Garðurinn okkar Magnús Guðmundsson skrifar 20. júlí 2015 07:00 Ferðamannaiðnaður á Íslandi hefur aldrei verið stærri og fyrirferðarmeiri. Gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna flæðir yfir landið þvert og endilangt í langferðabílum, á bílaleigubílum, aðfluttum húsbílum, á hjólum og gangandi og guð má vita hvað. Þar af er gríðarlegur fjöldi á ferðinni í skipulögðum ferðum íslenskra ferðaþjónustuaðila undir handleiðslu íslenska fararstjóra með íslenska bílstjóra við stýrið og allt er þetta með sönnu arðbær atvinnustarfsemi og vel það. Forsenda þessarar starfsemi er fyrst og fremst íslensk náttúra. Fegurð hennar og sérkenni, víðátta og mikilfengleiki. Eða með öðrum orðum landið sjálft í öllum sínum fjölbreytileika. Og flest eigum við það sameiginlegt sem erum fædd og uppalin á þessu fallega og sérstaka landi að við erum stolt af náttúrufegurðinni, víðáttunni og jafnvel ófyrirsjáanlegu veðrinu þó svo það eigi það til að reyna á stundum helst til mikið á langlundargeð okkar og lífsgleði. En það sem við eigum þó ekki öll sameiginlegt er að lifa og búa í hjarta landsins, því meirihluti þjóðarinnar býr í þéttbýliskjörnum en ekki í sveitum landsins. Sveitunum sem útlendingarnir vilja sjá og skoða. Sveitunum sem þeir borga þéttbýlisreknum fyrirtækjum fullt af peningum fyrir að ferðast um undir leiðsögn fagaðila. Fagaðilum sem ber því að veita mannsæmandi þjónustu og virða það land sem ferðast er um og að sjálfsögðu þá sem þar búa. Annað er ólíðandi. Á síðustu dögum hefur verið að koma sífellt betur í ljós að á þessu er verulegur misbrestur enda misjafn sauður í mörgu fé. Aðstöðuleysi er eitt og úr því má svo sannarlega bæta. En sé litið til þeirra dæma sem skotið hafa upp kollinum að undanförnu þá er ferðaþjónustunni einfaldlega ekki stætt á því að skýla sér á bak við slíkt. Í skipulögðum ferðum er skipuleggjendum vel kunnugt um aðstæður á hverjum stað fyrir sig og því er það á þeirra ábyrgð að tryggja viðskiptavinum viðunandi salernisaðstöðu og að sjálfsögðu að sýna löndum sínum og landi þá lágmarks kurteisi eða senda fólk ekki í að sinna kalli náttúrunnar á bak við næstu brekku eða stein, hvað þá inni í garð hjá fólki, fjárinn hafi það. Af þessu ástandi má vissulega ráða að ferðaþjónusta á Íslandi vex hraðar en yfirvöld vinna. Það er reyndar ekki staðfesting á einhverjum ógnarhraða því íslenskt yfirvald á stundum erfitt með að koma sér saman um úrlausn mála. En nú verður ekki búið við slíkar aðstæður lengur. Þetta verður að vera síðasta sumarið þar sem gengið er um Ísland eins og ruslahaug og svartir sauðir í ferðaþjónustu komast upp með að maka krókinn með skítlegum vinnubrögðum. Slíkt er einfaldlega ekki skattpeninganna virði. Landið, þjóðin og orðspor okkar um allan heim verður líka fyrr en síðar að veði. Ef ekki á illa að fara verðum við að koma böndum á skussa og umhverfissóða, bæta aðbúnað og ganga um hvers annars garð eins og okkar eigin. Ísland er garðurinn okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ferðamannaiðnaður á Íslandi hefur aldrei verið stærri og fyrirferðarmeiri. Gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna flæðir yfir landið þvert og endilangt í langferðabílum, á bílaleigubílum, aðfluttum húsbílum, á hjólum og gangandi og guð má vita hvað. Þar af er gríðarlegur fjöldi á ferðinni í skipulögðum ferðum íslenskra ferðaþjónustuaðila undir handleiðslu íslenska fararstjóra með íslenska bílstjóra við stýrið og allt er þetta með sönnu arðbær atvinnustarfsemi og vel það. Forsenda þessarar starfsemi er fyrst og fremst íslensk náttúra. Fegurð hennar og sérkenni, víðátta og mikilfengleiki. Eða með öðrum orðum landið sjálft í öllum sínum fjölbreytileika. Og flest eigum við það sameiginlegt sem erum fædd og uppalin á þessu fallega og sérstaka landi að við erum stolt af náttúrufegurðinni, víðáttunni og jafnvel ófyrirsjáanlegu veðrinu þó svo það eigi það til að reyna á stundum helst til mikið á langlundargeð okkar og lífsgleði. En það sem við eigum þó ekki öll sameiginlegt er að lifa og búa í hjarta landsins, því meirihluti þjóðarinnar býr í þéttbýliskjörnum en ekki í sveitum landsins. Sveitunum sem útlendingarnir vilja sjá og skoða. Sveitunum sem þeir borga þéttbýlisreknum fyrirtækjum fullt af peningum fyrir að ferðast um undir leiðsögn fagaðila. Fagaðilum sem ber því að veita mannsæmandi þjónustu og virða það land sem ferðast er um og að sjálfsögðu þá sem þar búa. Annað er ólíðandi. Á síðustu dögum hefur verið að koma sífellt betur í ljós að á þessu er verulegur misbrestur enda misjafn sauður í mörgu fé. Aðstöðuleysi er eitt og úr því má svo sannarlega bæta. En sé litið til þeirra dæma sem skotið hafa upp kollinum að undanförnu þá er ferðaþjónustunni einfaldlega ekki stætt á því að skýla sér á bak við slíkt. Í skipulögðum ferðum er skipuleggjendum vel kunnugt um aðstæður á hverjum stað fyrir sig og því er það á þeirra ábyrgð að tryggja viðskiptavinum viðunandi salernisaðstöðu og að sjálfsögðu að sýna löndum sínum og landi þá lágmarks kurteisi eða senda fólk ekki í að sinna kalli náttúrunnar á bak við næstu brekku eða stein, hvað þá inni í garð hjá fólki, fjárinn hafi það. Af þessu ástandi má vissulega ráða að ferðaþjónusta á Íslandi vex hraðar en yfirvöld vinna. Það er reyndar ekki staðfesting á einhverjum ógnarhraða því íslenskt yfirvald á stundum erfitt með að koma sér saman um úrlausn mála. En nú verður ekki búið við slíkar aðstæður lengur. Þetta verður að vera síðasta sumarið þar sem gengið er um Ísland eins og ruslahaug og svartir sauðir í ferðaþjónustu komast upp með að maka krókinn með skítlegum vinnubrögðum. Slíkt er einfaldlega ekki skattpeninganna virði. Landið, þjóðin og orðspor okkar um allan heim verður líka fyrr en síðar að veði. Ef ekki á illa að fara verðum við að koma böndum á skussa og umhverfissóða, bæta aðbúnað og ganga um hvers annars garð eins og okkar eigin. Ísland er garðurinn okkar allra.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun