Við eigum að vera hrædd Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 07:00 „Fólkið var sótsvart og rauðflekkótt, líkamar þaktir brunasárum og blóði. Það var varla að sjá að þetta væru manneskjur. Fólkið teygði fram handleggina því húðin bráðnaði utan af holdinu – aðeins neglurnar héldust á sínum stað. Fötin höfðu fuðrað upp og það kallaði „mamma, mamma“. Fólk dó gangandi.“ Megumi Shinoda er 83 ára. Hún er „hibakusha“ en svo eru þeir kallaðir sem lifðu af kjarnorkuárásir Bandaríkjanna á Japan 6. ágúst og 9. ágúst árið 1945. Shinoda var þrettán ára þegar kjarnorkusprengjunni „litla dreng“ var varpað á heimaborg hennar Hírósíma. Systir hennar og yngri bróðir létust í árásinni. Stuttu síðar missti hún flestalla ættingja sína úr krabbameini sem orsakaðist af geislavirkni. Í gær var þess minnst að sjötíu ár eru frá árásinni á Hírósíma. Á sunnudaginn verða sjötíu ár frá því að kjarnorkusprengjunni „þeim feita“ var varpað á Nagasaki. Megumi Shinoda helgar nú líf sitt því að minna umheiminn á það sem hún sá þennan örlagaríka ágústmorgun fyrir sjötíu árum. Hryllingur er of vægt orð yfir það sem bar fyrir augu. Frásagnir greina frá skaðbrenndu fólki sem lá eins og hráviði um borgirnar, fólki sem ráfaði um rústirnar eins og uppvakningar, svart af bruna, án útlima og með skinnið hangandi eins og tætta leppa utan á sér. Mæður hlupu frávita um í leit að börnum sínum. Börn hrópuðu grátandi á mæður sínar þjóta hjá því þær þekktu ekki börnin sín sem voru svo illa brennd. Shinoda er þeirrar skoðunar að hægt sé að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir endurtaki sig ef við gætum þess aðeins að gleyma ekki. Í baráttu sinni gegn óminni stendur hún nú í stappi við stofnun sem flestir hefðu haldið að væri bandamaður hennar. Frá árinu 1971 hafa þrjár gínur skipað stóran sess í friðarsafninu í Hírósíma. Um er að ræða líkneski af konu og tveimur börnum sem reika skaðbrennd um borg í logum. Er þeim ætlað að fanga aðstæður rétt eftir að kjarnorkusprengjan sprakk. En nú stendur til að fjarlægja gínurnar. Ástæðan er meðal annars sú að þær þykja of óhugnanlegar. Shinoda gremst ákvörðunin og berst gegn henni. „Það er einmitt tilgangurinn,“ segir hún. „Við eigum að vera hrædd.“ Þriðja hernaðarbyltinginMannkynið stendur á tímamótum. Fyrst var það byssupúðrið. Svo kjarnorkusprengjan. Nú er þriðja hernaðarbyltingin handan hornsins. Í síðustu viku sendu þúsund af fremstu vísindamönnum heims frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við hervæðingu gervigreindar. Er þess farið á leit að vopn sem reiða sig á slíka tækni verði bönnuð. Að yfirlýsingunni stóðu meðal annarra Nóbelsverðlaunahafinn Stephen Hawking og stofnandi Apple, Steve Wozniak. „Mannkynið stendur frammi fyrir vali,“ segir í tilkynningunni. „Viljum við hefja nýtt vopnakapphlaup eða viljum við koma í veg fyrir það?“ Telur hópurinn að drápsvélmenni sem geta tekið sjálf stjórnina í ákveðnum aðstæðum séu hættulegri mannkyninu en kjarnorkusprengjan. „Hefji eitthvert stórveldanna framleiðslu á vopnum með gervigreind er vopnakapphlaup óhjákvæmilegt.“ Sjónarvottum fer fækkandiÞann 6. ágúst ár hvert er nöfnum allra „hibakusha“ sem létust á árinu bætt við minnisvarða sem stendur skammt frá þeim stað sem kjarnorkusprengjan féll í Hírósíma. „Hibakusha“, sjónarvottum að árásunum, fer nú ört fækkandi. Það kann að útskýra hve mikið í mun Megumi Shinoda er að gínurnar í friðarsafninu fái að halda sér. Hún brast í grát er hún fylgdi blaðamanni nýverið um safnið. „Fólkið leit nákvæmlega svona út,“ sagði hún og benti á gínurnar. „Það stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum í hvert sinn sem ég kem hingað. Ef gínurnar eru fjarlægðar úr safninu, hvernig á fólk að fara að því að muna?“ Hvað ef fortíðin er núna?Sjötíu ár eru liðin frá því heimsbyggðin stóð síðast á heljarþröm vegna hugvitssemi mannkynsins á sviði vopnaframleiðslu. Á sama tíma og harmleiksins í Hírósíma og Nagasaki er minnst varar vísindasamfélagið við nýrri tegund vopna sem kann að reynast manninum enn hættulegri en kjarnorkusprengjan. Mikilvægt er sem aldrei fyrr að við gefum sögunni gaum, verðum við óskum Shinoda og gætum þess að gleyma ekki. Jafnmikilvægt er að leggja við hlustir og hlíta ráðum vísindamanna. Þótt við getum eitthvað þýðir það ekki að við eigum að gera það. Þótt maðurinn geti búið til vopn sem býr yfir gervigreind þýðir það ekki að slíkt skref sé óhjákvæmilegt. Við höfum alltaf val. Gjarnan er haft á orði að framtíðin sé núna. En hvað ef fortíðin er núna? Það er ekki nóg að muna og hlusta. Við þurfum líka að opna augun. Því öðruvísi sjáum við ekki hvenær sagan er að endurtaka sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Tækni Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
„Fólkið var sótsvart og rauðflekkótt, líkamar þaktir brunasárum og blóði. Það var varla að sjá að þetta væru manneskjur. Fólkið teygði fram handleggina því húðin bráðnaði utan af holdinu – aðeins neglurnar héldust á sínum stað. Fötin höfðu fuðrað upp og það kallaði „mamma, mamma“. Fólk dó gangandi.“ Megumi Shinoda er 83 ára. Hún er „hibakusha“ en svo eru þeir kallaðir sem lifðu af kjarnorkuárásir Bandaríkjanna á Japan 6. ágúst og 9. ágúst árið 1945. Shinoda var þrettán ára þegar kjarnorkusprengjunni „litla dreng“ var varpað á heimaborg hennar Hírósíma. Systir hennar og yngri bróðir létust í árásinni. Stuttu síðar missti hún flestalla ættingja sína úr krabbameini sem orsakaðist af geislavirkni. Í gær var þess minnst að sjötíu ár eru frá árásinni á Hírósíma. Á sunnudaginn verða sjötíu ár frá því að kjarnorkusprengjunni „þeim feita“ var varpað á Nagasaki. Megumi Shinoda helgar nú líf sitt því að minna umheiminn á það sem hún sá þennan örlagaríka ágústmorgun fyrir sjötíu árum. Hryllingur er of vægt orð yfir það sem bar fyrir augu. Frásagnir greina frá skaðbrenndu fólki sem lá eins og hráviði um borgirnar, fólki sem ráfaði um rústirnar eins og uppvakningar, svart af bruna, án útlima og með skinnið hangandi eins og tætta leppa utan á sér. Mæður hlupu frávita um í leit að börnum sínum. Börn hrópuðu grátandi á mæður sínar þjóta hjá því þær þekktu ekki börnin sín sem voru svo illa brennd. Shinoda er þeirrar skoðunar að hægt sé að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir endurtaki sig ef við gætum þess aðeins að gleyma ekki. Í baráttu sinni gegn óminni stendur hún nú í stappi við stofnun sem flestir hefðu haldið að væri bandamaður hennar. Frá árinu 1971 hafa þrjár gínur skipað stóran sess í friðarsafninu í Hírósíma. Um er að ræða líkneski af konu og tveimur börnum sem reika skaðbrennd um borg í logum. Er þeim ætlað að fanga aðstæður rétt eftir að kjarnorkusprengjan sprakk. En nú stendur til að fjarlægja gínurnar. Ástæðan er meðal annars sú að þær þykja of óhugnanlegar. Shinoda gremst ákvörðunin og berst gegn henni. „Það er einmitt tilgangurinn,“ segir hún. „Við eigum að vera hrædd.“ Þriðja hernaðarbyltinginMannkynið stendur á tímamótum. Fyrst var það byssupúðrið. Svo kjarnorkusprengjan. Nú er þriðja hernaðarbyltingin handan hornsins. Í síðustu viku sendu þúsund af fremstu vísindamönnum heims frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við hervæðingu gervigreindar. Er þess farið á leit að vopn sem reiða sig á slíka tækni verði bönnuð. Að yfirlýsingunni stóðu meðal annarra Nóbelsverðlaunahafinn Stephen Hawking og stofnandi Apple, Steve Wozniak. „Mannkynið stendur frammi fyrir vali,“ segir í tilkynningunni. „Viljum við hefja nýtt vopnakapphlaup eða viljum við koma í veg fyrir það?“ Telur hópurinn að drápsvélmenni sem geta tekið sjálf stjórnina í ákveðnum aðstæðum séu hættulegri mannkyninu en kjarnorkusprengjan. „Hefji eitthvert stórveldanna framleiðslu á vopnum með gervigreind er vopnakapphlaup óhjákvæmilegt.“ Sjónarvottum fer fækkandiÞann 6. ágúst ár hvert er nöfnum allra „hibakusha“ sem létust á árinu bætt við minnisvarða sem stendur skammt frá þeim stað sem kjarnorkusprengjan féll í Hírósíma. „Hibakusha“, sjónarvottum að árásunum, fer nú ört fækkandi. Það kann að útskýra hve mikið í mun Megumi Shinoda er að gínurnar í friðarsafninu fái að halda sér. Hún brast í grát er hún fylgdi blaðamanni nýverið um safnið. „Fólkið leit nákvæmlega svona út,“ sagði hún og benti á gínurnar. „Það stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum í hvert sinn sem ég kem hingað. Ef gínurnar eru fjarlægðar úr safninu, hvernig á fólk að fara að því að muna?“ Hvað ef fortíðin er núna?Sjötíu ár eru liðin frá því heimsbyggðin stóð síðast á heljarþröm vegna hugvitssemi mannkynsins á sviði vopnaframleiðslu. Á sama tíma og harmleiksins í Hírósíma og Nagasaki er minnst varar vísindasamfélagið við nýrri tegund vopna sem kann að reynast manninum enn hættulegri en kjarnorkusprengjan. Mikilvægt er sem aldrei fyrr að við gefum sögunni gaum, verðum við óskum Shinoda og gætum þess að gleyma ekki. Jafnmikilvægt er að leggja við hlustir og hlíta ráðum vísindamanna. Þótt við getum eitthvað þýðir það ekki að við eigum að gera það. Þótt maðurinn geti búið til vopn sem býr yfir gervigreind þýðir það ekki að slíkt skref sé óhjákvæmilegt. Við höfum alltaf val. Gjarnan er haft á orði að framtíðin sé núna. En hvað ef fortíðin er núna? Það er ekki nóg að muna og hlusta. Við þurfum líka að opna augun. Því öðruvísi sjáum við ekki hvenær sagan er að endurtaka sig.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun