Heimir vill vinna endalaust með Lars Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2016 06:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. Vísir/AFP Ummæli Heimis Hallgrímssonar í viðtali við Áramótablað Viðskiptablaðsins hafa vakið athygli. Þar sagði Heimir að hann væri ekki viss um að hann myndi læra meira af því að starfa með Lars Lagerbäck í tvö ár í viðbót. Heimir útskýrði ummæli sín á blaðamannafundinum í gær og gekkst við því að það hafi verið mistök að tala ekki skýrar. „Ég ber mikla virðingu fyrir Lars og hef lært mikið af honum. Það hef ég margsagt. Hann er í raun einn af mínum bestu vinum í dag,“ útskýrði Heimir enn fremur. „Ég myndi vilja vinna endalaust með honum eins og staðan er í dag.“ Heimir minntist á það í viðtalinu að hann væri með samning þess efnis að hann tæki alfarið við sem landsliðsþjálfari eftir EM í sumar. En nú hefur komið til tals að breyta því og að Lars Lagerbäck deili hlutverki landsliðsþjálfara áfram með Heimi fram yfir HM 2018. „Ef Lars heldur áfram þarf ég eðlilega að setjast niður með mínum yfirmönnum og fara yfir minn samning. Það var það eina sem ég sagði í þessu viðtali og það er engin kergja eða neitt slíkt sem er að skemma fyrir okkar samstarfi. Við erum allir reiðubúnir að tala saman og komast að niðurstöðu um þessi mál.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur áður sagt að von sé á svari frá Lars Lagerbäck um framtíðina í næsta mánuði. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári valinn í báðar janúarferðirnar Landslið Íslands fyrir þrjá æfingaleiki í janúar hefur verið valið. 7. janúar 2016 13:30 Íslenska fótboltalandsliðið spilar á heimavelli Gerrard Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingabúðir frá 11. janúar til 6. febrúar. 7. janúar 2016 16:46 Ólafur í greiningarteymi landsliðsins á EM Verður leikgreinandi fyrir íslenska landsliðið á EM í Frakklandi næsta sumar. 7. janúar 2016 13:40 Heimir: Mín mistök að tala ekki skýrar "Ég myndi gjarnan vilja starfa með Lars Lagerbäck í mörg ár í viðbót.“ 7. janúar 2016 13:23 Heimir: Diego er ekki með íslenskt vegabréf Landsliðsþjálfarinn segir ótímabært að tala um Diego Jóhannesson sem möguleika í íslenska landlsiðið. 7. janúar 2016 13:40 Forsetaframbjóðandinn talar við strákana okkar og er góður í því Árið 2016 verður annasamt hjá íslenska karlalandsliðinu og öllum sem því tengjast. Auk þess að spila á sínu fyrsta stórmóti er viðbúið að það muni spila metfjölda leikja á árinu. Það kostar mikla vinnu fyrir KSÍ. 8. janúar 2016 06:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Ummæli Heimis Hallgrímssonar í viðtali við Áramótablað Viðskiptablaðsins hafa vakið athygli. Þar sagði Heimir að hann væri ekki viss um að hann myndi læra meira af því að starfa með Lars Lagerbäck í tvö ár í viðbót. Heimir útskýrði ummæli sín á blaðamannafundinum í gær og gekkst við því að það hafi verið mistök að tala ekki skýrar. „Ég ber mikla virðingu fyrir Lars og hef lært mikið af honum. Það hef ég margsagt. Hann er í raun einn af mínum bestu vinum í dag,“ útskýrði Heimir enn fremur. „Ég myndi vilja vinna endalaust með honum eins og staðan er í dag.“ Heimir minntist á það í viðtalinu að hann væri með samning þess efnis að hann tæki alfarið við sem landsliðsþjálfari eftir EM í sumar. En nú hefur komið til tals að breyta því og að Lars Lagerbäck deili hlutverki landsliðsþjálfara áfram með Heimi fram yfir HM 2018. „Ef Lars heldur áfram þarf ég eðlilega að setjast niður með mínum yfirmönnum og fara yfir minn samning. Það var það eina sem ég sagði í þessu viðtali og það er engin kergja eða neitt slíkt sem er að skemma fyrir okkar samstarfi. Við erum allir reiðubúnir að tala saman og komast að niðurstöðu um þessi mál.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur áður sagt að von sé á svari frá Lars Lagerbäck um framtíðina í næsta mánuði.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári valinn í báðar janúarferðirnar Landslið Íslands fyrir þrjá æfingaleiki í janúar hefur verið valið. 7. janúar 2016 13:30 Íslenska fótboltalandsliðið spilar á heimavelli Gerrard Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingabúðir frá 11. janúar til 6. febrúar. 7. janúar 2016 16:46 Ólafur í greiningarteymi landsliðsins á EM Verður leikgreinandi fyrir íslenska landsliðið á EM í Frakklandi næsta sumar. 7. janúar 2016 13:40 Heimir: Mín mistök að tala ekki skýrar "Ég myndi gjarnan vilja starfa með Lars Lagerbäck í mörg ár í viðbót.“ 7. janúar 2016 13:23 Heimir: Diego er ekki með íslenskt vegabréf Landsliðsþjálfarinn segir ótímabært að tala um Diego Jóhannesson sem möguleika í íslenska landlsiðið. 7. janúar 2016 13:40 Forsetaframbjóðandinn talar við strákana okkar og er góður í því Árið 2016 verður annasamt hjá íslenska karlalandsliðinu og öllum sem því tengjast. Auk þess að spila á sínu fyrsta stórmóti er viðbúið að það muni spila metfjölda leikja á árinu. Það kostar mikla vinnu fyrir KSÍ. 8. janúar 2016 06:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Eiður Smári valinn í báðar janúarferðirnar Landslið Íslands fyrir þrjá æfingaleiki í janúar hefur verið valið. 7. janúar 2016 13:30
Íslenska fótboltalandsliðið spilar á heimavelli Gerrard Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingabúðir frá 11. janúar til 6. febrúar. 7. janúar 2016 16:46
Ólafur í greiningarteymi landsliðsins á EM Verður leikgreinandi fyrir íslenska landsliðið á EM í Frakklandi næsta sumar. 7. janúar 2016 13:40
Heimir: Mín mistök að tala ekki skýrar "Ég myndi gjarnan vilja starfa með Lars Lagerbäck í mörg ár í viðbót.“ 7. janúar 2016 13:23
Heimir: Diego er ekki með íslenskt vegabréf Landsliðsþjálfarinn segir ótímabært að tala um Diego Jóhannesson sem möguleika í íslenska landlsiðið. 7. janúar 2016 13:40
Forsetaframbjóðandinn talar við strákana okkar og er góður í því Árið 2016 verður annasamt hjá íslenska karlalandsliðinu og öllum sem því tengjast. Auk þess að spila á sínu fyrsta stórmóti er viðbúið að það muni spila metfjölda leikja á árinu. Það kostar mikla vinnu fyrir KSÍ. 8. janúar 2016 06:00