Boðar heildarendurskoðun á fangelsismálum í vetur Sveinn Arnarsson skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Fangar á Akureyri vilja frekar vera lokaðir inni á Akureyri en frjálsir syðra. Eina leiðin til að ljúka afplánun utan fangelsis er að vera í Reykjavík. „Þetta finnst mér hróplegt óréttlæti fyrir fanga á Norðurlandi og það er mjög mikilvægt að sambærilegt úrræði og Vernd verði að veruleika á Akureyri,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Fangar á Akureyri velja margir hverjir frekar að sitja inni í fangelsinu á Akureyri en að ljúka afplánun utan fangelsis þar sem það krefst búferlaflutninga frá fjölskyldu til Reykjavíkur.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndarFréttablaðið greindi frá því á fimmtdag að eina áfangaheimilið fyrir fanga til dvalar er í Reykjavík. Vilji þeir ljúka afplánun utan fangelsis, eins og lög um fullnustu refsinga gefur leyfi til, er ekki annar möguleiki en að flytja til Reykjavíkur. „Fangi á Akureyri þarf að velja á milli vægari refsingar í opnu úrræði og þess að sitja allan afplánunartímann í öryggisfangelsi til að eiga kost á heimsóknum frá maka og börnum.“ segir Brynhildur og minnir á að fangelsisvist er kostnaðarsöm leið fyrir ríkið. „Þess utan er þetta hreinlega klár mismunun eftir búsetu sem á ekki að líðast og er margfalt dýrara fyrir ríkið að hýsa fanga í fangelsi en á áfangaheimili utan fangelsis.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í frétt Fréttablaðsins í fyrradag að meira fé þyrfti að renna í málaflokkinn frá hinu opinbera. Hans verkefni nú væri að reyna að reka fangelsismálastofnun á núllinu og „halda sjó“ eins og hann orðaði það. Ekki væri til fjármagn til að koma á áfangaheimili á Norðurlandi sökum fjárskorts.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðarUnnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, boðar gagngera endurskoðun málaflokksins á komandi vetri. „Ég segi það núna og hef sagt það áður að fangelsismál á Íslandi þurfa að fara í gegnum heildarendurskoðun. Við verðum að setja niður hver næstu skref okkar eigi að vera, hver heildarsýnin er varðandi Litla-Hraun og Akureyri og hvernig fjármunir eru sem best nýttir. Það verður svo verkefni vetrarins að mínu mati,“ segir Unnur Brá. Alþingi Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
„Þetta finnst mér hróplegt óréttlæti fyrir fanga á Norðurlandi og það er mjög mikilvægt að sambærilegt úrræði og Vernd verði að veruleika á Akureyri,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Fangar á Akureyri velja margir hverjir frekar að sitja inni í fangelsinu á Akureyri en að ljúka afplánun utan fangelsis þar sem það krefst búferlaflutninga frá fjölskyldu til Reykjavíkur.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndarFréttablaðið greindi frá því á fimmtdag að eina áfangaheimilið fyrir fanga til dvalar er í Reykjavík. Vilji þeir ljúka afplánun utan fangelsis, eins og lög um fullnustu refsinga gefur leyfi til, er ekki annar möguleiki en að flytja til Reykjavíkur. „Fangi á Akureyri þarf að velja á milli vægari refsingar í opnu úrræði og þess að sitja allan afplánunartímann í öryggisfangelsi til að eiga kost á heimsóknum frá maka og börnum.“ segir Brynhildur og minnir á að fangelsisvist er kostnaðarsöm leið fyrir ríkið. „Þess utan er þetta hreinlega klár mismunun eftir búsetu sem á ekki að líðast og er margfalt dýrara fyrir ríkið að hýsa fanga í fangelsi en á áfangaheimili utan fangelsis.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í frétt Fréttablaðsins í fyrradag að meira fé þyrfti að renna í málaflokkinn frá hinu opinbera. Hans verkefni nú væri að reyna að reka fangelsismálastofnun á núllinu og „halda sjó“ eins og hann orðaði það. Ekki væri til fjármagn til að koma á áfangaheimili á Norðurlandi sökum fjárskorts.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðarUnnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, boðar gagngera endurskoðun málaflokksins á komandi vetri. „Ég segi það núna og hef sagt það áður að fangelsismál á Íslandi þurfa að fara í gegnum heildarendurskoðun. Við verðum að setja niður hver næstu skref okkar eigi að vera, hver heildarsýnin er varðandi Litla-Hraun og Akureyri og hvernig fjármunir eru sem best nýttir. Það verður svo verkefni vetrarins að mínu mati,“ segir Unnur Brá.
Alþingi Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent