Rangt að skólpvatn leki í Þingvallavatn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2015 08:00 Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir það aulabrandara að leggja til að gestir Þingvalla létti á sér áður en þeir koma. visir/pjetur „Það sem Hilmar Malmquist setur fram í grein sinni og í viðtali við Fréttablaðið í gær er þvættingur,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ólafur vísar þar til aðsendrar greinar Hilmars, forstöðumanns Náttúruminjastofnunar Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, þar sem hann segir að ráða þurfi bót á fráveitu skólps við Þingvallavatn. Þar sytri skólpvatn úr þróm út í umhverfið og í Þingvallavatn. Niturmagn aukist þannig í vatninu sem kunni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. „Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi,“ skrifaði Hilmar. Hilmar lagði til að gestir sem heimsækja garðinn verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en þeir mæta. Ólafur segir málflutning Hilmars spilla ásýnd þjóðgarðsins.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður„Hann hefur ekkert fyrir sér í þessu og engar upplýsingar til að styðja sitt mál. Það sem er rétt er að öllu skólpi og frárennsli er ekið í burtu og fer ekki út í jarðveginn. Einu staðirnir sem það gerist er á tjaldsvæðunum þar sem jarðvegurinn er fimm metra þykkur og þar er fullgildur viðtakari þannig að það leitar ekkert út í Þingvallavatn,“ segir Ólafur. Þjóðgarðsvörður bætir við að allt annað frárennsli í þjóðgarðinum sé keyrt í burtu sem kosti magar milljónir króna. Ólafur segir þær upplýsingar sem Hilmar byggi grein sína á séu margra ára gamlar og ekkert til í þeim. „Hann hefur engar mælingar hjá sér og veit ekkert hversu mikið kemur inn eða fer út.“ Ólafur segir að þjóðgarðurinn hafi verið í forystu um að bæta frárennslismál við Þingvallavatn. „Ekki bara hjá okkur heldur við allt vatnið. Við höfum hvatt til þess að það væri allt lagfært og haft forystu um að fá sveitarfélögin til að taka á þessum málum hjá sumarbústöðum.“ Ólafur segir tillögu Hilmars um að ferðamenn létti á sér fyrir komu í garðinn aulabrandara. „Maður segir ekki fólki að fara á klósettið áður en það fer í ferðalag. Hilmar er vísindamaður sem við höfum stutt mjög rækilega við bakið á og svona aulabrandarar um jafn alvarlegt mál eru mjög óviðeigandi,“ segir Ólafur að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
„Það sem Hilmar Malmquist setur fram í grein sinni og í viðtali við Fréttablaðið í gær er þvættingur,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ólafur vísar þar til aðsendrar greinar Hilmars, forstöðumanns Náttúruminjastofnunar Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, þar sem hann segir að ráða þurfi bót á fráveitu skólps við Þingvallavatn. Þar sytri skólpvatn úr þróm út í umhverfið og í Þingvallavatn. Niturmagn aukist þannig í vatninu sem kunni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. „Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi,“ skrifaði Hilmar. Hilmar lagði til að gestir sem heimsækja garðinn verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en þeir mæta. Ólafur segir málflutning Hilmars spilla ásýnd þjóðgarðsins.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður„Hann hefur ekkert fyrir sér í þessu og engar upplýsingar til að styðja sitt mál. Það sem er rétt er að öllu skólpi og frárennsli er ekið í burtu og fer ekki út í jarðveginn. Einu staðirnir sem það gerist er á tjaldsvæðunum þar sem jarðvegurinn er fimm metra þykkur og þar er fullgildur viðtakari þannig að það leitar ekkert út í Þingvallavatn,“ segir Ólafur. Þjóðgarðsvörður bætir við að allt annað frárennsli í þjóðgarðinum sé keyrt í burtu sem kosti magar milljónir króna. Ólafur segir þær upplýsingar sem Hilmar byggi grein sína á séu margra ára gamlar og ekkert til í þeim. „Hann hefur engar mælingar hjá sér og veit ekkert hversu mikið kemur inn eða fer út.“ Ólafur segir að þjóðgarðurinn hafi verið í forystu um að bæta frárennslismál við Þingvallavatn. „Ekki bara hjá okkur heldur við allt vatnið. Við höfum hvatt til þess að það væri allt lagfært og haft forystu um að fá sveitarfélögin til að taka á þessum málum hjá sumarbústöðum.“ Ólafur segir tillögu Hilmars um að ferðamenn létti á sér fyrir komu í garðinn aulabrandara. „Maður segir ekki fólki að fara á klósettið áður en það fer í ferðalag. Hilmar er vísindamaður sem við höfum stutt mjög rækilega við bakið á og svona aulabrandarar um jafn alvarlegt mál eru mjög óviðeigandi,“ segir Ólafur að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira