Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Snærós Sindradóttir skrifar 7. júlí 2015 07:00 Staðarhaldarinn við Laxá í Kjós reyndi að telja bitin en gafst upp. Mynd/Aðsend „Bólgan er farin að hjaðna. Við vorum komin í 270 bit þegar við hættum að telja,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, staðarhaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós. Jóhann lét í minni pokann fyrir lúsmýinu sem herjaði á landann í síðustu viku. Kona Jóhanns var jafnframt bitin en dóttir þeirra, sem svaf í næsta herbergi, slapp með skrekkinn. Fyrir aftan veiðihúsið sem Jóhann svaf í er myndarlegur og skjólgóður trjálundur, sem líklega var gróðursettur fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Slíkir trjálundir bjóða lúsmýinu upp á kjöraðstæður að mati Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Mýið vill ekki vind, það vill lognið. Þú veist hvernig sumarhús eru í dag. Þú sérð þau ekki fyrir trjáumgjörð,“ segir Erling. Hann telur að veðurskilyrði síðustu viku séu ástæða þess að lúsmýið blossaði upp með þessum hætti. Samspil suðvestanáttar og logns hafi valdið því að stór hluti fólks á suðvesturhorni landsins hafi orðið illa útleikinn af mýbiti. „Ég hef grun um að þetta [mýið] sé búið að vera hér lengi án þess að það hafi uppgötvast. Þetta voru tímabundin skilyrði sem ekkert er víst að endurtaki sig nokkurn tímann aftur, ekki í þessum mæli.“ Svo virðist sem árásir lúsmýsins hafi verið afmörkuð plága sem Íslendingar eiga ekki að óttast það sem eftir lifir sumars. Tilkynningum um mýbit hefur fækkað mikið frá því að sprenging varð í þeim efnum um miðja síðustu viku.Erling Ólafsson„Sumarhúsaeigendur sem hafa verið búnir að rækta garðinn sinn hressilega, þannig að það sé algjört skjól í garðinum, þeir kalla þetta yfir sig,“ segir Erling. Hann leggur til að gripið verði til róttækra aðgerða. „Sumarhúsaeigendur ættu bara að höggva niður háu trén í kring.“ Erling hefur haft samband við sérfræðinga ytra sem mögulega gætu greint tegund lúsmýsins. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði hann ekki haft erindi sem erfiði en póstum hans til sérfræðinganna hefur ekki verið svarað. Bit lúsmýsins valda óstjórnlegum kláða. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á því ná að halda kláðanum niðri með kremáburði og ofnæmislyfjum. Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu "Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna.“ 2. júlí 2015 09:38 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Ráðgáta af hverju moskítóflugur eru ekki á Íslandi Fleiri vágestir af smærri sortinni aðrir en lúsmý hafa sest hér að en Íslendingar sem þola illa flugnabit geta enn huggað sig við að moskítóflugan hefur ekki gerst landnemi hér og er það mikil ráðgáta. 2. júlí 2015 21:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
„Bólgan er farin að hjaðna. Við vorum komin í 270 bit þegar við hættum að telja,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, staðarhaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós. Jóhann lét í minni pokann fyrir lúsmýinu sem herjaði á landann í síðustu viku. Kona Jóhanns var jafnframt bitin en dóttir þeirra, sem svaf í næsta herbergi, slapp með skrekkinn. Fyrir aftan veiðihúsið sem Jóhann svaf í er myndarlegur og skjólgóður trjálundur, sem líklega var gróðursettur fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Slíkir trjálundir bjóða lúsmýinu upp á kjöraðstæður að mati Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Mýið vill ekki vind, það vill lognið. Þú veist hvernig sumarhús eru í dag. Þú sérð þau ekki fyrir trjáumgjörð,“ segir Erling. Hann telur að veðurskilyrði síðustu viku séu ástæða þess að lúsmýið blossaði upp með þessum hætti. Samspil suðvestanáttar og logns hafi valdið því að stór hluti fólks á suðvesturhorni landsins hafi orðið illa útleikinn af mýbiti. „Ég hef grun um að þetta [mýið] sé búið að vera hér lengi án þess að það hafi uppgötvast. Þetta voru tímabundin skilyrði sem ekkert er víst að endurtaki sig nokkurn tímann aftur, ekki í þessum mæli.“ Svo virðist sem árásir lúsmýsins hafi verið afmörkuð plága sem Íslendingar eiga ekki að óttast það sem eftir lifir sumars. Tilkynningum um mýbit hefur fækkað mikið frá því að sprenging varð í þeim efnum um miðja síðustu viku.Erling Ólafsson„Sumarhúsaeigendur sem hafa verið búnir að rækta garðinn sinn hressilega, þannig að það sé algjört skjól í garðinum, þeir kalla þetta yfir sig,“ segir Erling. Hann leggur til að gripið verði til róttækra aðgerða. „Sumarhúsaeigendur ættu bara að höggva niður háu trén í kring.“ Erling hefur haft samband við sérfræðinga ytra sem mögulega gætu greint tegund lúsmýsins. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði hann ekki haft erindi sem erfiði en póstum hans til sérfræðinganna hefur ekki verið svarað. Bit lúsmýsins valda óstjórnlegum kláða. Þeir sem orðið hafa fyrir barðinu á því ná að halda kláðanum niðri með kremáburði og ofnæmislyfjum.
Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu "Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna.“ 2. júlí 2015 09:38 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Ráðgáta af hverju moskítóflugur eru ekki á Íslandi Fleiri vágestir af smærri sortinni aðrir en lúsmý hafa sest hér að en Íslendingar sem þola illa flugnabit geta enn huggað sig við að moskítóflugan hefur ekki gerst landnemi hér og er það mikil ráðgáta. 2. júlí 2015 21:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00
Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu "Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna.“ 2. júlí 2015 09:38
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15
Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00
Ráðgáta af hverju moskítóflugur eru ekki á Íslandi Fleiri vágestir af smærri sortinni aðrir en lúsmý hafa sest hér að en Íslendingar sem þola illa flugnabit geta enn huggað sig við að moskítóflugan hefur ekki gerst landnemi hér og er það mikil ráðgáta. 2. júlí 2015 21:00