Landsbjörg hringir daglega í skálaverði uppi á hálendi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 8. júlí 2015 07:00 "Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur. Það er greinilegt að upplýsingarnar ná ekki til allra eða þá að ferðamenn trúa því ekki að aðstæður séu eins og sagt er,“ segir Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri Trex. vísir/anton Landsbjörg og ferðamálayfirvöld ganga allt að því eins langt og hægt er í að veita ferðamönnum upplýsingar um aðstæður á Íslandi. Þetta er mat Jónasar Guðmundssonar, verkefnisstjóra slysavarna ferðamanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.Jónas GuðmundssonFramkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, Páll Guðmundsson, greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að skálaverðir, einkum í Hrafntinnuskeri, hefðu unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hefðu borið inn í skála hrakta og bugaða ferðamenn sem alls ekki hefðu verið búnir til göngu í snjó og krapa. Jónas bendir á að á þessum tíma eigi fólk ekki von á aðstæðunum sem verið hafa á hálendinu síðustu vikur. Frá júníbyrjun hafi í samvinnu við Höfuðborgarstofu verið rekin sérstök starfsstöð í miðbæ Reykjavíkur þar sem vant björgunarsveitarfólk sé við störf. „Við höfum hringt daglega í skálaverði og safnað upplýsingum um aðstæður. Við létum alla ferðaþjónustuaðila vita að þarna væri að finna upplýsingar. Við höfum einnig sett inn upplýsingar á síðuna safetravel.is um að aðstæður séu óvenjulegar. Þessar upplýsingar hafa einnig komið fram á skjáupplýsingakerfi ferðamanna sem er á um 40 stöðum á landinu. Nú er einnig hálendisvakt björgunarsveitanna hafin.“ Jónas telur að það sé mikill minnihluti ferðamanna sem ekki hitti skálavörð og landvörð þegar komið er inn í Landmannalaugar sem ræði við þá um aðstæður. Samstarf Landsbjargar við bílaleigur hefur verið gott, að því er hann greinir frá. „Við höfum reyndar ekki verið í jafnmiklu samstarfi við hópferðafyrirtækin.“ Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri hópferðamiðstöðvarinnar Trex sem er eitt þeirra fyrirtækja sem er með áætlunarferðir inn í Landmannalaugar, segir að farþegum með rútunum séu afhentar leiðbeiningar um aðstæður á svæðunum og hentugan klæðaburð. Taka þurfi til dæmis mið af breytilegu veðri. „Þeir fá miða þegar þeir koma upp í bílana með þessum leiðbeiningum. Þeim er einnig ráðlagt að hafa samband við skálaverði og leita sér upplýsinga. Á heimasíðu okkar eru jafnframt leiðbeiningar og við vísum á aðrar vefsíður. Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur. Það er greinilegt að upplýsingarnar ná ekki til allra eða þá að ferðamenn trúa því ekki að aðstæður séu eins og sagt er.“ Kristján tekur það fram að hluti farþeganna sé í skipulögðum hópum með leiðsögumönnum. „Þar er fólk betur tékkað af.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Landsbjörg og ferðamálayfirvöld ganga allt að því eins langt og hægt er í að veita ferðamönnum upplýsingar um aðstæður á Íslandi. Þetta er mat Jónasar Guðmundssonar, verkefnisstjóra slysavarna ferðamanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.Jónas GuðmundssonFramkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, Páll Guðmundsson, greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að skálaverðir, einkum í Hrafntinnuskeri, hefðu unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hefðu borið inn í skála hrakta og bugaða ferðamenn sem alls ekki hefðu verið búnir til göngu í snjó og krapa. Jónas bendir á að á þessum tíma eigi fólk ekki von á aðstæðunum sem verið hafa á hálendinu síðustu vikur. Frá júníbyrjun hafi í samvinnu við Höfuðborgarstofu verið rekin sérstök starfsstöð í miðbæ Reykjavíkur þar sem vant björgunarsveitarfólk sé við störf. „Við höfum hringt daglega í skálaverði og safnað upplýsingum um aðstæður. Við létum alla ferðaþjónustuaðila vita að þarna væri að finna upplýsingar. Við höfum einnig sett inn upplýsingar á síðuna safetravel.is um að aðstæður séu óvenjulegar. Þessar upplýsingar hafa einnig komið fram á skjáupplýsingakerfi ferðamanna sem er á um 40 stöðum á landinu. Nú er einnig hálendisvakt björgunarsveitanna hafin.“ Jónas telur að það sé mikill minnihluti ferðamanna sem ekki hitti skálavörð og landvörð þegar komið er inn í Landmannalaugar sem ræði við þá um aðstæður. Samstarf Landsbjargar við bílaleigur hefur verið gott, að því er hann greinir frá. „Við höfum reyndar ekki verið í jafnmiklu samstarfi við hópferðafyrirtækin.“ Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri hópferðamiðstöðvarinnar Trex sem er eitt þeirra fyrirtækja sem er með áætlunarferðir inn í Landmannalaugar, segir að farþegum með rútunum séu afhentar leiðbeiningar um aðstæður á svæðunum og hentugan klæðaburð. Taka þurfi til dæmis mið af breytilegu veðri. „Þeir fá miða þegar þeir koma upp í bílana með þessum leiðbeiningum. Þeim er einnig ráðlagt að hafa samband við skálaverði og leita sér upplýsinga. Á heimasíðu okkar eru jafnframt leiðbeiningar og við vísum á aðrar vefsíður. Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur. Það er greinilegt að upplýsingarnar ná ekki til allra eða þá að ferðamenn trúa því ekki að aðstæður séu eins og sagt er.“ Kristján tekur það fram að hluti farþeganna sé í skipulögðum hópum með leiðsögumönnum. „Þar er fólk betur tékkað af.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira