Garðurinn okkar Magnús Guðmundsson skrifar 20. júlí 2015 07:00 Ferðamannaiðnaður á Íslandi hefur aldrei verið stærri og fyrirferðarmeiri. Gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna flæðir yfir landið þvert og endilangt í langferðabílum, á bílaleigubílum, aðfluttum húsbílum, á hjólum og gangandi og guð má vita hvað. Þar af er gríðarlegur fjöldi á ferðinni í skipulögðum ferðum íslenskra ferðaþjónustuaðila undir handleiðslu íslenska fararstjóra með íslenska bílstjóra við stýrið og allt er þetta með sönnu arðbær atvinnustarfsemi og vel það. Forsenda þessarar starfsemi er fyrst og fremst íslensk náttúra. Fegurð hennar og sérkenni, víðátta og mikilfengleiki. Eða með öðrum orðum landið sjálft í öllum sínum fjölbreytileika. Og flest eigum við það sameiginlegt sem erum fædd og uppalin á þessu fallega og sérstaka landi að við erum stolt af náttúrufegurðinni, víðáttunni og jafnvel ófyrirsjáanlegu veðrinu þó svo það eigi það til að reyna á stundum helst til mikið á langlundargeð okkar og lífsgleði. En það sem við eigum þó ekki öll sameiginlegt er að lifa og búa í hjarta landsins, því meirihluti þjóðarinnar býr í þéttbýliskjörnum en ekki í sveitum landsins. Sveitunum sem útlendingarnir vilja sjá og skoða. Sveitunum sem þeir borga þéttbýlisreknum fyrirtækjum fullt af peningum fyrir að ferðast um undir leiðsögn fagaðila. Fagaðilum sem ber því að veita mannsæmandi þjónustu og virða það land sem ferðast er um og að sjálfsögðu þá sem þar búa. Annað er ólíðandi. Á síðustu dögum hefur verið að koma sífellt betur í ljós að á þessu er verulegur misbrestur enda misjafn sauður í mörgu fé. Aðstöðuleysi er eitt og úr því má svo sannarlega bæta. En sé litið til þeirra dæma sem skotið hafa upp kollinum að undanförnu þá er ferðaþjónustunni einfaldlega ekki stætt á því að skýla sér á bak við slíkt. Í skipulögðum ferðum er skipuleggjendum vel kunnugt um aðstæður á hverjum stað fyrir sig og því er það á þeirra ábyrgð að tryggja viðskiptavinum viðunandi salernisaðstöðu og að sjálfsögðu að sýna löndum sínum og landi þá lágmarks kurteisi eða senda fólk ekki í að sinna kalli náttúrunnar á bak við næstu brekku eða stein, hvað þá inni í garð hjá fólki, fjárinn hafi það. Af þessu ástandi má vissulega ráða að ferðaþjónusta á Íslandi vex hraðar en yfirvöld vinna. Það er reyndar ekki staðfesting á einhverjum ógnarhraða því íslenskt yfirvald á stundum erfitt með að koma sér saman um úrlausn mála. En nú verður ekki búið við slíkar aðstæður lengur. Þetta verður að vera síðasta sumarið þar sem gengið er um Ísland eins og ruslahaug og svartir sauðir í ferðaþjónustu komast upp með að maka krókinn með skítlegum vinnubrögðum. Slíkt er einfaldlega ekki skattpeninganna virði. Landið, þjóðin og orðspor okkar um allan heim verður líka fyrr en síðar að veði. Ef ekki á illa að fara verðum við að koma böndum á skussa og umhverfissóða, bæta aðbúnað og ganga um hvers annars garð eins og okkar eigin. Ísland er garðurinn okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ferðamannaiðnaður á Íslandi hefur aldrei verið stærri og fyrirferðarmeiri. Gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna flæðir yfir landið þvert og endilangt í langferðabílum, á bílaleigubílum, aðfluttum húsbílum, á hjólum og gangandi og guð má vita hvað. Þar af er gríðarlegur fjöldi á ferðinni í skipulögðum ferðum íslenskra ferðaþjónustuaðila undir handleiðslu íslenska fararstjóra með íslenska bílstjóra við stýrið og allt er þetta með sönnu arðbær atvinnustarfsemi og vel það. Forsenda þessarar starfsemi er fyrst og fremst íslensk náttúra. Fegurð hennar og sérkenni, víðátta og mikilfengleiki. Eða með öðrum orðum landið sjálft í öllum sínum fjölbreytileika. Og flest eigum við það sameiginlegt sem erum fædd og uppalin á þessu fallega og sérstaka landi að við erum stolt af náttúrufegurðinni, víðáttunni og jafnvel ófyrirsjáanlegu veðrinu þó svo það eigi það til að reyna á stundum helst til mikið á langlundargeð okkar og lífsgleði. En það sem við eigum þó ekki öll sameiginlegt er að lifa og búa í hjarta landsins, því meirihluti þjóðarinnar býr í þéttbýliskjörnum en ekki í sveitum landsins. Sveitunum sem útlendingarnir vilja sjá og skoða. Sveitunum sem þeir borga þéttbýlisreknum fyrirtækjum fullt af peningum fyrir að ferðast um undir leiðsögn fagaðila. Fagaðilum sem ber því að veita mannsæmandi þjónustu og virða það land sem ferðast er um og að sjálfsögðu þá sem þar búa. Annað er ólíðandi. Á síðustu dögum hefur verið að koma sífellt betur í ljós að á þessu er verulegur misbrestur enda misjafn sauður í mörgu fé. Aðstöðuleysi er eitt og úr því má svo sannarlega bæta. En sé litið til þeirra dæma sem skotið hafa upp kollinum að undanförnu þá er ferðaþjónustunni einfaldlega ekki stætt á því að skýla sér á bak við slíkt. Í skipulögðum ferðum er skipuleggjendum vel kunnugt um aðstæður á hverjum stað fyrir sig og því er það á þeirra ábyrgð að tryggja viðskiptavinum viðunandi salernisaðstöðu og að sjálfsögðu að sýna löndum sínum og landi þá lágmarks kurteisi eða senda fólk ekki í að sinna kalli náttúrunnar á bak við næstu brekku eða stein, hvað þá inni í garð hjá fólki, fjárinn hafi það. Af þessu ástandi má vissulega ráða að ferðaþjónusta á Íslandi vex hraðar en yfirvöld vinna. Það er reyndar ekki staðfesting á einhverjum ógnarhraða því íslenskt yfirvald á stundum erfitt með að koma sér saman um úrlausn mála. En nú verður ekki búið við slíkar aðstæður lengur. Þetta verður að vera síðasta sumarið þar sem gengið er um Ísland eins og ruslahaug og svartir sauðir í ferðaþjónustu komast upp með að maka krókinn með skítlegum vinnubrögðum. Slíkt er einfaldlega ekki skattpeninganna virði. Landið, þjóðin og orðspor okkar um allan heim verður líka fyrr en síðar að veði. Ef ekki á illa að fara verðum við að koma böndum á skussa og umhverfissóða, bæta aðbúnað og ganga um hvers annars garð eins og okkar eigin. Ísland er garðurinn okkar allra.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun