Garðurinn okkar Magnús Guðmundsson skrifar 20. júlí 2015 07:00 Ferðamannaiðnaður á Íslandi hefur aldrei verið stærri og fyrirferðarmeiri. Gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna flæðir yfir landið þvert og endilangt í langferðabílum, á bílaleigubílum, aðfluttum húsbílum, á hjólum og gangandi og guð má vita hvað. Þar af er gríðarlegur fjöldi á ferðinni í skipulögðum ferðum íslenskra ferðaþjónustuaðila undir handleiðslu íslenska fararstjóra með íslenska bílstjóra við stýrið og allt er þetta með sönnu arðbær atvinnustarfsemi og vel það. Forsenda þessarar starfsemi er fyrst og fremst íslensk náttúra. Fegurð hennar og sérkenni, víðátta og mikilfengleiki. Eða með öðrum orðum landið sjálft í öllum sínum fjölbreytileika. Og flest eigum við það sameiginlegt sem erum fædd og uppalin á þessu fallega og sérstaka landi að við erum stolt af náttúrufegurðinni, víðáttunni og jafnvel ófyrirsjáanlegu veðrinu þó svo það eigi það til að reyna á stundum helst til mikið á langlundargeð okkar og lífsgleði. En það sem við eigum þó ekki öll sameiginlegt er að lifa og búa í hjarta landsins, því meirihluti þjóðarinnar býr í þéttbýliskjörnum en ekki í sveitum landsins. Sveitunum sem útlendingarnir vilja sjá og skoða. Sveitunum sem þeir borga þéttbýlisreknum fyrirtækjum fullt af peningum fyrir að ferðast um undir leiðsögn fagaðila. Fagaðilum sem ber því að veita mannsæmandi þjónustu og virða það land sem ferðast er um og að sjálfsögðu þá sem þar búa. Annað er ólíðandi. Á síðustu dögum hefur verið að koma sífellt betur í ljós að á þessu er verulegur misbrestur enda misjafn sauður í mörgu fé. Aðstöðuleysi er eitt og úr því má svo sannarlega bæta. En sé litið til þeirra dæma sem skotið hafa upp kollinum að undanförnu þá er ferðaþjónustunni einfaldlega ekki stætt á því að skýla sér á bak við slíkt. Í skipulögðum ferðum er skipuleggjendum vel kunnugt um aðstæður á hverjum stað fyrir sig og því er það á þeirra ábyrgð að tryggja viðskiptavinum viðunandi salernisaðstöðu og að sjálfsögðu að sýna löndum sínum og landi þá lágmarks kurteisi eða senda fólk ekki í að sinna kalli náttúrunnar á bak við næstu brekku eða stein, hvað þá inni í garð hjá fólki, fjárinn hafi það. Af þessu ástandi má vissulega ráða að ferðaþjónusta á Íslandi vex hraðar en yfirvöld vinna. Það er reyndar ekki staðfesting á einhverjum ógnarhraða því íslenskt yfirvald á stundum erfitt með að koma sér saman um úrlausn mála. En nú verður ekki búið við slíkar aðstæður lengur. Þetta verður að vera síðasta sumarið þar sem gengið er um Ísland eins og ruslahaug og svartir sauðir í ferðaþjónustu komast upp með að maka krókinn með skítlegum vinnubrögðum. Slíkt er einfaldlega ekki skattpeninganna virði. Landið, þjóðin og orðspor okkar um allan heim verður líka fyrr en síðar að veði. Ef ekki á illa að fara verðum við að koma böndum á skussa og umhverfissóða, bæta aðbúnað og ganga um hvers annars garð eins og okkar eigin. Ísland er garðurinn okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðamannaiðnaður á Íslandi hefur aldrei verið stærri og fyrirferðarmeiri. Gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna flæðir yfir landið þvert og endilangt í langferðabílum, á bílaleigubílum, aðfluttum húsbílum, á hjólum og gangandi og guð má vita hvað. Þar af er gríðarlegur fjöldi á ferðinni í skipulögðum ferðum íslenskra ferðaþjónustuaðila undir handleiðslu íslenska fararstjóra með íslenska bílstjóra við stýrið og allt er þetta með sönnu arðbær atvinnustarfsemi og vel það. Forsenda þessarar starfsemi er fyrst og fremst íslensk náttúra. Fegurð hennar og sérkenni, víðátta og mikilfengleiki. Eða með öðrum orðum landið sjálft í öllum sínum fjölbreytileika. Og flest eigum við það sameiginlegt sem erum fædd og uppalin á þessu fallega og sérstaka landi að við erum stolt af náttúrufegurðinni, víðáttunni og jafnvel ófyrirsjáanlegu veðrinu þó svo það eigi það til að reyna á stundum helst til mikið á langlundargeð okkar og lífsgleði. En það sem við eigum þó ekki öll sameiginlegt er að lifa og búa í hjarta landsins, því meirihluti þjóðarinnar býr í þéttbýliskjörnum en ekki í sveitum landsins. Sveitunum sem útlendingarnir vilja sjá og skoða. Sveitunum sem þeir borga þéttbýlisreknum fyrirtækjum fullt af peningum fyrir að ferðast um undir leiðsögn fagaðila. Fagaðilum sem ber því að veita mannsæmandi þjónustu og virða það land sem ferðast er um og að sjálfsögðu þá sem þar búa. Annað er ólíðandi. Á síðustu dögum hefur verið að koma sífellt betur í ljós að á þessu er verulegur misbrestur enda misjafn sauður í mörgu fé. Aðstöðuleysi er eitt og úr því má svo sannarlega bæta. En sé litið til þeirra dæma sem skotið hafa upp kollinum að undanförnu þá er ferðaþjónustunni einfaldlega ekki stætt á því að skýla sér á bak við slíkt. Í skipulögðum ferðum er skipuleggjendum vel kunnugt um aðstæður á hverjum stað fyrir sig og því er það á þeirra ábyrgð að tryggja viðskiptavinum viðunandi salernisaðstöðu og að sjálfsögðu að sýna löndum sínum og landi þá lágmarks kurteisi eða senda fólk ekki í að sinna kalli náttúrunnar á bak við næstu brekku eða stein, hvað þá inni í garð hjá fólki, fjárinn hafi það. Af þessu ástandi má vissulega ráða að ferðaþjónusta á Íslandi vex hraðar en yfirvöld vinna. Það er reyndar ekki staðfesting á einhverjum ógnarhraða því íslenskt yfirvald á stundum erfitt með að koma sér saman um úrlausn mála. En nú verður ekki búið við slíkar aðstæður lengur. Þetta verður að vera síðasta sumarið þar sem gengið er um Ísland eins og ruslahaug og svartir sauðir í ferðaþjónustu komast upp með að maka krókinn með skítlegum vinnubrögðum. Slíkt er einfaldlega ekki skattpeninganna virði. Landið, þjóðin og orðspor okkar um allan heim verður líka fyrr en síðar að veði. Ef ekki á illa að fara verðum við að koma böndum á skussa og umhverfissóða, bæta aðbúnað og ganga um hvers annars garð eins og okkar eigin. Ísland er garðurinn okkar allra.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar