Hvað á þetta að þýða? Magnús Guðmundsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 „Hvað á þetta að þýða? Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls – pælið í því. Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Þessi orð og mörg fleiri áhrifarík, sönn og merk orð, sagði Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri af því tilefni að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían veitti henni heiðursverðlaun Eddunnar árið 2013. Kristín var að tala um það sem nú er loksins komið í hámæli en það er staða kvenna í íslenskri kvikmyndalist. Kristín er frumkvöðull í sínu starfi og kona sem átti með sönnu heiðurinn skilinn. En hún, eins og svo margar kynsystur hennar, hefði líka átt annað og meira skilið í gegnum tíðina af þeim sem fara með peningavöldin í íslenskri kvikmyndagerð. Kristín brýndi líka konurnar í bransanum til þess að bíða þess ekki að þeim yrðu færð tækifæri úr höndum þessa karllæga samfélags – heldur sækja sér rétt sinn og tækifæri. Kvikmyndalistinni og samfélaginu öllu til heilla. Að gera sitt til þess að gera samfélagið heilt. Konur í íslenskri kvikmyndagerð hafa með sönnu svarað kalli Kristínar og kalli tímans. Kristín hefur ekki heldur ekki látið sitt eftir liggja og vinnur nú að undirbúningi fyrir tökur á nýrri kvikmynd á haustmánuðum. Heilt yfir virðist hlutur kvenna blessunarlega fara vaxandi í íslenskri kvikmyndagerð og er það fyrst og fremst að þakka ötulli baráttu og góðu starfi fjölda kvenna innan greinarinnar. Krafturinn er slíkur að Baltasar Kormákur, einn helsti kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri landsins, viðraði fyrir skömmu þá hugmynd að koma á einhvers konar kynjakvóta til þess að tryggja konum aðgengi að fjármagni til kvikmyndagerðar. Illugi Gunnarsson ráðherra er spenntur fyrir hugmyndum Baltasars og það er með sönnu gott að nú er loks farið að huga að því fyrir alvöru að bæta hlut kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. Það fylgir því reyndar smá kjánahrollur, svona einhvers konar samfélagslegur kjánahrollur, að umræðan og hugmyndirnar þurfi að koma frá karlmönnum í lykilstöðum í bransanum en það er kannski sama hvaðan gott kemur. Hitt er öllu verra ef rétt reynist; að rétta eigi hlut kvenna með einhvers konar yfirfalli. Að með því að auka við fjármagn í sjóðnum myndist viðbótarfé sem verði svo eyrnamerkt konum í kvikmyndagerð. Það er hætt við því að með því fari þorri peninganna áfram í karllæg verkefni en viðbótin sem fari til kvenna dugi í besta falli til þess að draga úr þeim baráttuþrekið. „Hvað á þetta að þýða?“ Mætti nú ímynda sér réttsýna konu segja með þjósti. Málið er að ef það er til staðar vilji til þess að rétta hlut kvenna í kvikmyndagerð þá þarf að gera það fyrst og fremst að höfðu samráði við konur og vonandi mun ráðherra hafa það í huga. Það hafa nefnilega verið konur sem hafa búið við þetta misrétti og þær eru því að sönnu best til þess fallnar að rétta óréttlætið. Þær eru líka eflaust best til þess fallnar að rétta hlut áhorfenda sem hafa verið sviknir um veruleika íslenskra kvenna í kvikmyndum í gegnum árin. Nú er því mikilvægt sem aldrei fyrr fyrir konur í íslenskri kvikmyndagerð að láta ekki deigan síga, heldur þvert á móti að nýta sér meðbyrinn. Þá er gott að muna lokaorð eldræðu Kristínar Jóhannesdóttur sem áður var vitnað til: „Fram til sigurs!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvað á þetta að þýða? Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls – pælið í því. Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Þessi orð og mörg fleiri áhrifarík, sönn og merk orð, sagði Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri af því tilefni að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían veitti henni heiðursverðlaun Eddunnar árið 2013. Kristín var að tala um það sem nú er loksins komið í hámæli en það er staða kvenna í íslenskri kvikmyndalist. Kristín er frumkvöðull í sínu starfi og kona sem átti með sönnu heiðurinn skilinn. En hún, eins og svo margar kynsystur hennar, hefði líka átt annað og meira skilið í gegnum tíðina af þeim sem fara með peningavöldin í íslenskri kvikmyndagerð. Kristín brýndi líka konurnar í bransanum til þess að bíða þess ekki að þeim yrðu færð tækifæri úr höndum þessa karllæga samfélags – heldur sækja sér rétt sinn og tækifæri. Kvikmyndalistinni og samfélaginu öllu til heilla. Að gera sitt til þess að gera samfélagið heilt. Konur í íslenskri kvikmyndagerð hafa með sönnu svarað kalli Kristínar og kalli tímans. Kristín hefur ekki heldur ekki látið sitt eftir liggja og vinnur nú að undirbúningi fyrir tökur á nýrri kvikmynd á haustmánuðum. Heilt yfir virðist hlutur kvenna blessunarlega fara vaxandi í íslenskri kvikmyndagerð og er það fyrst og fremst að þakka ötulli baráttu og góðu starfi fjölda kvenna innan greinarinnar. Krafturinn er slíkur að Baltasar Kormákur, einn helsti kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri landsins, viðraði fyrir skömmu þá hugmynd að koma á einhvers konar kynjakvóta til þess að tryggja konum aðgengi að fjármagni til kvikmyndagerðar. Illugi Gunnarsson ráðherra er spenntur fyrir hugmyndum Baltasars og það er með sönnu gott að nú er loks farið að huga að því fyrir alvöru að bæta hlut kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. Það fylgir því reyndar smá kjánahrollur, svona einhvers konar samfélagslegur kjánahrollur, að umræðan og hugmyndirnar þurfi að koma frá karlmönnum í lykilstöðum í bransanum en það er kannski sama hvaðan gott kemur. Hitt er öllu verra ef rétt reynist; að rétta eigi hlut kvenna með einhvers konar yfirfalli. Að með því að auka við fjármagn í sjóðnum myndist viðbótarfé sem verði svo eyrnamerkt konum í kvikmyndagerð. Það er hætt við því að með því fari þorri peninganna áfram í karllæg verkefni en viðbótin sem fari til kvenna dugi í besta falli til þess að draga úr þeim baráttuþrekið. „Hvað á þetta að þýða?“ Mætti nú ímynda sér réttsýna konu segja með þjósti. Málið er að ef það er til staðar vilji til þess að rétta hlut kvenna í kvikmyndagerð þá þarf að gera það fyrst og fremst að höfðu samráði við konur og vonandi mun ráðherra hafa það í huga. Það hafa nefnilega verið konur sem hafa búið við þetta misrétti og þær eru því að sönnu best til þess fallnar að rétta óréttlætið. Þær eru líka eflaust best til þess fallnar að rétta hlut áhorfenda sem hafa verið sviknir um veruleika íslenskra kvenna í kvikmyndum í gegnum árin. Nú er því mikilvægt sem aldrei fyrr fyrir konur í íslenskri kvikmyndagerð að láta ekki deigan síga, heldur þvert á móti að nýta sér meðbyrinn. Þá er gott að muna lokaorð eldræðu Kristínar Jóhannesdóttur sem áður var vitnað til: „Fram til sigurs!“
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun