguvíkursamninginn væri ólokið væri fyrirtækið bundið. „Við viljum að sjálfsögðu selja orku eins og unnt er, Norðuráli eða öðrum, en staðan er sú að HS Orka gerði samning við Norðurál Helguvík um umtalsvert mikla orku og uppi er ágreiningur um þýðingu hans í dag, nú þegar álverið er hvergi nærri byggt og ekki unnt að afhenda orku þangað.“ Alþingi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Alls eru sextán virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þeir gefa af sér 1.023 MW af orku, en til samanburðar má nefna að Kárahnjúkavirkjun gefur af sér 690 MW.Guðmundur Ingi Guðbrandsson„Niðurstöður síðasta áfanga virkjanaáætlunar Alþingis (rammaáætlunar) árið 2013 voru að rúm 1.000 MW, eða hátt í 1,5 Kárahnjúkavirkjanir, yrðu í orkunýtingarflokki. Allt tal um skort á virkjanakostum hljómar því skringilega, þótt vissulega ætti aldrei að virkja á sumum þessara svæða eins og víða á Reykjanesskaga og í Mývatnssveit,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Guðmundur segir ekkert réttlæta það að beygja lagareglur eins og ríkisstjórnarflokkarnir hafi fyrirhugað með því að flytja hugmyndir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár og á Sprengisandi í orkunýtingarflokk. „Rúmt ár er í að niðurstöður næsta áfanga virkjanaáætlunar komi fram. Þar verða virkjanahugmyndir bornar saman og með því fæst vitneskja um hvar skást er að virkja.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að fáir af þeim sextán kostum sem eru í orkunýtingarflokki séu raunhæfir á næstu árum.Jón Gunnarsson„Staðan er sú að það eru engir virkjanakostir raunhæfir í þessu á þessum áratug nema þeir í neðri hluta Þjórsár og Þeistareykir. Þar eru hönnun og undirbúningur komin það vel á veg að ef eitthvað kemur upp í umhverfismati eiga ekki að verða neinar tafir.“ Fimm virkjanakostanna eru á forræði HS Orku á Reykjanesi. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið vildi taka þátt í orkufrekum verkefnum en á meðan deilu þess við Norðurál um Helguvíkursamninginn væri ólokið væri fyrirtækið bundið. „Við viljum að sjálfsögðu selja orku eins og unnt er, Norðuráli eða öðrum, en staðan er sú að HS Orka gerði samning við Norðurál Helguvík um umtalsvert mikla orku og uppi er ágreiningur um þýðingu hans í dag, nú þegar álverið er hvergi nærri byggt og ekki unnt að afhenda orku þangað.“
Alþingi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira